Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 15

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 IUX heldur góðum fatnaði sem n/jum Notið ávallt LUX SPÆNI, þegar þér þvoið viðkvœman vefnað! X-LX 694-814 Presturinn syngjandi Síra Sidncy MacEwan í skoska þorpinu Lochgilphead i Argyle hefir lilotið miklar vinsældir í prestakall- inu sínu, og er vel að þeim kominn. Þó að hann liafi ekki meira að bítn og brenna en sveitaprestar yfirleitt, hefir hann reist nýja kirkju og borg- að hana algerlega úr eigin vasa. Síra Sidney hefir nefnilega drjúgar tekjur af öðru en prestsembættinu. Hann l'er í ferðir — hann hefir jafnvel kom- ist alla leið til Ástraliu — og öfugt við það, sem um flesta gerist, kemur hann jafnan „múraður" úr ferðalög- um sinum, en peningana gefur hann kirkjunni. Presturinn er nefnilega safbragðs tenórsöngvari og rakar sam- an peningum á söngskemmtunum sínum. Sidney MacEwan er fæddur i Glasgow og var faðir hans skoskur en móðirin írsk. Þess vegna hefir aonn sérstaklega áhuga á kelt- neskri tónlist og geliskri tungu, sem er sameiginleg nokkrum hluta íra og Skota. í Skotlandi varð hann einkum vinsæll fyrir keltneska söngva, sem hann flutti. Og bæði í Ameríku og Ástralíu er fólk af írsku og skosku bregi brotið, og það fjölmennir á söngskemmtanir hans til að heyra ættjarðarlög sín. Sidney Ewan var farinn að syngja á skólaárum sínum og hélt áfram að menntast í söng , meðan hann gekk á háskólann. En þjóðfrægur varð hann ekki fyrr en á stríðsárunum, er hann söng í fyrsta skipti i breska útvarpið. Siðan hefir hann verið fastur gestur þar. Er hann liafði lokið guðfræðiprófi gekk hann á tónlistarháskólann í London, og stóð honum opin leið til að gerast atvinnusöngvari. En hann mat meira að verða prestur. En kirkjumálastjórnin hefir fyrir löngu viðurkennt söngvaraköllun hans, og veitir honum ieyfi til söngferða hvenær sem hann biður um. Fyrir skömmu söng hann tíu keltnesk lög á „long-playing“ plötu, og liefir hún selst afar mikið. * 30.000 FEGURÐARDROTTNINGAR í BANDARÍKJUNUM. Fegurðardrottningarfarganið er upp- runnið í Bandaríkjunum, og hvílik plága það er orðið þar í landi, má marka af því að fegurðardrottning- arnar eru nú orðnar 30.000 talsins. Auk allsherjarkeppnanna fyrir öll ríkin, kýs hvert fylki sína fegurðar- drottningu, auk jjess eru kjörnar ótal „missur“ í alls konar greinum, svo sem „miss Locomotiv", „Miss Ritvél“, „Miss Heilbrigði“, „Miss kyssivör", „Miss Kínín“, „Miss Ostur“ og þar fram eftir götunum, og í skólunum eru kosnar „Miss Stíll“, „Miss Al- gebra“ o. s. frv. Og fjöldaihörg iðn- aðarfyrirtæki, félög og stofnanir velja sina „miss“ á hverju ári, svo að engin furða er, þótt talan 'hækki. En það hefir komið á daginn, að þctta „missa-fár“ hefir sínar skugga- hliðar. Rannsókn sem gerð hefir ver- ið, hefir leitt i ljós, að 20.000 af þess- um „missum" lifa við bág kjör. Þær hafa látið sig dreyma um ævintýri, gull og græna skóga, en þessar vonir hafa brugðist oftast nær, og ýmsar slúlkurnar hafa lent í saurlifnaði og standa svo uppi yfirgefnar og ein- mana. „Miss Illinois 1928“ hefir hafist handa um að koma upp styrktarsjóði, sem sjái fyrrverandi „missum“ fyrir