Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN RU ZIC KA : Drnumur rmtist í mörg ár hafði það verið óska- draumur Hrólfs að komast í ferðalag með heillandi, ljóshærðri stúlku, sem eigi aðeins væri falleg heldur líka glæsileg og andrik. Þvi að í fimm ár hafði Hrólfur ver- ið sölumaður hjá Meyer & Co., og <>11 þau ár hafði þcssi draumur aldrei rætst, þó að liann fa'ri fjörutíu sölu- fcrðir á ári. Hann liafði alltaf rækt erindi sin þannig, að luisbændurnir voru vel ánægðir með það, en ævin- týrið langþráða hafði hann ekki lifað enn. Það voru nær undantekningar- laust konur af gömlum árgöngum, sem hann lenti með í járnbrautarklefun- um, og kæmi það fyrir að ung stúlka lenti í sama kiefa og hann, var hún ávallt í umsjá móður sinnar eða ann- arra athugalla verndara. Enn einu sinni sat Hrólfur í klef- anum og þráði að ævintýrið mikla gerðist, undrið, sem einhvern tíma lilaut að ske. Og i þetta skipti gerðist það, að ævintýrið kom inn í klefann, i mynd töfrandi, ljóshærðrar stúlku. Hún leit rannsóknaraugum á Hrólf, sem sat við gluggann, brosti ginnandi og tísti svo: „Afsakið þér, lierra minn — er þetta sæti laust?" Hrólfur spratt upp eins og raf- straumur hefði farið uin hann. „Auðvitað, kæra ungfrú!“ stamaði hann og flýtti sér að taka við tösk- unni hennar og setja hana upp á hilluna. „Hérna eru öll plássin laus ennþá,“ sagði liann. Sú ljóshærða brosli: „Þakka yður fyrir, herra minn. En ég þarf nú ekki nema eitt sæti. Ef þér vilduð hins vegar eftirláta mér ]>etta gluggapláss, þá þarf ég ekki að snúa bakinu við áttinni sem við förum i.“ „Alveg sjálfsagt!“ Hrólfur var að- dáanlega stimamjúkur. „Mig gildir alvcg einu í hvora áttina ég sný. Það er útsýnið, sem mér er fyrir mestu.“ Og um leið og hann sagði ]>essi orð leit hann íbygginn á ljóshærðu feg- urðardrottninguna. Og þá varð bros hennar enn meira töfrandi en áður. „Kannske þér vilduð gera svo vel að draga rúðuna upp til hálfs? Það er vegna dragsúgsins." Hrólfur svaraði um hæl: „Vitanlega! Svona fallegt hár gæti aflagast í roki.“ „Þér reykið vonandi ekki, herra minn?“ hélt hin fagra og ókunna áfram. „Ég er æstur and-reykingamaður, kæra ungfrú," sagði Hrólfur og fleygði fullum vindlingapakka út um glugg- ann, og dró svo upp rúðuna eins og ungfrúin hafði óskað. Hin fagra ókunna hrosti til Hrólfs, svo að hitabylgja fór um endilanga hrygglengjuna á lionum. „Þakka yður innilega fyrir hvað þér liafið verið lipur við mig,“ sagði hún blitt. Svo sneri hún sér út að dyrunum og kallaði fram á ganginn: „Komdu hingað inn, afi! Hér er ágætt að veral Þér er'alveg óhætt að vera einum í klefa með þessum manni hérna!“ Og svo kom gamall maður með mik- ið skegg lialtrandi inn í klefann. * ★ Tískuittgifdir ★ ----------------------1 í SKÍÐAFERÐINA og einnig til ann- arra nota þegar kalt er hefir Mikael- hansen útbúið þenna jakka úr þykku klæði, fóðraðan með gæruskinni. Og þó að við stundum aldrei vetrar- íþróttir er svona jakki góð og nauð- synteg flík. KRAGINN ER LAUS. — Það er Grés, sem fundið hefir upp á því að nota stóran lausan kraga við dragtina eða frakkann og er það vel til fundið, því þá má breyta eftir vild. Sjálf dragtin er þess verð að veita henni athygli. Jakkinn er með rennilás og saumarnir í mittið enda að neðan með vösum í fallinu en að ofan opn- ast þeir fyrir brjóstunum. Kragalaus er kjóllinn ágætur undir pels. NÝTT PELSVERK FRÁ PARÍS. Maggy Rouffs kemur með þennan pelsfóðraða jakka sem notaður er yfir ermastuttum kvöldkjól. Spælar á hliðunum og' stórir vasar í mittishæð. Kraginn uppstandandi. Kjóllinn er úr kastaníbrúnu cheviot. Það er alltaf hressandi að sjá það sem fallegt er. Þessi kjóll frá Victor Stiebels (London) er úr kanellitu tafti með samlitu slöri yfir. Á herð- unum er tafttrefill og jakkinn er lagð- ur með nertz. Þetta er óhóf en það er gaman að sjá það. Vitid þér...? að nú er barist gegn útvarpstrufl- unum meira en nokkurn tíma áður? í sambandi við alþjóðlega eSlis- fræði árið 1957 verða viðsvegar um heim —- meðal annars kringum heim- skautin — settar upp stöðvar til að rannsaka truflanir í loftinu, sem valda vandræðum fyrir útvarpssend- ingar. Stofnanir þessar hafa miklu nákvæmari tæki en áður hafa verið notuð. — Er talið víst að með þess- ari rannsókn fáist vitneskja, sem komið geti að haldi til að bæta út- varpssendingarnar. vo að krían flýgur á hverju ári vegalengd, sem svarar til þess að hún færi kringum jörðina? Merking á krium hefir sannað að hún flýgur yfir 4..000 kílómetra, nefnilega norðan úr kuldabelti og suður í kuldabelti — og til baka — á hverju ári. að hægt er að fá gcrvieyru? Ameriskur læknir, sem er sérfræð- ingur í „plastiskum skurðaðgcrðum, hefir hal't til meðferðar 00 sjúklinga, sem vantaði frá fæðingu annað eða bæði eyrun, og sctt á þá eyru, sem sýnast vera ekta. Efnið sem læknir- inn notar í eyrun, er brjósk úr rifj- »um sjúklingsins og bjór af maga hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.