Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Side 6

Fálkinn - 20.02.1959, Side 6
6 FÁLKINN ATOM-KAFBÁT Sifcling kafbátsins „Nautilus“ úr Berlingshafi yfir NorSurpólinn undir ísbreiðu norðurhvelsins, er merkasti tæknilegi atburður síð asta árs. — Hér birtist frásögn skipstjórans sjálfs, WILLIAMS R. ANDERSONS af þessu einstæða ferðalagi, sem er upphaf nýs þátt- ar í siglingasögunni. Lýkur frásögninni með því, að kopti tekur Anderson úr kafbátnum skammt fyrir vestan ísland og flýgur með hann til Keflavíkur. UNDIR NORÐUR-ÍSA FRAMSÝNIR MENN. Það er erfitt að segja hvenær þessi saga byrjaði. En þaS var Jöngu áður en kjölurinn var lagður að „Nautil- us“. Mennirnir sem áttu hugmyndina og komu henni fram — Rickover aðmiráll, Lou Roddis, Jim Dunford og Ray Dick — höfðu lengi gengið með kafbátsferð undir norðurísa í maganum. Þeir skrifuðu fyrir mörgum árum að með atómknúðum kafbátum mundu Bandaríkin geta ráðið yfir hinu stóra hafi, sem er lokað þeim skipum, er sigla á yfirborði hafsins. Þeir spáðu nýrri norðvestursjóleið fyrir atómknúða kafbáta og benti á að Noröurísliafið væri tilkjörinn leik- vangur atóm-kafbáta, sem hefðu stjórnanleg tundurskeyti innanborðs. En þegar stofna skal til nýrrar grein- ar vopna líöur langur tími frá því hugmyndin verður til, þangaö til hún er komin i framkvæmd. Fyrstu tvö árin eftir að „Nautilus“ var smíðaður, og hann var i sífellu að setja eitt metið öðru betra, lang- aði fyrsta stjórnanda skipsins, Eugene P. Wilkinson mikið til að reyna að sigla undir norðurísinn. En Nautilus“ hafði svo mörgu að sinna, að eigi gafst tími til að leggja í það ævintýr. Eigi að síður vann fámennur hópur sjóliðsforingja að undirbúningi slíkr- ar ferðar i Pentagon — lnisi hermála- ráðuneytisins. Það lenti á mér að stjórna „Naut- ilus“ i fyrstu stuttu reysnluferðinni undir ísinn, í ágúst 1957. Við höfðum ratsjá, sem gat gefið okkur mynd af isnum yfir okkur, og við lögðum inn undir ísinn í hafinu milli íslands og Grænlands. í þrem ferðum fórum við samtals 2.200 km. á hálfum sjötta sól- arliring, og komumst lengst i 290 km fjarlægð frá pólnum. í þessum ferð- um lærðum við margt um ísinn, hafs- botninn og hve erfitt er að athafna sig undir ísbreiðunni. En gíróátta- vitinn okkar bilaði og við urðum að hætta frekari tilraunum um sinn. Mánuði eftir að við komum lieim flaug ég til Washington til að gefa sióliðsforingjum skýrslu um hvað við heföum lært, og hvað við ættum ó- lært. í Pentagon hitti ég af tilviljun flotamálafulltrúa forsetans, Peter Aurand kaptein. Hann bað mig um að koma i Hvíta húsið og segja nokkrum ráðunautum forsetans frá ferðalaginu. Þegar ég hafði lokiö skýrslu minni bar James Hagerty blaðafulltrúi fram spurningu, sem margir voru eflaust að velta fyrir sér: — Er mögulegt fyrir „Nautilus“ að komast undir ís- inn milli Kyrrahafs og Atlantshafs? — Já, svaraði ég. Þó „Nautilus" hefði orðið fyrir erfiöleikum í fyrstu ferðinni undir ís- inn, var ég sannfærður um að með nýjum gíróskóp-áttavita, fleiri mæli- tækjum