ellistyrk. Biður hún þá, sem gangast fyrir fegurðarsamkeppni að greiða lduta af tekjunum i þennan styrktar- sjóð. Fegurðardrottningarnar eiga lika að greiða iðgjald, og fer það hækkandi því breiðari sem þær voru um brjóstin, er þær voru kjörnar. Það verður þvi dýrt gjaldið, sem Anita Ekeberg og Marilyn Monroe verða að greiða í sjóðinn. Ungar stúlkur, sem eru skotnar í Daniel Gelin, hafa beðið blaðið um upplýsingar um hann. Daniel er fæddur i Angers í Frakklandi 15. mai 1921. Hann var einstakur tossi i barnaskólanum en hafði mikinn áhuga á leiklist og fór að leika á „hrylli-leikhúsinu" Grand Guignol i París, og þar „uppgötuðu" kvik- riyndamenn hann. „Parisaræska liét fyrsta kvikmynd hans, en siðast lék hann í „Napoleon". Heimilisfang: Unifrance, 77 Champs Elysées, París. í Svíþjóð er súkkulaðiát 65% meira en í Noregi, og í Englandi þrisvar sinnum meira. Trúlofunarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Damas, Tissot, Certina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík. V \r \r v r \r > f >r > r > r > r 'r > r > f > r > r > r > r > r > r 'r > r > r > r > r »» Brunatryggingar Eru eigur yðar nægilega hátt brunatryggðar. Ef ekki, þá talið við oss sem fyrst. Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar h.f. Lækjargötu 2A, Reykjavík. Símar: 3171 & 82931. J\ J\ J\ J< J\ J\ J\ J\ JA J\ j\ J\ J\ J\ j\ J\ j\ Kveiltjnror eins og myndin sýnir kosta sama og 70 eldspýtustokkar. Sendið kr. 30.00 og þið fáið kveikjara sendan um hæl. ffilutdrninn við Arnarhól Reykjavík. Pietro Nenni, hinn kunni ítalski stjórnmálamaður, fékk Stalinverð- launin 1951 og keypti sér fallegt hús fyrir peningana. Nú hefir hann selt húsið og gefið peningana til Ung- verjalandssöfnunarinnar. Angela Smith heitir 19 ára sýni- stúlka í London, sem stóð dag eftir dag á tískusýningu í Albert Hall og lél gestina skjóta á sig úr skamm- byssu. Að vísu skutu þeir ekki kúlum, heldur ýmsu fljótandi, svo sem kaffi, rauðvíni, steikarsósum og bleki. Ang- ela var nefnilega i fötum, sem hafa það til sins ágætis að ekki festir bletti á þeim. Akvegirnir í Svíþjóð eru samtals 91.000 kílómctra langir, og þar af eru 7.750 með varanlegu slitlagi. í Noregi er lengd allra akvega 46.800 km. — Þar af 2.600 með slitlagi, en það er einkum asfaltlímd grjótmylsna, eða á rúmum 2.400 km. En 105 km. eru steinlagðir og 106 km. með stein- steyptu slitlagi, 16 sentimetra þyklui og ójárnbentu. Steinsteypulagið kost- ar 2—3 sinnum meira en asfaltlag. Danmörk er, næst eftir Bandarikj- unum, það land sem hefir hlutfalls- lega flestar mjaltavélar. Tveir þriðju allra bændabýla hafa rafknúðar mjaltavélar og yfir 90% af öllum kúm Dana eru mjólkaðar með vélum. Sparisjóður einn í Ruhr hefir — sennilega til að hvetja til sparnaðar — tekið upp það nýmæli að gefa hverjum þeim, sem kemur og leggur peninga i bókina sina, glas af rinar- vini. — Einn daginn um lokunartima var blindfullur náungi í bankanum. Hann hafði komið um morguninn til að leggja inn 100 mörk, en í stað þess að afhenda þau öll i einu hafði hann lagt inn aðeins tvö í hvert skipti, og fékk þannig 50 glös af rínarvini bankans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.