Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Undir stjörnum Parísar brúðarkjólsins núna. Hún þorði ekki að hugsa til þess að eiga innan skamms að standa and- spænis Mi'kael sem brúður — en brúðkaups- laust. Það átti að sýna svo marga aðra kjóla fyrst, og hún varð að halda áfram að vera róleg og brosndi og örugg. Lófaklappið varð ákafara og innilegra með hverjum nýjum kjól sem sýndur var. Það var sigureimur í loftinu. Stúlkurnar voru all- ar komnar í gott skap og gleymdu allri öf- und og smásmugusemi. Nú fór að nálgast sýningarlokin. Héloise hafði fengið dynjandi lófaklapp er hún sýndi sig í ævintýralegum samkvæmiskjól, sem aðallega var úr strútsfjöðrum. Þá var klapp- að svo ákaft að líklega hafði fögnuðurinn náð hámarki. Jafnvel brúðarkjóllinn mundi várla vekja svona mikla hrifningu, hugsaði Agn- eta með sér meðan hún beið og verið var að hagræða á henni brúðarkjólnum. 1 þessum svifum kom herra Florian sjálfur fram í fataskiptastofuna. Hann leit yfir sýni- stúlkurnar sínar eins og herstjóri í miðri orr- ustu. Hann, sem var sá eini sem hafði ástæðu til að vera uppnæmur, var sá eini sem virt- ist vera fulikomlega rólegur. Hann renndi augunum yfir allan hópinn, íhugandi og rann- sakandi en jafn ópersónulega og það hefði verið leikbrúður, sem hann var að skoða. Mjótt og höfðinglegt andlitið var fullt af eftirvæntingu, nasirnar titruðu eins og á veðreiðahesti sem er að taka sprettinn og hver taug og vöðvi var þanið. Munnurinn, sem sjaldan brosti nema háðslega, var kipr- aður saman. Nú rak hann augun í Agnetu og fór um- svifalaust til hennar. „Ég vil að þér séuð nákvæmlega eins og daginn sem þér prófuðuð kjóiinn í fyrsta skipti,“ sagði hann fljótmæltur. „Ekki um of hamingjusæl — ofurlítið feimin, hálf for- viða og eins og tárin væru að koma fram í augunum á yður. Hugsið þér yður, að mað- urinn sem þér ætluðuð að giftast sæti fyrir framan yður.“ „Hann gerir það,“ sagði Agneta ósjálfrátt. „Afsakið þér!“ Frakkinn starði efins á hana. „Ég á við,“ byrjaði hún og flýtti sér að koma með skýringu svo að hann skyldi ekki misskilja hana, „hann er meðal áhorfendanna, en með ungu stúlkunni, sem tók hann frá mér.“ Þegar hún sá að hann hvessti brún- irnar hélt hún áfram með ákefð: „Það gerir ekkert til. Ég er ekkert hrædd. Eg skal ekki ... baka yður vonbrigði." 1 En aldrei þessu vant hugsaði tískukóngur- inn nú ekki um sýningarstúlkuna, sem átti að bera besta grip sýningarinnar, heldur stúlkuna sjálfa, sem í hlut átti. „Veslingurinn," sagði hann lágt en með rödd sem var einkennilega sannfærandi. „Reynið að harka af yður aðeins fimm mín- útur enn. Hugsið ekki um manninn, sem gat hagað sér svona bjálfalega, en brosið eins og þér munuð einhvern tíma brosa við eftir- manni hans.“ Þá hló hún. Og hún varð hissa er hún fann að hún gat hlegið. Það var eins og hún hefði fengið styrk og innblástur frá manninum sem stóð fyrir framan hana. Sorgin og söknuðurinn hvarf henni eitt augnablik og gegnum dimm ský fortíðarinn- ar þóttist hún grilla í gullna framtíð og nýtt sólskin. Og þegar hún gekk fram fyrir áhorf- endurna var hún ung stúlka á leið inn í fram- tiðina, brúður sem gekk á móti brúðguma sínum og ljómi æsku og vona var kringum hana, og angurblítt sambland eftirvænting- ar og áhyggju út af framtíðinni. Þögn varð í salnum svo að heyra hefði mátt saumnál detta, en svo komu fagnaðar- lætin. Fól'k starði eins og töfrað og fjötrað á ungu stúlkuna í meistaraverki tískukóngs- ins, fólkið klappaði, hrópaði og stóð upp úr sætunum og teygði sig fram. En gegnum all- an hávaðann heyrði hún tvær raddir: „Þennan kjól vil ég fá!“ Það var Eva Alm. Og svo heyrðist rödd Mikaels, stutt og fast- mælt: „Kemur ekki til mála!“ Agneta naut sigursins — ekki aðeins allra fagnaðarlátanna heldur og hins, að hún gat enn haft áhrif á tilfinningar Mikaels. Svo sterk áhrif, að hann neitaði Evu um kjólinn af því að hann var nákominn Agnetu. Þetta var aðeins augnabliks fögnuður, en hún var ekki framar Agneta Malmfelt, sem lét gleð- ina stíga sér til höfuðs. Hún var sýningar- stúlkan Gabrielle og nú gekk hún hægt áfram og loks inn í fataskiptistofuna, þar sem herra Florian var fyrir og hrópaði: „Bravó, ung- frú góð! Þetta var vel af sér vikið!