og vönduðum undirbúningi væri þetta hægt. ÁRÍÐANDI LEYNDARMÁL! Þegar ég fór úr Hvíta húsinu brosti bæði Aurand og Hagerty. Háttsettir foringjar i Pentagon fóru að hugsa eins og Hagerty og létu hefja ýmsar rannsóknir. Skömmu síðar stakk Burka aðmíráll upp á því við Eisenho'wer, að „Nautilus" yrði gerður út í leið- angur næsta sumar. Forsetinn var hrifinn af uppástung- unni. Hann gat ekki gleymt henni. Eg er sannfærður um að það er áhuga hans að þakka að ferðin tókst svona vel. Meiri leynd var höfð á þessu máli en nokkru öðru, hin síðari ár. Ástæð- an var sú, að ef „Nautilus" færi um Beringssund varð hann að fara all- nærri starfssvæði rússneskra kafbáta, svo að liugsanlegt var að þá kæmi lil árekstra. Og svo fannst líka öll- um réttara að far ferðina fyrst, og tala heldur um liana á eftir. Enda urðu það ekki nema fáir menn í allri rikisstjórninni, sem vissu um einstök atriði áætlunarinnar fyrirfram. í janúar fékk ég kynlega símahring- ingu frá Pentagon. Mér var sagt að erindið væri þannig, að ekki væri hægt að tala um það í síma. En ég ætti að hitta L. R. Daspit kontra- aðmírál, sem hafði yfir að segja kaf- bátavörnunum í flotamálastjórninni. Þegar ég hoppaði upp í næturlestina til Washington hugsaði ég með mér: „Hvað skyldi ég hafa gert fyrir mér?“ í Pentagon hitti ég Frank Walkner kaptein og Duke Bayne flotaforingja. Við flýttum okkur til Daspits aðmir- áls. Hann bað ritara sinn að fara út og lokaði dyrunum. Við settumst. Hann leit á mig og sagði: -— Anderson, hvernig líst yð- ur á að fara með „Nautilus“ yfir norðurpólinn? Svo sagði hann mér frá tillögu Burkes aðmíráls og að Eisenhower hefði mikinn áhuga á að koma lienni fram. ÞAD VAR HÆGT ... Þó að ég vissi ekki um að áætlun hafði verið gerð um þessa ferð, hafði ég samt athugað aðstæðurnar ítarlega. Ég var ekki í vafa um, að „Nautilus" gæti komist undir ísinn á hafinu milli íslands og Grænlands. Mér var lika ljóst að mestu erfiðleikarnir voru hinu megin — í Beringssundi og Chukchisjó, liafsins milli sundsins og íshafsins. Þessu svæði má Hkja við stóra trekt, með stútinn — Beringssundiö — vit- andi í suður. Þarna er ísinn miklu óútreiknanlegri og hættulegri en Grænlandsmegin. Hann rekur suður- eftir trektinni, þ. e. meðfram strönd- um Alaska og Siberíu — og hrannast saman í stútnum. Þar hleðst Iiann upp og verður miklu þykkari en is- inn við Grænland. Þegar hitnar í veðri og hvessir brotna gífurlega stór- .•.y.w.y.y* •• .v.v ..- •* *M^*t-l1*** ir jakar við ströndina og þá rekur út á opið haft i Chukchisjó. Þessir jakar, sem ganga mjög djúpt, eru stórliættu- legir kafbátum, sem eru í kafi. Og svo bætist það ofan á að þarna er mjög grunnt — að meðaltali aðeins 37 metrar, sem er alltof litið dýpi fyrir venjulegan kafbát. Rekist mað ur á jakalirannir á þessum slóðum cr kafbátunum ef til vill ókleift að kom- ast undir þær eða kringum þær. Það er mjög hættulegt að fara krókaleiðir gegnum ísinn til að finna djúpa ála, sem ná norður í sjálft hafið. Spurningin var þá: Getur kafbátur