Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 0 stan í fyrrasumar. Ava Qnrdner í Pnkistnn Lék með Stewart Granger. Sxlar-Björn og Jsveinn skotti Siðustu 10 árin liafa amerísk kvik- myndafélög tekið f jölda dýrra og stórra kvikmynda i fjarlægum heims- álfum. Einkum hefir Metro-Goldwyn- Mayer gert mikið að jjessu, og mað- urinn sem stjórnar ferðalögunum og liýr allt i haginn heitir Samuel Göldsmitli. En ekki skiptir hánn sér neitt af leikstjórninni. Síðustu 4 árin hefir Goldsmith ferðast um 300.000 km. fljúgandi, akandi eða riðandi fil eða úlfalda, til þess að undirbúa þess- ar farir. Og árangurinn er góður. Myndir eins og „Mogambo" og „Nám- ur Salómons“ sem teknar voru í Af- riku, vöktu mikla athygli, sömuleiðis „Quo Vadis?“ (tekin i Róm) og „Rim“ Kiplings, öll tekin í Indlandi. í Pakistan hefir nýlega verið tekin mynd sem heitir „Bhowani Junction" eftir mikið lesinni sögu Johns Master. Myndin segir frá kynblendingskonu, sem á i sálarstríði, en er um leið lýsing á sköpun nýrrar þjóðar. Ava Gardncr og Stewart Granger voru valin í aðalhlutverkin; þau höfðu ieikið i Afrikumyndunum áður. Leik- endurriir voru sendir flugleiðis til Pakistan, en útbúnaðurinn allur var fjórir skipsfarmar, ]). á. m. 24 hús, sem hægt var að setja saman á einum klukkutíma. Þau voru handa leik- endunum og öðru starfsfólki, því að hvergi var liægt að fá leigt húsnæði. Af öðrum útbúnaði má nefna 130.000 pappadiska og bolla, 137 vagna og margar smálestir af nöglum, því að lítið er um nagla i Pakistan. Landið varð sjáifsiætt riki 1947 eftir viðskilnaðinn frá Indlandi og Bretlandi, og var amerísku gestunum tekið mjög vel. Leikstjórinn bað um að fá léða járnbrautarstöð til að leika nokkur atriði, og virtist vandkvæði á því, vegna þess að litið næði yrði að kvikmynda, vegna umferðarinnar og forvitinna áliorfenda. En Mo- hammed Ali forsætisráðherra kunni ráð. Hann lét allar lestir fara fram- hjá járnbrautarstöðinni í Lahore! Svo að George Cukor leikstjóri gat kvikmyndað í næði, eins lengi og hann vildi. Landslýðurinn möglaði ckki — orð forsætisráðherrans eru lög i Pakistan. En svo kom það á daginn að erfitt var að ljósmynda á stöðinni vegna þess hve lágt var undir loft. Hann hafði orð á þvi — og daginn el'tir kom hópur af smiðum og tóku þakið af stöðinni! Aðeins einu sinni varð leikstjórinn að liætta myndatökunni. Það var þegar Hussein Jórdanskonungur kom í heimsókn til Pakistan, fyrirvaralít- ið. Þá varð að skreyta brautarstöðina — þaklgusa, og hengja upp flögg. Samucl Goldsmith varð góðvinur forsætisráðherrans, sem bauð honum i veisluna, þegar hann var að giftast konu nr. 2 (hann má eiga fjórar). Goldsmith gat ekki afþakkað boðið, þó að ferðin í brúðkaupið væri 400 km. löng. Ráðherrann giftist sem sé á óðalssetri sinu. Mohammed Ali vildi allt fyrir Amerikumennina gera. Þegar George Cukor bað hann um að lána sér 250 hermenn í eitt leikatriðið, scndi hann 500. í annað skipti bað hann um 50 lögregluþjóna til að bægja umferð frá ákveðnum götum i Lahore, en Ali sendi hundrað. Eitt veigamesta atriðið í „Bhowani Junction“ er brúðkaup, haldið að ind- verskum sið. Faðir brúðarinnar sér um brúðkaupið, og brúðguminn hefir aidrei séð brúðina, vegna þess að hún liefir gengið með andlitið hjúpað síð an hún varð 12 ára. Brúðguminn fær ekki að sjá hana fyrr en þegar hún stendur frammi fyrir spegli heima hjá foreldrum sinum á giftingardag- inn, og sviptir af sér slæðunni. En þó er ekki svo að skilja, að þau Ava og Stewart sjáist ekki þarna í ástarleik í ekta Hollywoodstil lika. Eitt slikt atriði var leikið á járnbrautarstöð- inni i viðurvist innfæddra statista, sem ætluðu að ærast og mótmæltu harðlega svona atferli, svo að hætta varð við myndatökuna. Eigi að síður kannaðist Pakistan- fólk vel við amerisku kvikmyndadís- irnar og Ava Gardner hafði ekki frið fyrir fólki, sem vildi fá eiginhandar- Björn Pétursson á Öxl á Snæfells- nesi er vcrsti morðinginn, sem frá segir í íslenskri sögu. Espolín segir ítarlega frá honum í Árbókum og löng frásögn er af honum i Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar segir að þegar móður hans gekk með hann setti að henni „Fáleika mikinn með þeim hætti, að henni fannst hún gæti ekki komist af, nema hún bergði manns- blóði“ en bóndi hennar „Pétur mátti ekkert á móti henni láta, sem hann gat veitt henni, vökvaði blóð á fæti, og lét hana bergja.