Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 14
1 A FALKINN Hjátrú og blóðhefnd - Framh. af bls. 5. Jú, hún verður hrifin af því. Allir gestir eru sendir af Allah. En þú mátt ekki koma svona klædd, vitanlega. Þú verður að vera í síð- um kjól eða langbrók, og með lang- ar ermar og höfuðklút. — Geturðu sýnt okkur allt, sem við viljum sjá í Lice? — Eflaust. En þú færð ekki að koma í kaffihús, Barbro. — Hversvegna ekki, má ég spyrja? — Vegna þess, að enginn kven- maður má ganga um götuna, sem kaffihúsin eru við. Þú verður að taka á þig krók kringum það hverfi. Það er gersamlega óhugsanlegt, að nokkur kona komi í kaffihús þar. Það nær ekki nokkurri átt. —• En ég hef komið í mörg kaffi- hús í . ... — En ekki í Lice. Það er bezt að þú gerir þér það ljóst strax. — Hvað skeður, ef karlmennirnir sjá kvenmann í kaffihúsinu sínu? Skjóta þeir hana? — Þeir skjóta varla þig. En ég veit ekki hvernig færi fyrir okkur Giines. — Jæja, ef þú lofar mér að minnast ekki meira á kaffihús og halda þig svona um hestlengd fyrir aftan okkur Gúnes, þegar við göngum um þorpið — þá eruð þið hjartanlega velkomin. Jæja, hvenær ætlið þið þá að koma? — Á þriðjudaginn, ef Allah lof- ar! ÁFRAM AUSTUR. Við erum á leiðinni austur á þær slóðir, sem maðurinnn er talinn miklu æðri konunni, af því að hann ræður fyrir bæði. En lúsiðnar og þolnar konurnar, sem ála börnin sín úti á víðavangi, eru miklu að- dáunarverðari, en um leið eru þær ráðgáta. Hvernig afbera þær þetta? Þær gera það ekki allar, en það er stað- reynd, að þær hafa vanizt þræl- dómnum og þola lífið betur en karl- mennirnir, sem sitja á kaffihúsun- um fram á nótt og reykja. Það er varla holt heldur. Vegurinn, sem við förum, er engin fyrirmynd, en við höfum líka ekki valið beztu leiðina. í dag er hægt að aka góða végi frá Istanbul til Ararat, frá Evfrat og Tigris til Tró- juborgar hinnar fornu. Vegirnir eru um allt land og flestir sæmilegir. Það er meiri vandi að finna gisti- stað, því að sæmileg gistihús eru fágæt fyrirbrigði. Víðast hvar eru engin gistihús, en ferðamenn fá að liggja hjá vinum og ættingjum. Og okkur hefur víðast verið vel tek- ið á heimilunum. KROSSGÁTA FÁLKANS Suðausturhluti Anatolíu er van- ræktasti hluti Tyrklands, og þó eru þetta fögur héruð og bæði olía og málmar í jörðu. Fólkið lifir við sult og seyru innan um þessi miklu nátt- úruauðæfi, sem aðeins eru nytjuð að sára litlu leyti. Af 282 námu- fyrirtækjum í Tyrklandi voru aðeins þrjú í austurhluta landsins árið 1920. Stjórnin hikaði við að hleypa útlendingum að, meðfram af því að Ungtyrkir vildu bjargast af eigin rammleik, og sumpart vegna þess, að þeir gerðu sér svo miklar vonir um námurnar í Kurdistan. Það er ekki fyrirhafnarlaust að komast áfram þegar þangað kemur. Loks höfðum við reynt öll fáanleg samgöngutæki, þegar hestar postul- anna voru svo uppgefnir, að þeir neituðu að vinna. Við höfðum hræðst og dáðst að þessu fólki, sem bæði hafði tígriseðli og gullhjarta þegar gestir áttu í hlut. Hjá Kúrd- um er jafn nauðsynlegt að vera var um sig og að leyna því að maður reyndi að haga sér sem líkast þeim, og líta niður á kvenfólkið, eins og þeir gera. Það var nærri ógerning- ur, að ná ljósmyndum af þeim. Ef þarna væru sæmilegir vegir, mundi framleiðslan eflaust aukast svo, að hún gæti keppt við héruð- in við Svartahaf. Margt bendir á að olían muni gerbreyta hag