Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hver veit nema hún hafi orðið yöar lukka um leið. Á morgun skulum við láta ljós- mynda yður í brúðarkjólnum, og ef þér njótið yðar eins vel á myndinni og í verunni, þá blasir björt framtíð við yður.“ ,,Ó, herra Florian, þakka yður fyrir,“ sagði Agneta frá sér numin og rétti honum hönd- ina. Hann hikaði augnablik áður en hann tók grönnum fingrunum um hana. ,,Og maðurinn, sem var yður svo mikils virði — hvernig verkuðuð þér á hann?“ spurði hann og breyttist um leið úr tísku- kóngi í samúðarfulla manneskju, ofurlítið angurblíður og forvitinn og mjög samúðar- fullur. „Ég veit það ekki ennþá.“ Hún leit niður en lyfti svo höfði aftur og horfði á hann með gáska í brúnum augunum. „En hann bíður min hérna fyrir utan í bílnum sínum.“ „Ekki öðruvísi!“ Florian hló dátt — þetta var í fyrsta sinn sem hún heyrði hann hlæja, og hún þóttist vita að hann gerði það ekki oft. „Þá skal ég ekki tefja yður. Hann hefir auðsjáanlega skilið að hann hefir hlaupið á sig — en varið þér nú yður á að gera það ekki. Til hamingju.“ Og svo fór hann að sinna alvarlegri störfum. Loks lokaðist hliðið á eftir henni og hún kom út í svala febrúarkvöldsins. Löng röð af bifreiðum stóð meðfram gangstéttinni og hún skimaði kringum sig hálf ráðalaus. Þá opnaðist ein hurðin og hár maður kom út og gekk á móti henni. Hár, ljóshærður maður. Hún hljóp á móti honum í rökkur- birtunni, svo glöð að engar alvarlegar endur- minningar komust að. Það var líkast og síðustu mánuðirnir væru horfnir úr meðvitund hennar. Eins og aftur væri komið sumar og öll tilveran væri eitt bros. Hann hafði svo oft beðið hennar svona — og svo oft hafði hún flýtt sér á móti hon- um til að fleygja sér í faðm hans. Hann hafði verið miðdepill tilveru hennar, sólin í lífi hennar. Án hans hafði allt orðið dimmt og tilgangslaust. En nú var hann kominn aftur. Og nú fannst henni sólin komin á loft aftur. Gullroðnir geislar hrintu aftur einveru- myrkri hennar á burt, og henni fannst hún ganga á döggvotu grasi og heyra fuglana syngja. En allt í einu nam hún staðar og henni fannst jörðin hverfa undir fótum sér. Þetta var ekki Mikael sem beið hennar. Það var Roger Segerclo, frændi Evu. „Gott kvöld,“ sagði hann. „Ég treysti því að ég fengi að bjóða yður matarbita ein- hvers staðar.“ „Það var fallega hugsað,“ tókst henni loks- ins að stama út úr sér. „En ég held ekki ...“ Hún var bæði þreytt og hungruð og hún átti ÚR AN-LEIT. Fýrrum fékk mannkynið gullæði þcgar fréttist um að gull hefði fundist einhvers staðar. En nú hefir úran-æðið gripið menn, því að úran er besta efnið til að framleiða kjarnorku úr. — Áhaldið sem einkum er notað við úran-leit er svonefndur geiger-teljari. Þegar þetta áhald kemur nærri úran eða öðrum radiumvirkum efnuni heyrist suða í því. Yfir 35.000 geigerteljarar liafa verið seldir í Banda- ríkjunum einum siðustu fjögur árin. — Bestu úran- námurnar sem fundist hafa til þessa eru i Belgiska Ivongo, Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu, Tékkó- slóvakíu og Þýskalandi. 1. í Queenslandi í Ástralíu var það grís að þakka að úrannáma fannst. Menn sem voru i úran- leit aneð geigerteljara sinn komu að bæ, þar sem mörg svin voru. Þeir vissu að einhver radiumvirk efni voru þarna á næstu grösum, og þegar betur var að gáð reyndist einn grisinn radiumvirkur. ekki peninga fyrir mat á hverjum degi. „Jú, þakka yður annars fyrir,“ sagði hún og sneri við blaðinu. „Ef ég fæ að borða í ró og næði og þarf ekki að leggja að mér til að vera skemmtiieg og ræðin, mun ég minnast yðar með þakklæti alla mína ævi.“ Roger Segerclo hló og hjálpaði henni inn í bílinn. Hann spurði ekki hvert hún vildi helst fara. Það var eins og hann fyndi að hún væri of þreytt til að hafa nokkrar óskir í þá átt. Hann ók rólega og hiklaust niður á vinstri Signubakka og margar mínútur liðu án þess að hann segði orð. Og þegar hann tók til máls var röddin hlýjulaus, nærri því þurrleg. „Það kom á óvænt að sjá yður þarna í dag.“ „Og mér kom á óvænt að sjá ykkur þrjú þar.“ Agneta hló og vonaði að hláturinn væri beiskjulaus. „Já, hefði ég haft hugmynd um að þér störfuðuð þarna hefði mér ekki dottið í hug að fara með þau þangað. En Eva kom hingað Þessir grisir gengu úti á daginn, og þessi grís liélt sig alllaf á sama stað og var þar út af fyrir sig. Þcir fóru þangað og þar reyndist vera úran i jörð- inni — þess vegna varð grísin svona. Eigandi hans varð forríkur á sömu stundu, því að landið var keypt fyrir ógrynni fjár. 2. Annað úran-ævintýri gerðist í Texas. Maður nokkur hafði eytt aleigu sinni i að leita að úran. Um það leyti sem hann var að gefast upp við leit- ina brotnaði borinn lians. Hann fleygði brotunum í bílinn sinn og ók heim i fússi. Á leiðinni stans- aði hann á bensinstöð. „Er radium í bilnum þin- um?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Af hverju held- urðu það?“ sagði hinn. „Það lilýtur að vera, við sjáura það greinilega á geiger-teljara, sem er inni á skrifstofunni okkar.“ Það kom á daginn að bor- inn var radiumvirkur og nú fór maðurinn að at- huga holuna betur. Það kom þá á daginn að liann hafði borað gegnum úran-lag og iangt niður úr því. í dag er náman hans 14 milljón dollara virði. til að kaupa sér fatnað.“ Hann þagnaði og kingdi framhaldinu. „Það gerir ekkert til,“ sagði Agneta þreytu- lega — nærri því blítt. „Ég þykist vita að hún sé hér til að kaupa í búið.“ Roger Segerclo leit út undan sér til henn- ar, í vafa um hvort þessi ró hennar væri leikur eða ekta. Hann hafði búist við henni útgrátinni og volandi, en nú gat hann ekki annað en dáðst að henni. Hún var svo lítil og föl, en samt var ástæðulaust að kenna í brjósti um hana. „Þér voruð bráðdugleg sem sýnistúlka. Flestar af þessum stúlkum voru eins og líf- lausar brúður, en þér voruð alltaf svo eðlileg og lifandi.“ Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Aí- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1 %—6. —■ Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.1 Svavar Hjaltested. — HERBERTSprent. HERBERTSprent. ADAMSON Á refaveiðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.