“ í Setbergsannál er löng frásögn af Axlar-Birni, hryðjuverkum hans og afdrifum, árið sem hann var liflát- inn, 1596: „Urðu hljóðbær og uppvís morð- verk og manndráp Björns í Öxl vest- ur. Lá nokkra stund sá orðrómur á honum, en enginn vogaði að koma upp með svoddan ódæði, en fólkið hvarf oft snögglega og spurðist ekki til. Eitt sinn kom þar til hans föru- kona með þremur börnum, nokkuð til ára komin. Hún beiddist húsa og fékk þau, en sem hún var um kyrrt setzt, lokkaði þessi skálkur frá henni börnin, sitt í hvert sinn, og fyrirfór þeim, en sem liann ætlaði að sækja Iiana, var hún komin þar í skot eður afkima einn, er í þeim kofa var, er hann leyfði henni, og duldist þar, því hana grunaði, hverju gegna mundi, en sem Björn sá hana ekki, varð hon- um illa við það mjög og rak upp hljóð, gekk siðan. Kona þessi komst svo í brunnhús, er þar var nærri, og sat þar, rneðan Björn leitaði hennar með ljósi um bæinn, því þetta var á kvöld- tima. Komst þessi fátæka kona svo þaðan um nóttina og til sama bæjar og liún hafði næstu nótt á verið. Sagði hún þá frá, að hún hefði mis,st frá sér börn sín öll. Siðan var eftir þessu gengið, meðkenndist hann, að 9 menn líflátið hefði. Hafði hann suma drep- ið til fjár, en 'hina aðra fátæka drap hann þá, sem i nánd voru, þegar hann myrti aðra til fjárins, en þegar hon- um varð aflskortur, þá veitti kona hans honum lið. Hún hafði brugðið snæri um liáls þeim og rotað þá með sleggju, stundum kyrkt þá með háls- klæði sínu. Þessa dauða hafði hann grafið i heygarði og fjósi, og fundust þó að sönnu fleira manna bein, en hann meðkenndi að drepið hefði, en hann sagðist hafa fundið þá dauða, og ekki nennt þá til kirkju að flytja. Hefur um það margrætt verið, hve skrift hennar. Jafnvel tollvörðurinn í flughöfninni hætti ekki fyrr en hún hafði skrifað nafnið sitt i vasabók- ina lians. * marga hann myrt hafði. Sumir hafa sagt að þeir hafi 18 verið með ungum og gömlum, sumir segja 14, en þá liann var aðspurður, hvað gamall hann hefði verið, þá hann fyrst tók til þessa ,hafði hann sagt sig þá 14 velra, er hann drap pilt einn í fjár- liúsi og hann þar grafið hefði. Björn var dæmdur á Laugarbrekkuþingi. Var hann fyrst limamarinn með sleggju, sundur stykkjaður og síðan afhöfðaður og festur upp á stengur. Jón Jónsson lögmaður var yfirdóm- ari, og þessi morðingi skal hafa dáið iðrunarlaust. Kona hans var þá með barni, og því var hún ekki réttuð, en sem hún var léttari orðin, var hún höfð á alþing og dæmd þrjú húðlát og þar gengið næst lífi hennar og síðan sleppt ...“ Sagan segir, að það liafi verið Sveirin skotti, sem kona Axlar-Björns gekk með er hann var tckinn af lífi. Ekki var hann nein fyrirmynd held ur, þvi að um hann segir í Seiluannál 1646: „Dæmdur undir hæsta luiðlát á al- þingi sá áráðvendisstrákur Sveinn skotti; hafði það nafn af sífelldri rás og róli, illri breytni og djarffærni við kvenfólk, en þó raunar ragur og duglaus, fyrir vanrækt sinnar sálu- hjálpar og mörg önnur guðlöstunar- orð, er liann hafði talað og fram kom; urðu þó ei betri afdrifin, því litlu eftir refsinguna kom hann fram í Barðastrandarsýslu með sömu breytni, og þaðan af verri; var hengdur þar ög dó illum dauða.“ Setbergsannáll segir um barnið, sem kona Axlar-Bjarnar gekk með: „Þetta hennar barn var Sveinn skotti; hans son Gísli lirókur, liengdur á Dyrhólum; hans son Magnús; hans dóttir Þuríður og liennar dóttir Þura, lifandi 1730“. * Kessler-tviburarnir eru frægir fyr ir hve líkir þeir séu. Þessar tvær stúlkur komu fyrir nokkru inn á vín- stofu i París og fengu sér hressingu. Þegar ]>ær höfðu setið nokkra stund kom gestgjafinn til þeirra, ofur vand- ræðalegur. — Ég er ekki að amast við ykkur, sagði hann, — cn þó verð ég að biðja ykkur um að fara út. Gestirnir lialda nefnilega að þeir sjái tvöfalt. Þýska bifreiðeigendafélagið valdi í haust 19 ára stúlku frá Miinchen sem „fegurstu stúlku við stýrið". Daginn eftir var hún kölluð fyrir rétt. Ilún liafði ekið bíl en hafði aldrei fengið skirteini.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.