Ana- tólíu næstu mannsaldra. Lífshættir Kúrda eru ekki þeir sömu allsstaðar í landi þeirra. í Lice vinna karlmennirnir aðeins nokk- urn hluta ársins, og þá langt frá heimili sínu. í þorpinu er lítill land- búnaður, aðeins dálítil kartöflu- og grænmetisrækt. Frá apríl til sept- ember eru karlmennirnir í einskon- ar sölumannaflakki, og fara um þær slóðir, sem eru án þolanlegra vega, og selja allt hugsanlegt, en ekki sízt smér. Þeir fara allt upp að rúss- nesku landamærunum með hesta sína og múlasna. Þeir selja setuliðs- stöðvunum mat. Og stundum geta þeir hitt konur og börn á leiðinni. Fjölkvæni er að vísu afnumið í Tyrklandi. En trúaður bóndi dauf-. heyrist við reglugerðum lýðveldis- ins og giftist ýmsum konum. Imam- inn — prestur — giftir, en gefur aldrei skriflegt hjónavígsluvottorð. Ef bóndinn er ekki löglega (borg- aralega) giftur heima, kemur það oft fyrir, að einhver af hinum kon- unum fær hann til að giftast sér löglega. En ef hann er búinn að eignast allt að tíu börn með kon- unni áður, er honum hagur að þessu, því að skatturinn lækkar við gift- inguna. Þegar varningsmennirnir koma aftur til Lice í september, hafa þeir með sér vörur frá Austurlöndum, sem þeir selja hinum svokölluðu „ríku mönnunum frá Lice“. Og þeir selja þær aftur í Ankara og Istanbul. Sumarið er heitt og gott, en þeg- ar karlmennirnir eru komnir heim byrjar veturinn, og þá hanga þeir ýnn^ar: Lárétt: 1. Blæs, 5. Askja, 10. Fugl, 12. Karlmannsnafn, 14. Krauma, 15. Sóun, 17. Gorta, 19. Samtenging, 20. Útgerðarmaður, 23. Samliggj- andi, 24. Skers, 26. Hlutaðeiandi, 27. Hæverska, 28. Festi í, 30. Grein- ir, 31. Hæfa, 32. Skipa niður, 34. Lykkju, 35. Óskemmd, .36. Þrautgóð- ar, 38. Mjútt, 40. Verkfæri, 42. Mið, 44. Rotnun, 46. Skran, 48. Kvæðaflokk, 49. Visna, 51. Atviks- orð, 52. Ferðast, 53. Kjaftinum, 55. Fálm, 56. Titrar, 58. Kvennheiti, 59. Ilmvatnsefni, 61. Beljakar, 63. Karlmannsnafn, 64. Ógilda, 65. Loft- tegundin. Lóðrétt: 1. Lögmaður, 2. Sund, 3. Vesaling- ur, 4. Hljóðst. 6. Samhlj. 7. Baktali, 8. Dimmviðri, 9. Við gjaldþrot, 10. Skyldmenni, 11. Hugrekkið, 13. Minka, 14. Tákn, 15. Flokki, 16. Garða, 18. Kvöld, 21. Einkennisst., 22. Fangamark, 25. Geðinu, 27. Spen dýr (útl.), 29. Natinn, 31. Aðalupp- hæð, 33. Rödd, 34. Kaupfélag, 37. Ógnar, 39. Beislin, 41. Ljóma, 43. Drottnar, 44. Bleiku, 45. Fram- kvæma, 47. Sparkaði, 49. Fornafn, 50. Tvíhlj. 53. Bindi, 54. Korn, 57. Skapraun, 60. Tala, 62. Samhlj. 63. Átt. oCcmin á hroiiyátu. í íúaita lUi Lárétt: 1. Blauð, 5. Nánös, 10. Kairo, 12. Karta, 14. Rakki, 15. SKF, 17. Skafl, 19. íra, 20. Aðmírál, 23. Fló, 24. Fars, 26. Dáðir, 27. Óháð, 28. Stakk, 30. Nið, 31. Skoti, 32. Mein, 34. Þvol, 35. Geysar, 36. Leisti, 38. ftum, 40. Fats,42. Alsir, 44. Glæ, 46. Rutar, 48. Vatn, 49. Krafa, 51. Ruma, 52. Ama, 53. Grösuga, 55. Not, 56. Lirfa, 58. Mar, 59. Digra, 61. Narra, 63. Janus, 64. Rónar, 65. Hamur. Lóðrétt: 1. Bakarameistarar, 2. Lík; 3. Aría, 4. UÓ, 6. ÁK, 7. Nasl, 8. Órk, 9. Stafholtstungur, 10. Karat, 11. Skíðin, 13. Aflát, 14. Rífst, 15. Smán, 16. Frið, 18. Lóðir, 21. ÐD, 22. ÁR, 25. Skeytin, 27. Ókostur, 29. Kisur, 31. Svíar, 33. Nam, 34. Þef, 37. La- val, 39. Flasan, 41. Hrata, 43. Lam- in, 44. Gröm, 45. Æfur, 47. Amors, 49. KR, 50. AG, 53. Garn, 54. Adam, 57. Fró, 60. Inu, 62. AA 63. JA.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.