Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 EYÐIMERKURFERÐ. — Nú fljúga þeir yfir Atlantshaf á 7—8 tímum og þrælast á bílum yfir Sahara, en þó eru frumstæðustu farartækin enn í fullu gildi sums staðar. — Þessi fallega mynd af langri úlfaldalest, sem fetar sig áfram yfir foksanda, er tekin í Chungwei-eyðimörkinni í Suður-Kína. Primadonna í Peking í Kína cru söngleikir mjög frá- brugðnir .því sem er á vesturlöndum. Til þess aS komast að óperunni þarf ekki aðeins að kunna að syngja og segja fram, heldur þarf líka að læra sérstaka tegund látbragðslistar og — fimleika. í óperuskólunum í Peking — þeir eru tveir — verða hinir 800 nemendur að iðka leikfimi marga klukkutíma á dag. Og þeir verða að stunda námið i 10—15 ár, ef þeir mega búast við að verða viðurkenndir í listinni. Þá er líka lögð mikil áhersla á að leikarinn kunni að „sminka“ sig. Það cru 1400 mismunandi andlitsgerðir, sem nota skal, eftir þvi hvers eðlis lilutverkið er. Svarti liturinn táknar hreinleika og göfgi, rautt er litur hetjunnar, hvítt litur lævisinnar. Und- ireins og leikarinn kemur inn á sviðið veit áhorfandinn hvers konar persóna liann er. Hann þekkir hann á litnum. Útlendingar eiga bágt með að skilja lón kínversku leikaranna. Hver hreyf- Skyldi koniið i þessar hafnir: Balboa, Panama, San Diego, San Francisco og Seattle. Þann 8. júní, sagði hann, átti kafbáturinn svo að sigla frá Seattle neðansjávar í 20 sólarhringa áleiðis til austurstrandarinnar aftur. Þannig gátum við neitað öllum um skipsrúm, sem vildu fá að koma nieð okkur. Yið, sögðum að það væri ekki hægt vegna súrefnisskorts. Framhald í næsta blaði. ing á að túlka ákveðna tilfinningu eða hugsun. Sýningin verkar fyrst á laugarnar, siðan á liugann. Primadonnan i Peking-óperunni er ungfrú Tu-Cliing-Fang. Hún hefir leikið með kínverskum flokki i Sviss, Frakklandi og Italíu. Og aðallega leik ið sama hlutverkið i tíu ár. Hún sýn- ir ástmey, sem segir élskhuga sínum að óvinir lians séu að koma og ætli að drepa hann. Hún skorar á hann að berjast til úrslita. Næst segir hún honum að hún eigi barn i vonum. En áður en hún fyrirfer sér — áhorfand- inn ætlast til að hún geri það — dans- ar hún sverðdansinn. Þessi sýning stendur marga klukkutíma og er leik- ið undir á simbal og ein-strengs fiðl- ur. Þar sem leikurinn er áhrifamest- ur er söngur kvenhetjunnar eins kon- ar mjálm, og þá sleppir fólkið sér af hrifningu. Tu-Ching-Fang var 10 ára er hún lék þetta hlutverk fyrst. Hún hefir verið með annan fótinn i lcikhúsinu frá bernsku, livi að faðir hennar var leiksviðsstjóri. Lærði hún þá mörg klassisk hlutverk, sem hún getur leik- ið hvenær sem vera skal, án nokkurs undirbúnings. Hún hefir erfiðan vinnudag, eins og félagar hennar. Hún leikur á hverju kvöldi, og oft verður hún að ferðast og hafa aukasýningar fyrir bændafólk og námumenn. Og þegar lnin er í Peking verður hún að kenna óperuskólanum, án sérstakrar borgunar. Tu-Ching-Fang byrjar daginn Úr Alflfállllt) JARTEIN ÞORLÁKS BISKUPS HELGA. Þó aldrei tækist að fá páfann til að taka Þorlák Þórhallsson í helgra manna tölu, var átrúnaður mikill á kraftaverk hans, eigi aðeins á íslandi heldur og á Norðurlöndum og víðar um Evrópu. Og þau eru ekki fá undr- in, sem fólk trúði að gerst hefðu fyrir hans tilverknað. Jarteinabækur lians þrjár, sem taka yfir nær hundrað blaðsíður í hinni nýju útgáfu af Biskupasögum, innihalda kringum hundrað jarteinasögur, svo að margir hafa orðið dýrlingar fyrir minna. Hér verða birt nokkur sýnishorn af jiess- um kraftaverkasögum. ÞEGAR HOLTSÓS STÍFLAÐIST. Grimur hét einu mikils háttar bóndi og vel fjáreigandi. Hann bjó í Holti undir Éyjafjöllum. Þar varð sá at- bur.