Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Síða 5

Fálkinn - 23.11.1960, Síða 5
Ruggustóllinn, sem fyrrum var í meiri metum hafður en nú, virðist eiga nýja blóma- öld í vændum. Fróðir menn 1 Ameríku hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að við þreytu, lúa og taugaveiklun, sé ekkert betra meðal til en að rugga sér. Það lækkar spenninginn á taugunum og gerir manninum auðveldara að hugsa. Fyrir þann, sem þarf að brjóta heilann um vandasöm málefni, er eng- inn betri staður til en ruggu- stóllinn. * Lífið er eins og sígaretta. Ef maður lætur hana liggja í öskubakkanum, reykir hún sig upp sjálf. ★ 500 giftir menn voru nýlega að því spurðir, hver það væri, sem hefði töglin og hagldirn- ar á heimilinu. ■— 305 svör- uðu, að það væri konan, sem hefði síðasta orðið, og 194 svöruðu, að áhrif tengda- móðurinnar væru alla jafn- an sterkust. Einn einasti maður sagðist sjálfur vera húsbóndi á sínu heimili. — Þessi eini maður vakti at- hygli spyrjenda, og þeir ræddu málið nánar við hann, Þá kom í ljós, að þessi ein- staki maður hafði verið spurður af vangá. Hann var búinn að vera ekkjumaður í sex ár .. . ★ Það var yfirfullt á biðstofu læknisins.'Sjúklingarnir sátu þétt saman og sumir urðu að standa. Þeir, sem ekki voru á kafi í dagblöðum og viku- blöðum, störðu þreytulegir út í loftið. Og tíminn leið ... -— Að lokum hafði gamall maður með hvítt, sítt skegg fengið nóg. Hann stóð á fæt- ur með erfiðismunum, skjögraði að dyrunum, sneri sér þar við og sagði hátt við hina: — Nei, þá er betra að fara heim og deyja eðlilegum dauðdaga. ★ Franski glæpasagnahöfund- urinn Georges Simenon sagði eitt sinn í spaugi við blaða- mann, sem var að eiga viðtal við hann: -— Tilfinningin fyrir af- brotunum er komin svo i blóðið á mér, að ég set alltaf upp hanzka, þegar ég sezt við ritvélina. Það dugar jú ekki, að skilja eftir sig fingraför! Nokkrum árum síðar kom út ævisaga Simenon í Banda- / 125 árum fæddist Skotinn Andrew Carnegie, sem síðar varð einn af frægustu auðkýfingum vestan hafs og gekk öðrum betur fram í því að losna við auð sinn, þegar hann var kominn á gamalsaldur. Með 500 dollurum, sem hann fékk með því að veðsetja heimili sitt, hóf hann óvenjulega gróðaævi, — keypti hlutabréf, smíðaði svefn- vagna, sem þá voru óþekkt. fyrir- bæri, komst yfir olíulindir og stofnaði stálbræðslur, sem hann seldi síðar fyrir 447 milljónir doll- ara, eftir að stjórn Bandaríkjanna fór að berjast gegn auðhringun- um. Eftir þetta fór hann að skrifa bækur, sem voru mestmegnis lof- gjörð um fátæktina, gaf of fjár til að stofna bókasöfn fyrir al- menning og handa háskólum og ríkjunum. Þar er því haldið fram, að Simenon hafi allt- af hanzka, þegar hann skrifi á ritvélina. * Vefnaðarvörugerð í Moskva framleiðir nú nærfatnað úr gerfiefni, sem hefur lækn- andi áhrif. Sjúklingar, sem þjást af taugabólgu og liða- gigt lonsa við þjáningar sín- ar nokkrum klukkutímum eftir að þeir eru komnir í þessi nýju nærföt. Skýringin á lækningunni er sú, að í föt- unum er hlýjandi rafstraum- ur, sem hitar líkamann mátu- lega til þess að eyða sársauk- anum. Samkvæmt rússnesk- um blöðum yngdust rúss- neskar konur, sem orðnar voru öryrkjar af gigt, upp á einum degi og urðu vinnandi aítur. stofnaði Carnegie-heiðursverðlaun- in fyrir vasklega björgun úr lífs- háska. Þessi verðlaun munu halda nafni stálkonungsins lengur á lofti en flest annað, sem hann gerði. ■k 44 árum dó rithöfundurinn og’ æv- intýramaðurinn Jack Loridon eftir viðburðaríka ævi. Hann fæddist í San Francisco 1876, varð blaðsölu- strákur, kúreki, eyrarvinnumaður, gullgrafari, stríðsfréttaritari og margt annað, og kynntist vel mönnum, sem höfðu lent í lögbrot- um. Þau kynni notaði hann sér vel í skáldsögum sínum, sem gerðu hann heimsfrægan. „Varúlfurinn" hét fyrsta skáldsaga hans, en sam- tals Iiggja eftir hann 50 skáld- sögur. að eitt hjarta getur lyft heilu herskipi? Það er ekki hægt að breyta orkugjöf hjartans beint í lyftiorku, en efþaðværi hægt mundi mannshjartað á 70 ár- um geta lyft meðalstóru skipi fimm metra. að hœgt er að þ'jálfa knatt- spyrnumenn í útvarpinu? Það er stundum erfitt fyrir þjálfarann, að láta hvern einstakan mann á vellinum heyra til sín, þegar verið er að æfa. Og þess vegna er gott að hafa not af þráðlausu talsambandi við hvern ein- stakan leikmann. Þjálfarinn stendur við aðra hlið vallar- ins, þar sem vel sést yfir, og hefur litla sendistöð, en hver leikmaður lítið útvarpstæki og heyrir það, sem þjálfar- inn segir við hann. ||

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.