Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.03.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Dr. Václav Smetácek tékkneski hljómsveitarstjórinn, sem verið hefir gestur Sinfóníuhljóm- sveitar íslands undanfariS, er fædd- ur í Brno 1900, og nýtur mikils álits í heimalandi sínu, ekki aðeins fyrir hljómsveitarstjórn, heldur einnig fyr- ir óbóleik og tónsmíðar sínar. Hann slundaSi nám i heimspekideild Karls- háskólans í Prag og lauk haSan dokt- orsprófi. .Tafnframt lagSi hann stund á óbóleik í Tónlistarháskólanum í borginni og lærSi tónsmíSi og hljóm- sveitarstjórn. Hann var í mörg ár óbóleikari í hinum víSkunna hlásara- kvintell frá Prag. Frá 1943 hefir hann verið stjórnandi Borgarhljóm- sveitarinnar í Prag, en hún er talin fremsta hljómsveit landsins, næst tckknesku Fílharmoniuhljómsveitinni. Jofnframt kennir hann hljómsveitar- stjórn við tónlistarliáskóla borgar- innar. Dr. Smetácek er frábær hljóm- sveitarstjóri og hefir stjórnað hljóm- sveitum víða um Evrópu. Hann hefir með hljómsveit sinni leikið á hljóm- plötur ekki færri en 200 tónverk. Hann hefir stjórnað liér Sinfóníu- Ai' íbúum jarðarinnar teljast um 092 milljónir kristnir, eða rúmlega fjórði hver jarðarbúi. Innan kristn- innar eru rómversk-kaþólskir flestir, eða 324 milljónir, þá mótmælendur, 200 milljónir, og grisk-kaþólskir kringum 150 milljónir. Af mótmæl- endum eru flestir lúterstrúar, eða 08 milljónir, þar af 37 milljónir i Þýskalandi og 18 milljónir á Norður- löndum, svo að ekki eru nema 18 milljónir lúterskir í öllum heiminum, utan þessara landa. í Bandaríkjunum eru aðeins 0 milljónir lúterstrúar. Þar eru rómversk-kaþólskir stærsta kirkjufélagið, en bæði baptistar og meþódistar eru fjölmennari en lúters- trúarmenn. Innan mótmælenda eru presbyterianar, eða Calvintrúarmenn fjölmennastir, næst eftir lúterstriiar- hijómsveit íslands á tvennum hljóm- leikum. Á þeim fyrri voru eingöngu leikin tékknesk lög, en á þeim siðari tónsmíðar eftir Mozart og Beethoven. ÞaS hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir vöxt og viðgang okkar ungu hljómsveitar að vera þjálfuð af slík- um mönnum, en dr. Smetácek er ekki nema einn af mörgum nafnkunnum hljómsveitarstjórum, scm fengnir hafa verið hingað til að stjórna henni. Hinir eru Jalas frá Finnlandi, Kjelland frá Noregi, Ilillebrandt og Sohleunig frá Þýskalandi, Katschuri- an frá Sovjetrikjunum, Eugen Goossen og Warwick Braitwaite frá Bretlandi. Meðal þessara manna eru heimsfræg nöfn, eins og Katschurian, sem er með merkustu tónskálduin Sovjet- ríkjanna, og Eugen Goossen er með frægustu hljómsveitarstjórum lieims- ins. Hinir eru allir þekktir langt út fyrir ættlönd sín. Ekki má heldur gleyma okkar innlendu kröftum, eins og dr. Páli ísólfssyni, Róbert Abra- ham, dr. Urbancic o. f 1., sem stjórnað hafa hljómsveitinni margoft við góð- an orðstír. * mönnum, en anglikanska — eða cnska þjóðkirkjan kemur í þriðja sæti. Meþódistakirkjan byggist á vakningar- starfsemi Johns Wesley á 18. öld og liefir 40—50 milljón áhangendur, að- allega i Bandaríkjunum, en baptista- kirkjan telur um 18 milljón áhang- endur og er fjölmennasta kirkjufélag Bandaríkjanna, innan mótmælenda. Minnsta píanó í heimi vegur 3(5 kiló og kcmst fyrir i póstkofforti. ÞaS er smiSað af Wurlitzer Co. i Illinois og eru pípur i þvi i stað strengja. Þegar hamarinn snertir píp- una er tónninn styrktur með raf- straumi en ekki hljómbotni úr tré, eins og á venjulegum pianóum. Al- gcngustu stofupíanó vega 450 kíló og litil „taffelpíanó“ kringuin 180 kíló. Naustið opnar nýjan bar Páll Arnljótsson yfirþjónn að starfi. VeitingahúsiS Naust opnaði nýlega rúmgóðan og vistlegan bar — eða vin- slúku — uppi á loftinu, sem borið hefir nafniS Súðin. Ýmsar breytingar liafa jafnframt verið gerðar á saln- um. GólfiS er lagt teppum út i horn, sófar nieSfram veggjum og lýsing mjög þægileg og smekkleg. Sveinn Kjarval gerði teikningar að þessum breytingum, en húsgagnasmiðirnir Stefán Rafn og Jónas Hallgrímsson önnuðust smíðarnar. ForstöSumenn Naustsins létu þess gclið, að það hefði einkúm verið haft i huga við staðsetningu barsins, aS fólk gæti hitst þar til að rabba sam- an yfir glasi fjarri ysnum og þysnum í sjálfum veitinga- og danssalnum. Virðist þetta mjög vel ráðið og lík- legt til að ná vinsældum. Fram- kvæmdastjóri Naustsins er Ilalldór Gröndal. * Gætuð þið hugsað ykkur að eiga heima í húsi, þar sem allt er úr mósaik, bæði húsgögn, gólf, skrautmunir o. f 1.? Raymond Issodore, scm býr í Chartres í Frakklandi gæti ekki hugsað sér daglegt umhverfi öðruvísi. Á síðustu 27 órum hefir hann safnað meira en 3 milljónum postulínsbrota, sem hann hefir notað á þennan frumlega hátt. Skreytingin er ekki eingöngu innanhúss, heldur einnig að utan og í garðinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.