Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Iíún óskaði að [>au kæmust fljótt heim . .. að flugvélin herti á sér og gæti lent sem allra fyrst ... FERÐALOK At) var alls ekki skemmtilegt að b.vrja ferðina með því að rífast við Hoy, iiugsaði Juditli með sér. Þetta var annar farþeginn, sem hafði fengið kaffi í staðinn fyrir te. Hún varð að taka sér fram — annars mundi hún missa flugfreyjustarfið, — en það var líkast til það, sem Roy óskaði helst. Hún leit út um gluggann á leiðinni l'rain í húrið og sá að þau voru komin út yfir Ermarsund. Henni fannst svo stutt síðan þau tétu í loft. Roy hafði ekki símað til hennar í morgun — það þótti henni verst af öllu. Granna mærin var beinvaxin og þokkarik í bláa einkcnnisbúningnum, og bjarta hárið lá i mjúkum lokkum undir litlu húfunni með kænulaginu. Andlitið var brúnleitt af Afrikusól, en augun dapurleg og innhverf. Hún sáriðraðist eftir það, sem gerst hafði kvöldið áður. En Roy hafði verið svo þrár og ósanngjarn. Hann liafði verið reiður líka. Hann vissi að hún elsk- aði hann og vildi giftast honum, en þeim lá ekkert á að giftast. Þau voru ekki svo mikið sem opinberlega trú- iofuð, og höfðu aðeins þekkst i nokkra mánuði. Judith vissi að liún yrði að láta af starfinu sínu ef hún giftist, en það var ekki sanngjarnt af Roy að krefj- ast þess að hún sleppti þessu starfi fyrst um sinn. Það var ekki réttlátt gagnvart flugfélaginu heldur. Það hafði kostað upp á liana langri og kostnaðarsamri menntun, og þá var ekki viðeigandi að liún hætti störf- um eftir fáeinar ferðir. Juditli dreypti á teinu og horfði niður á Ermarsund, sem var að hverfa sjónum. Hún eiskaði þetta starí — elskaði að vera uppi í tæra, svaia loftinu yfir skýjunum. Henni ieið vel í flugvél. Roy vissi það líka, og hefði gjarnan mátt taka tillit til þess. Roy liafði góða stöðu hjá endur- skoðunarskrifstofu og hafði engar fjárhagsáhyggjur. Hann hafði komist yfir litla íbúð, sein losnaði innan skannns, og var viss um að hann gæti fengið hana þá. — Og ég er þrítugur, Jutith, hafði hann sagt og liorft al- varlega á hana föstum, gráum aug- unum. — Þú ert tuttugu og sex. Ef við eigum að stofna fjölskyldu ... I-Iann hafði talað eins og þau væru orðin fjörgömul — henni fannst svo, að minnsta kosti — og það var upp- hafið af öllu saman. Hún mundi ekki greinilega hvernig orðin höfðu fallið, en bæði liöfðu orðið fokreið, og Roy hafði steinþagað á leiðinni, þegar hann ók henni lieim. Það síðasta sem hann sagði var þetta- — Ef þetta er svona, þá höfum við ekki meira að tala um. Hún sá allt í einu í huganum mag- urt, brosandi andlitið á lionum — ekki reiðilegt eins og það hafði verið í gær — og fann sársaukasting bak við augun. Hún rétti úr sér og barð- ist við grátinn. — Það er kominn tími til að hugsa um hádegisverðinn, sagði matseljan, sem var að skoia bolla við þvottatrog- ið. — Hvað gengur að þér? Þú ert svo angurvær í dag. Er það ... — Nei, nei, það gengur ekkert að mér, sagði Judith og reyndi að brosa. Nú heyrðist murra í merkjatöflunni a þilinu. Judith leit upp. — Það er einhver í salnum. Ég skal athuga hvað það er. — Hann heitir Weston, sagði bryt- inn. — Ég sá hann vera að fara inn. Salurinn var lítill klefi milli búrs- ins og farþegarýmanna. Ungi maður- inn sat aleinn þar inni. Hann var með jarpt hár, dökk fjörleg augu og loðn- ar, bogadregnar augnabrúnir. Maður gat hugsað sér að þetta væri efnaður óðaislierra, sem væri vanur að fá það sem hann viidi. Hún brosti glaðlega til hans og sagði: — Ég vona að það fari vel um yður, herra Weston. Get ég gert nokkuð fyrir yður? — Já, þökk fyrir. Mig langar til að fá ... Hann þagnaði og horfði á hana. Andlitið varð eitt liros. — Weston? Já, einmitt! Hvernig vissuð þér það? — Við höfum farþegalista, og erum vön að ávarpa farþegana með nafni. — í þeim tilgangi að þeim finnist þeir vera heima hjá sér, kannske? Hann brosti enn og starði á hana — eins og hann væri að hugsa um eitt- hvað áríðandi. — Auk þess er það hógvær aðferð til þess að smjaðra fyrir fólki, er það ekki? Þarna var engin ástæða til að roðna en Judith fann að blóðið kom fram í kinnarnar á henni. — Það er liægt að lita þannig á það. Var það eitthvað, sem ég gæti gert fyrir yður? spurði hún rólega. — Jæja. Mig langar í glas af ein- hverju. Hverju viljið þér niæla með? — Við liöfum whisky og gin, eða kannske þér viljið fremur glas af sherry fyrir hádegisverðinn. Eða kalt öl? — Kalt öl, það er girnilegt, sagði Weston og