ðr, al vatn þat, er Holtavatn heitir, stemmdi upp, sem stundum er vant, en þar stóðu hey mikil at vatnsströnd- inni, ok horfði þat til mikils skaða mörgum manni, ef eigi næði heyjun- klukkan tíu með því að æfa leikfimi og syngja, hljóða og mjálma. Frá kl. 13—17 æfir hún nemendur. Svo fer hún að mála sig undir kvöldið, og það er vandaverk og tekur ekki minna en tvo tíma. Klukkan 19.30 liefst svo sýningin og henni lýkur ckki fyrr en undir miðnætti. Og nú loks getur Inin um frjálst liöfuð strokið. Oftast býður hún vin- um sinum til sin i miðnæturverð. Hún býr i stóru húsi, sem ríkið leigir lienni með góðum kjörum, því að hún borgar aðeins 5 yuans i leigu um mán- uðinn. En hún fær 900 yuans i mán- aðarkaup, og er það rausnarlegt, ekki sist vegna þess að hún þarf ekki að borga skatt og ekki tillag til fag- félagsins. En fag-félagið annast hins vegar um hana ef hún verður veik, og borgar henni fjölskylduframlag ef hún giftist, og sér henni fyrir lieiðar- legri útför ef hún Iirekkur upp af meðan hún heldur vinsældum. Listamenn og visindamenn eru dek- urbörn rauðu stjórnarinnar. Þeir skipa nú þann sess, sem mandarin- arnir höfðu áður. En í staðinn verða þeir að lcggja fram alla sina krafta til opinberrar þjónustu. Þeir eiga að ala upp þjóðina, og þcir ciga að skemmta gestum i opinbcrum veisl- um og aðstoða á stjórnmálafundum. Þeir eru látnir undirskrifa hólgrein- ar um ríkisstjórnina, sem birtar eru i blöðuntim. Þeir verða að vera þjónar sljórnarvaldanna og haga sér eftir þeirra skapi. En þeir fá það líka vel borgað — ef þeir eru svo heppnir að liafa náð lýðhylli. —0— um. Siðan reið fyrrnefndur bóndi at sjá, hversu torsótt mundi vera at grafa út ósinn. En er hann kom þar, þá var eiðit fertugt föðmum at mæla. Lá ]já á it mesta fárviðri, og var þess ván, at á hverri stundu mundi við auka. Reið hann heim ok sagði konu sinni og öðrum mönnum, hversu tor- sótt mundi ósinn út at grafa. Hétu þau hjónin þá á inn sæla Þorlák bisk- up, at hann skyldi árna þeim við guð meiri miskunnar ok vægðar um sinn skaða en þá þótti til horfa. Annan dag eftir fór hann með húskarla sína, ok ' einn nágranni hans með lionum og húskarlar hans. Þeir höfðu allir graf- tól með sér ok ætluðu að moka þann dag allan, sem þeir mætti. En er þeir komu til óssins, þá var hann út brot- inn, ok fell út vatnið, ok stóðu heyin i friði ok á þurru landi. En sá at- burður var svá mjök í gegn vanda þeim, er þar er á, at þeim þótti trautt, at á einum degi myndi verða út mok- aður ósinn, þótt fjöldi manna væri at. Urðu þeir fegnir þessi jartegn ok þökkuðu guði almáttkum ok sælum dýrlingi hans, Þorláki byskupi, ok sagði Grimur sjálfur þessa jartegn Páli biskupi, og virðu allir mikils þessa jartegn, þeir er frá heyrðu sagt. VÍGÐ HOFSKIRKJA. Á bæ þeim, er at Hofi heitir, var kirkja vígð þetta sumar. En þann dag, er Páll byskup skyldi þar koma, var á lirota mikil, svá at stökk saurr af jörðu. En sá, er það bjó, átti ván til sin margra gesta ok vandamanna, en þar var ekki svá öruggur húsakostur, at ekki þætti þar beinaspell mundu verða at húsadropum ok fatameiðing, ef ekki létti vátviðri þvi mikla, er á var. En at miðjum degi þess dags fór hann búandinn til kirkju ok kona hans, ok var þá hrota á sem mest, ok þótti óvænt til upplétta. Þau hjón hétu siðan á inn sæla Þorlák byskup, að veðrið skyldi þorrna, ok hétu því, ef þau mætti ráða, at hinum sæla Þorláki byskupi skyldi helga þá kirkju með guði og helgum mönnum, ei veðrið þorrnaði at nóni dags og ekki siðar. En veðrið þorrnaði jafnt at ákveðinni stundu, ok var sú kirkja vígð fyrst lil glorie inum sæla Þorláki. Ok þótti hverjum manni kynligt, þar sem staddr var, er þat var allt á einni stundu, er hrota var sem mest og allt loft a!])jokkt, ok þat, er skafheið var ok sólskin ok kom ekki regnsdropi ofan á þeim aftni. Ok gaf svá veðr at því boði öllu sem þeir mundu kjósa, er þá veizlu veittu. Þá þótti hyggnum mönnum, þeir eru úti váru þann dag, þegar víst, at jartegnum mumJi gegna, er svá brátt skipaðist, ok felldu allir menn svá mikinn ástarhug til ins sæla Þorláks byskups, at allir vildu helga láta honum með guði kirkjur eða bænahús, þeir er gera létu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.