Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 inn, ef mér leiðist. Er það ekki rétt, Peter? — Hvernig ætti ég að vita það, sagði hann ólundarlega. — Aldrei hefirðu sofnað þegar ég hefi verið með þér. Þú hefir bara látið eins og þú værir syfjuð. Amy tók undir hlátur hinna, en Elisabeth sá hörkunni bregða fyrir í augum hennar. Amy sneri sér að Julian og sagði: — Úr því að þér hafið ekki hugsað fyrir draug eða einhverju álíka óvæntu, skal ég láta yður bregða við. Þér haldið að ég sé Elisabeth Mayne, er það ekki, Julian? Það fór titringur um Elisabeth alla og hún roðnaði í kinnum. Amy skellihló. — Ég vissi að þér munduð trúa mér, því að Elisabeth hæfir svo vel að vera landstjóradóttir. En hún er nú Elisabeth samt. Nú varð stutt þögn. — Peter Gilmer- ing getur vottað að ég er Amy Penlan. Elisabeth fannst eftir á að allt hefði komist á ringulreið. Hún varð miðdepill í allsherjar uppnámi. Mclver læknir tók í höndina á henni og fullvissari hana um, að hún hefði leikið á hann til fullnustu. Sands sagði skjálfandi: — Þetta var sannarlega óvænt. Þið hafið svei mér verið hugvitssamar, ungu stúlkurnar. Og einn af ungu mönnunum játaði hreinskiln- islega, að hann mundi aldrei hafa dirfst að tala við Elisabeth eins og hann hafði talað við Amy stundum — jafnyel ekki eftir að sannleikurinn var kominn í ljós. Loks heyrðist róleg rödd Julians gegnum allan hávaðann: — Hver var tilgangurinn með því að villa á ykkur heimildir? Hvar er fyndnin í því? Ef sannleikurinn álpaðist út úr Amy mundi vera úti um allt, hugsaði Elisabeth með sér. En Amy var auðsjáanlega ánægð með upp- námið sem hún hafði valdið. Hún hló. — Pabbi var ekki heima og okkur fannst ágætt tækifæri til að gera að gamni okkar. Svo bætti hún sakleysislega við: — Hér er enginn, sem tekur sér þetta nærri, er það? Við höfum vonandi ekki gert neinum mein með þessu, eða hvað? Hún fékk svarið, sem hún beið eftir — kór af fagnaðarópum og þakklæti fyrir það sem lífgar upp tilveru hvítra manna í hita- beltislöndunum. Peter hafði haldið sig nærri Elisabeth. Undir eins og hljómsveitin fór að leika fyrir dansinum aftur, tók hann i handlegg henni og fór með hana út í garðinn. Hann gekk við hliðina á henni með hendurnar í buxnavös- unum og var þungbúinn á svipinn. — Ég fæ að heyra þetta á morgun, sagði hann. — Eg verð líklega dreginn inn á skrif- stofuna og látinn gefa skýrslu. Elisabeth, þú lofaðir að tala við Julian Stanville um þetta. Viltu tala við hann fyrst — áður en hann talar við mig? Þraut — Ég skal reyna að komast að hvernig liggur í honum, sagði hún hægt. — Eg vona að hann taki þessu ekki mjög alvarlega. — Þú heyrðir röddina í honum. Hún var hörð eins og stál og ég er nokkurn veginn viss um að hann hefir horn í síðu minni. Hann getur ekki sagt neitt stórt við þig eða Amy, en hann getur náð sér niðri á mér. Hvers vegna blaðrar hún frá þessu upp í allra eyru án þess að gera okkur aðvart áður? — Jæja, skeð er skeð, sagði Elisabeth hljóðlát. — Reiðstu henni ekki. Hún hefir meiri mátt en ég til þess að kippa þessu öllu í lag fyrir þig. — Fyrr mundi ég segja upp stöðunni en biðja hana um hjálp, muldraði hann. — Viltu lofa mér því að þú skulir tala við hann? — Ekki í kvöld, sagði hún. — Ég skal reyna á morgun. Hann þagði um stund. Svo sagði hann í drungaróm: — Mér finnst kraftaverk ef vin- átta ykkar Amy þolir þetta. En Elisabeth var ekki að hugsa um Amy. Hún var að hugsa um að ef Julian byði henni í dans yrði hún að henda gaman að sínum þætti í leiknum. Hann yrði að skilja, að hún hefði ekki gert þetta með ljúfu geði. Ef til vill mundi hann ekki áfellast hana fyrir uppá- tæki Amy, en hann mundi líklega vera gramur yfir því að hún skyldi láta ginna sig út í það. Siðustu klukkutímarnir voru eins og mar- tröð. Bomban frá Amy var vitanlega aðal umtalsefnið og fólkið var miklu hávaðasam- ara en framan af kvöldinu. En Julian var hættur að dansa. Elisabeth tók eftir að hann hélt sig úti á svölunum með aðstoðarmanni sínum. Aðeins einu sinni mættust augu þeirra yfir þveran salinn — kalt alvarlegt augnaráð. Loks var samkvæminu slitið. Julian kvaddi gestina hvern eftir annan, um leið og þeir fóru út, og Elisabeth fékk sams konar hneigingu og stutt „góða nótt“ eins og allir hinir. Amy og Elisabeth voru þegjandalegar á leiðinni heim. Amy hnipraði sig í horninu sínu og starði út í myrkrið. Ef til vill fannst henni ekki gaman að særa einu vinstúlkuna, sem hún hafði nokkurn tima átt. Hún virtist vera iðrandi. Elisabeth var að hugsa um Julian. Hún sá andlit hans fyrir sér, eins og það hafði verið i bókastofunni, og hún sá nýja svipinn, sem á honum var þegar þau kvöddust — kaldan, dulan svip og augu, sem voru jafn fjarlæg og stjörnurnar á himninum. AMY IÐRAST. Þegar Elisabeth vaknaði morguninn eftir fannst henni fyrst í stað sér hafa létt. Loks gat hún verið hún sjálf á ný. I landstjóra- húsinu sjálfu skipti þetta engu máli, því að vinnufólkið kallaði þær báðar „Mem“ og ó- líklegt að það þekkti þær sundur. I kunn- ingjahóp mundi hún kannske verða kölluð Amy stöku sinum, en bráðum mundi þetta gaman gleymast. Hún drakk tebolla, fór í bað og síðan í munstraðan sumarkjól. Hún varaðist að hugsa um Julian. Hún varð að tala við hann fyrir hádegi, og það lagðist í hana að samtalið mundi ekki verða skemmtilegt. En fyrst varð hún að tala við Amy. Hún var í þann veginn að opna dyrnar þegar lásnum var snúið og hurðin opnaðist. Amy stóð á þröskuldinum í grænum morgun- kjól. Augnaráð hennar var flögrandi og rauðir dílar í kinnunum. — Ég er úrþvætti. sagði hún. — Eg hefi hagað mér svívirðilega gagnvart þér. Elisabeth vék til hliðar og lét Amy komast inn. — Taktu þér það ekki nærri. Ég hefði að vísu kosið að fá að vita fyrirfram um að þú ætlaðir að „afhjúpa“ okkur, en mér þykir vænt um að þú ert búin að því samt. Hafð- irðu áformað þetta áður en við fórum í sam- kvæmið? Amy kinkaði kolli með hálfum huga. — Ég vildi óska að ég hefði sagt það við þig, en ég vildi það ekki, því að þú mundir hafa FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—0. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sínii 12210. IIERBERTSprent. ADAMSON Jólapósturinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.