Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Fyrir enda veitingasalarins er stórt og rúmgott leiksvið. Cido siærsti vdtingasalur landsins Tekið er til starfa liér í bænum veitingaliúsið Lido, en í því er stærsti veitingasalur á landinu, tekur 450 manns í sæti. Lido er í sama húsi og Austurver á horni Miklubrautar og StakkahlíSar. Þegai húsið var opnað bauð eig- andinn Þorvaldur Guðmundsson þang- að nokkrum gestum, og sagði m. a. við það tækifæri: „Mörgum kann svo að finnast, að borið sé í bakafullan lækinn að opna þriðja veitingahúsið hér i borg á þessum vetri, en við nánari athugun held ég, að flestir geti orðið sammála um að i okkar ört vaxandi borg sé rúm fyrir þau öll til viðbótar við þau, sem fyrir voru. Veitingastarfsemi hef- ir fleygt ört fram á undanförnum ár- um hér i borg og mun veitingastaður sá, sem hér verður starfræktur kapp- kosta að veita svo góða þjónustu sem á verður kosið og samanburð getur staðist við kröfur þær, sem gerðar eru meðal menningarþjóða. Þegar hugleitt er hvers konar fyrir- komulag ríkir í veitingamálum hér á landi i dag má segja að einkum sé um tvenns konar fyrirkomulag að ræða í rekstri veitingastaða. Annars vegar eru þeir veitingastaðir sem eigi hafa vínveitingar á boðstólum, þeir hafa heimild til þess að liafa opið til klukkan eitt eftir miðnætti alla daga nema laugardaga, en þá til klukkan tvö. Hins vegar eru veitingastaðir, sem leitast við að liafa á boðstólum fullkomnar veitingar, bæði hvað snertir mat og drykk, en eigi er heimilt fyrir gesti að dve.lja lengur en til klukkan ellefu og hálf að kvöldi, þar sem reglur mæla svo fyrir um. Er hér um óskiljanlegt misræmi að ræða og hljóta allir að skilja að slikt fyrirkomulag í veitingamálum getur eigi staðist til frambúðar." Lido nmn verða opið öll kvöld frá kh 7—11.30, nema þegar liúsið er leigt félagssamtökum, og mun hafa á boð- stólnum fjölbreytta rétti ala carte, auk matseðils kvöldsins. Ennfremur mun félagssamtökum gefinn kostur á að fá afnot hússins fyrir samkvæmi og hafa nokluir þeg- ar ákveðið hóf i vetur og var liið fyrsta þeirra s.l. laugardag er Stang- veiðifélag Reykjavíkur hélt þar 20 ára afmæli sitt. Þá mun framhaldsskólum verða gef- inn kostur á að fá afnot hússins fyrir skemmtanir sínar, en eigi mun þá leyfðar vínveitingar. Loks er hægt á hinu stóra leiksviði að hafa leiksýningar og kabarett- sýningar. IIús þetta er reist af Vegg h.f. og var þegar i upphafi gert ráð fyrir því að þar yrði starfræktur veitinga- staður. Tókust samningar milli Þor- valdar Guðmundssonar og félagsins um kaup húsnæðisins og var hafist handa um innréttingu í júlímán- uði s. 1. Auk veitingasalar eru á efri hæð liússins búningsherbergi fyrir leikara og bítibúr, en eldhús og matvæla- geymslur eru í kjallara. Innréttingar allar eru unnar af ís- lenskum iðnfyrirtækjum og iðnaðar- mönnum og bera glæsilegan vott hæfni þeirra og smekkvísi. Skarphéð- inn Jóhannsson, húsameistari, teikn- aði húsið og eru teikningarnar allar af innréttingu þess unnar á teikni- stofu hans, en Þórólfur Jónsson, trésmiðameistari, liafði yfirumsjón með daglegri verkframkvæmd við bygginguna. Framkvæmdastjóri Lido er Konráð Guðmundsson, sem um árabil hefir verið bryti á skipum Eimskipafélags íslands, yfirmatsveinn Halldór Vil- lijálmsson, sem undanfarið liefir verið matsveinn í Leikhúskjallaranum og yfirþjónn Valur Jónsson, sem verið hefir þjónn i Leikhúskjallaranum. Neo-kvintettinn undir stjórn Krist- ins Vilhelmssonar mun leika fyrir dansi. Segja má að fulllokið sé allri smíði hússins. Þó er eftir að setja glugga í skála, en þeir voru eigi komnir til landsins i tæka tið, en eru væntan- legir innan tíðar. Listamennirnir Ásmundur Sveins- son og Jón Engilberts vinna nú að listaverkum sem skreyta eiga skála, og er það vissa mín að þau verði til yndis og ánægju gestum Lido. JÓHANNES XII. ólst upp í koti. I elleftu atrennu tókst rúmum 50 kardínálum að kjósa eftirmann Píus- ar XII. Klukkan 17.10 þriðjudaginn 28. okt. gaus loks hvítur reykur upp úr strompinum á Sixtínsku kapell- unni, eftir að svartur reykur hafði sést tíu sinnum. Þess má geta að nokk- ur mistölc urðu í fyrsta og síðasta skiptið, sem atkvæðaseðlum karínál- anna var brennt: i fyrstu atrennu kom fyrst hvítur reykur, svo að fólk hélt að páfinn væri kosinn, og síðast kom svartur reykur á undan þeim hvita. Nýi páfinn er 7(5 ára, sá elsti sem kosinn liefir verið í 209 ár. Hann hét Angelo Giuseppi Roncalli og var patríark í Venezia. Roncalli var aldrei meðal hinna frægustu kardínála, þótt langan starfs Framhald á bls. 14. Þessi skemmtilega mynd var tekin á grímudansleik barna hér í Reykjavík á öskudaginn. Þau klæddust þá ýmsum afkáralegum búningum, og þar var kátt á hjalla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.