strauk hárið. Röddin var djúp og viðfeildin, .Tudith datt allt í einu í hug hve óiíkur þessi maður væri Roy. Hann var svo rólegur og öruggur. Eitthvað sterkt og myndugt við liann, sem ekki var til í Roy. ÞEGAR hún kom fram í búrið til að sækja- ölið, sóttu alit i einu tilfinn- ingarnar að henni með miklum ]>unga — tilfinningar, sem áttu rót sína að rekja til þrætunnar í gærkvöldi. Ur því að Roy gat kvalið hana ])annig, var ómögulegt að honum þætti vænt um liana. Judith kom með ölgiasið á skutli. Weston brosti til hennar og spurði iétt: — Getið þér ekki staldrað við og talað við mig? — Því miður, herra Weston, ég verð að fara og hjálpa til með að undirbúa hádegisverðinn. — Uss, það er ekki svo framorðið enn. Hann horfði á liana biðjandi og sigurviss í senn og brosið var ein- lægt og ungæðislegt. — Þér eigið að hugsa um farþegana, er það ekki? Judith gat ekki annað en brosað, af því að hann sagði þetta svo sak- leysislega. — Jú, auðvitað, sagði hún. — Og hérna eru fjórtán farþegar, auk vðar. Hann leit til hennar og pírði aug- unum. — Hve iengi hafið þér verið flugfrcyja? spurði hann svo. — Það er ekki lengi. Þetta er fyrsta árið mitt. — Og fellur yður það vel? — Já, það er indælt starf. Augu liennar ljómuðu af hrifningu. — Það hlýtur að vera fróðlegt starf. Ég vona að þér afsakið þó að ég segi það, að ég hefi veitt yður at- hygli síðan við lögðum af stað, sagði maðurinn rólega. — En mér hefir sýnst á yður, að þér væruð ekki glöð í dag. Og mér feilur ekki að sjá ungar stúlkar í döpru skapi. Rrosið hvarf af Judith. Hún rétti úr sér og liorfði á þilið, yfir höfðinu á Weston. Áður en henni gafst limi til að svara, hélt hann áfram: — Afsakið þér! Ég ætlaði ekki að vera ókurteis eða hnýsast í einkamál yðar. Hann dreypti á ölinu og leit svo út um giuggann og horl'ði á landið fyrir neðan. — Erakkland — það er dásamlega landið, sagði hann. — Hvar erum við núna? — Við förum yfir Orleans rétt bráðum, svaraði Judith. — Ef þér hafið gaman af því, þá getið þér séð ... —• Æjá, ég hefi verið þar, sagði Weston og missti allt í einu áhugann á útsýninu. — Heyrið þér! Það er vafalaust rangt af mér að segja það, en þér liafið fallegasta nefið, sem ég hefi nokkurn tíma séð. — Gerið þér mér þann greiða, að segja ekki svona, herra Weston, sagði hún stutt. Hann hélt áfram: — Heyrið þér, ég er i viðskiptaferð til Lagos. Ég er verkfræðingur, og ég á að verða þar í þrjú ár! Ég þekki ekki nokkra sál í Vestur-Afríku. Þetta verður skelfing einmanalegt ... Hann ieit til hennar og ungæðis- brosið kom aftur á andlitið. — Fljúg- ið þér áætlunarferðirnar til Lagos? — Já, sagði Judith mjóróma. — Hve oft? — Um það bil einu sinni á hverj- um hálfum mánuði. — Má ég liitta yður við og við? spurði hann áfjáður. — Það væri gam- an ef við gætum sést. Það gæti verið gaman, hugsaði Juditli með sér. En uppliátt sagði luin: — Ég segi yður alveg satt, herra Weston, — ég verð ... — Ég heiti Hugh — getið þér miskunnað yður yfir einmana verk- fræðing? Judith sá brytanum bregða fyrir i búrdyrunum. Hann benti henni að koma. — Ég verð að biðja yður um að afsaka mig, herra Weston. — Ég á annrikt. Hún sneri frá honum og fór inn í búrið. Hún fann hvernig ungi maðurinn elti liana með augunum. — Við verðum að fara að iiugsa um hádegisverðinn, sagði brytinn. Ég skal fara með matseðlana meðan þú gengur frá skömmtunum. Judith kinkaði kolli. Henni þótti gott að vera komin fram i búrið aft- ur, þó ekki væri nema stutta stund. Þessi Weston var hættulega sann- færandi. Ef ekki væri hann Roy, þá ... Hún setti diskana hart frá sér á aluminiumskutlana. Hún sá að þau voru yfir Suður-Frakklandi, þar voru dimmir, undnir fjallgarðar og djúpir dalir á miili, og líkast og bændabýlin héngju i hliðunum. Næstu mínúturnar var mikið að gera í búrinu. Brytinn hitaði upp mat á rafmagnsofninum og Judith hreins- aði salat. Allt í einu hringdi síminn á þilinu. Judith svaraði. — Flugstjórinn hér, sagði röddin. — Það er bilun hérna hjá okkur, leki á olíugeyminum að hreyfii nr. 1. Það er engin iiætta á ferðum, en ég verð að stöðva hreyfilinn. Skiljið þér? — Já, flugstjóri, sagði Judith með öndina i hálsinum. — Gott. Farið og segið farþegunum frá þessu áður en ég stöðva hreyfil- inn. Segið þeim að þetta sé hættu- laust. Ég skal tala við þá á eftir, þegar ég liefi komið öllu í lag. Ég sný við til London. Tókuð þér eftir þessu? — Já, flugstjóri. Judith fann að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.