“ Svo flýtti hann sér framhjá henni til að taka móti ham- ingjaóskum gestanna. Frú Moisant leit sem snöggvast hýrlega til Agnetu, en eiginlega þóttist hún sjálf fyrst og fremst eiga heiðurinn af sýningunni. „Ég vissi alltaf að mér mundi ekki skjátl- ast,“ sagði hún drýgindalega. „Ég kaus rétt, þó að þér séuð ekki nema viðvaningur. Og fyrir bragðið tókst sýningin vel — það bjarg- aði henni. Hún var stórsigur.“ Og svo flýtti hún sér út til að tala við gestina. Hún hafði sigrað! Herra Florian hafði ekki orðið fyrir vonbrigðum af henni. I þreytunni fyrstu sekúndurnar á eftir gleymdi Agneta alveg að framtíð hennar hafði verið undir þessari sýningu komin. Það var ekki hún sjálf, sem hún var að hugsa um þegar hún stóð andspænis Mikael í brúðarkjólnum. Það var herra Florian, maðurinn sem hafði treyst henni og hafði gefið sér tíma til að tala við hana og hughreysta hana í öllu óðagotinu fyrir sýninguna. Það var eins og hann hefði miðlað henni af orku sinni. Frá hans hálfu var þetta varla annað en tilviljun, eða kannske til þess að sjá sýningunni borgið — en þessi vinsemd var henni ómetanleg, eins og á stóð, og hún mundi ekki gleyma henni alla sína ævi. Odetta var að fara í einn kjólinn í fata- skiptastofunni, til þess að sýna hann væntan- legum kaupanda, og Héloise sat nöldrandi. „Hvað gengur að Héloise?" spurði Agneta Odette. „Lófaklappið," sagði Odette áherslulaust. „Það var klappað afarmikið fyrir henni!“ sagði Agneta. „Það var klappað meira fyrir þér,“ svar- aði Odette. „Og það getur hún ekki þolað.“ Agneta fór að hugsa um hvort hún ætti að dirfast að hugga Héloise, en frú Moisant varð fyrri til. „Hvaða kjánaskapur er þetta!“ sagði hún glaðklakkalega við Héloise. „Verið þér ekki með þessa fýlu. Það á að Ijósmynda yður í númer sextíu og tvö — lakkrauðu dragtinni. Þér eruð heppin. Þér eruð sú fyrsta, sem ljósmynduð er. En flýtið þér yður nú, flýtið yður. Það má ekki láta bíða eftir sér.“ Orðin höfðu töfraáhrif á Héloise. Hún varð öll eitt bros löngu áður en frúin þagn- aði, og nú fór hún í rauðu dragtina. „Að vera ljósmynduð — það er raunveru- lega sönunin á því, að maður hafi vakið at- hygli,“ sagði hún við Agnetu. „Ég skil það,“ svaraði Agneta og fór að velta fyrir sér hvort Héloise ætlaðist til að hún færi að gráta. „Ég vona að þetta sé lit- mynd. Hörundið þitt fer svo dásamlega við rauða litinn.“ „Ojá,“ sagði Héloise og horfði lengi á Agn- etu til að rannsaka hvaða meining lægi bak við orð hennar. Tíminn leið fljótt og þegar klukkan var orðin sex var Agneta orðin svo þreytt að hún gat varla hangið uppi. Þá kom Héloise til hennar og sagði ofur smeðjulega: „Herrann þinn bíður með bíl fyrir utan,“ sagði hún. „Herrann ... Hver, sagðirðu?" „Laglegi maðurinn í annarri röð, sem brosti til þín,“ sagði Héloise, sem auðsjáan- lega vissi vel hvað öðrum leið. „Hvað ertu að segja?“ Agneta reyndi að tala rólega, en hún fann að hún fölnaði. Hann beið eftir henni! Mikael beið eftir henni, eins og trúlofun þeirra hefði aldrei slitnað. Ein- hverra hluta vegna hafði honum fundist að hann mætti til að sjá hana aftur, tala við hana — jafnvel þó að það yrði í síðasta skipti. Hún varð uppvæg og tryltl af gleði og gripin barnslegri forvitni. Hún flýtti sér að fara í fötin sín, sem voru svo undur lítilmótleg eftir alla fallegu bún- ingana, sem hún hafði verið í síðustu klukku- timana, og bjóst sem hraðast til burtferðar. Á síðustu stundu kom Florian sjálfur inn í fataskiptastofuna, og i nokkrar hræðilegar sekúndur hélt Agneta að skipunarorð hans „Ungfrú Gabrielle" mundu tefja hana svo lengi að Mikael yrði leiður á að bíða. En er- indið var auðsjáanlega ekki annað en að gefa heni uppbót á þau fáu lofsyrði, sem hann hafði sagt um hana eftir sýninguna. „Þetta fór vel, Gabrielle, og ég þakka yður fyrir þann hlut, sem þér áttuð í úrslitunum,“ sagði hann og brosti rétt sem snöggvast. „Þér áttuð þátt i því að sýningin gerði lukku, en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.