komist yfir þessa torfæru ef hann lendir i misjöfnu veðri eða ef skekkj- ur verða á mælitækjunum? Meðan ég sat þarna andspænis Daspit aðmírál ímyndaði ég mér í huganum að ég væri um borð í „Nautilus“ i ókunnu •• ' ■•'+*** • • >*•■< „Nautil,us“ siglir inn til Néw York cftir íshafsferðina. hafi og mældi dýpið til botns og hæð- ina upp að ísnum. Þetta mundi verða líkt og þegar strákur smýgur gegnum gaddavirsgirðingu. Aðeins sá munur- inn að „Nautilus" var ekkert peð — en langur eins og aðalgata milli þver- gatna og vóg 4000 lestir þegar hann var í kafi! , Jú, jietta var liægt. Ég var viss um það. Og það sagði ég. Fleiri fundir voru haldnir. Dr. Waldo Lyon — sérfræðingur ráðu- neytisins í norðurhjaramálum — hafði farið tiu ferðir undir is í venju- legum kafbátum og tekið þátt í leið- angrinum 1957. Nú var hann kvaddur til Washington. Hann var sammála mér um, að tilraunin væri gerð frá Kyrrahafi til Atlantshafs. Við ættum að hafa erfiðasta kaflann fyrst. Hvorki nú eða síðar gætum við verið algerlega vissir um að komast norður áfram alla leið. Ef ísinn reyndist mjög hættulegur yrSum við að breyta áætluninni. Nú voru pöntuð ný tæki, sérstaklega næmari ratsjár en þær eldri. Allir voru sammála um að hagfelldast væri að leggja i förina sem fyrst i júní — ef ísinn leyfði. Við gátum byrjað á öllum undirbúningi, en Burke áskildi sér að ákveða farardaginn — við átt- um að fá skipunina um að leggja af stað — með tveggja daga fyrirvara. ALLA VARÐ AÐ BLEKKJA ... Til þess að villa sjónir á þeim hluta undirbúningsins, sem ekki var hægt að halda leyndum, féllst Burke á að gera „gabb-áætlun“: Flotamálastjórn- ir tilkynnti að atóm-kafbátarnir „Nautilus", „Skate“ og „Halfbeak" ættu að hafa æfingar í norðurhöfum um sumarið. Nánari skýringar voru ekki gefnar. Áhöld til siglinga undir ísum voru sett i skipið, svo að „Naut- ilus“ gæti lagt í ishafsförina ef svo bæri undir. En sjálfur leiðangurinn, sem hlaut nafnið „Operation Suns- hine“ var algert leyndarmál þangað til farið var af .stað. Fyrsta verk okkar var að setja upp „inertian navigator“ í kafbátinn. Það var gert i Groton, Connecticut, fyrir miðjan apríl. Sérfræðingarnir unnu í laumi og kepptust við. Fyrst jtegar ég sá alla viraflækjuna hjá þeim, hugs- aði ég sem svo: „Þétta verður aldrei að gagnil“ en þar skjátlaðist mér. Þegar „inertial-navigatorinn“ var prófaður gekk hann eins og klukka, og gat alltaf sagt okkur til livar við værum staddir. Þegar kaupskipin eignast þetta tæki verður alger bylting í allri sigl- ingatækni. Og þetta verður ómissandi tæki kafbátum okkar undir ísum — því að vilji maður láta fjarstýrða sprengju liitta markið, verður að á- kveða nákæmlega staðinn, sem skotiö er frá. Fyrsta viðfangsefni okkar var að geta fundið einhverja átyllu til ferð- arinnar í Kyrrahaf. Burka aðmíráll tilkynti að „Nautilus“ yrði látinn fara til vesturstrandarinnar til þess að kynna varnarliðinu gegn kafbátum hvernig atómknúin skip störfuðu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.