Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 8
VARLA fletta menn blaði þessa dag- ana, án þess að blasi við augum bóka- auglýsingar, bókaumsagnir og bóka- dómar. Tími jólabókanna er hafinn og bækurnar streyma ört á markaðinn. í tilefni af þessu hefur FÁLKINN fylgzt með einni bók, allt frá höfundi til bókbands. Fyrir valinu varð MÁL- VERKABÓK MUGGS (Guðmundar Thorsteinssonar), en hún hefur þá sér- stöðu að vera fyrsta litprentaða mál- verkabókin, sem er að öllu leyti unnin hér á landi. Við brugðum okkur fyrst í heimsókn til höfundarins, Björns Th. Björnssonar, listfræðings, en röktum síðan slóðina, eins og sést á myndunum hér að neðan. Við biðjum Björn að segja okkur eitt- hvað um bókina: — Jafnframt því að vera málverka- bók, er þetta ævisaga Muggs. Myndirn- ar eru settar inn í textann eftir tímaröð. Annars er engin ákveðin stefna í verkum Muggs. Hann fer ekki tröppugang úr ein- um stíl yfir í annan, nema kannski síð- ast, þegar hann er orðinn veikur. Þá kemur yfir hann angurvær stemning. Muggur er reyndar ekki fyrst og fremst myndlistarmaður. Myndlistin kemur svona með öðru hjá honum. Hann er eins Myndamótin i Málverkabók Muggs eru gerð hjá Prentmótum h.f. Þetta er stærsta verkefni í litmyndum, sem prentmyndagerð hefur gert hér á landi, og ber mönnum saman um, að það hafi tekizt mjög vel. Eiríkur Schmith hefur unnið mest að gerð myndamótanna og hefur unnið að þeim meira og minna síðan í febrúar. Eiríkur er kunnur list- málari og hefur bæði haldið sjálfstæðar sýningar og tekið þátt í samsýningum. Hann hóf nám í prentmyndagerð fyrir 4 árum. og kunnugt er fyrsti íslenzki kvikmynda- leikarinn, hann var gamanvísnasöngvari, leikari, barnabókahöfundur. Hann fékkst við ýmsa kvenlega sýslu, bjó til brúð- ur og saumaði út. Það er athyglisvert, að hann gerir engan mun á sýslu karla og kvenna. Og hann teiknaði fyrstu spilin, sem hér voru búin til. — Taldi hann sig ekki fyrst og fremst málara? — Sjálfur leit hann alltaf svo á, að hann væri á byrjunarstigi. Hann var allt- af óánægður með það, sem hann gerði, hvað myndlistina snertir. Hins vegar var hann ánægður með leik sinn í kvik- myndinni um Borgarættina. Mér dettur í hug í sambandi við töku Borgarættar- innar: Það hefur verið ljóta feigðar- flanið. Það má með sanni segja, að þar hefur blindur leitt blindan. Þeir þvæld- ust á hestum um holt og hæðir heilan mánuð, og þegar þeir komust loks í áfangastað. Var allt öðruvísi en vera átti. Því er líkast sem enginn hafi at- hugað fyrirfram, hvaða staðhættir hent- uðu bezt. — Hvernig var Muggur? — Það tvinnast saman í skapgerð hans bóhemiskt áhyggjuleysi og þung- lyndi. Upp úr tvítugu er hann til dæmis Bókin er sett og prentuð í Víkingsprenti, en verkstjóri þar er Hörður Óskarsson. Hann sagði okkur, að þeir hefðu aldrei prentað litmyndir neitt að ráði fyrr en nú, og þeir væru þess vegna mjög spennt- ir að sjá, hvernig dóma prentunin fengi. Þeir byrjuðu á verkinu í lok septem- ber og þegar þetta er ritað var litprent- unin langt komin. Ilörður Óskarsson kvað verkinu miða vel áfram og hafa gengið að óskum. Ætlunin væri að bókin yrði fullunnin og komin á jólamarkað um næstu mánaðamót. sannfærður um, að hann muni deyja fljótlega. Annars kenndi hann sér aldrei meins fyrr en vorið áður en hann dó. Hann fer til Cagnes til þess að hressa sig og þegar hann er á sjúkrahúsi í Nizza, fer hann á karnival og þar syng- ur hann sitt síðasta. Það er erfitt að gera mann eins og Mugg lifandi. Hann lifir bara í sínum tíma og sínu umhverfi. Ég dreg inn í ævisöguna alls konar litlar sögur um hann, sögur, sem eru litlar í sjálfu sér, en ættu að falla í eina heild. Þetta er eins og að gera mosaikmynd. Ef við víkjum að tímanum, þá hefur mér alltaf fundizt gaman að þessum tíma í kring- um fyrri heimsstyrjöldina. Þá var allt í lagi að drekka og jolla dögum saman og fá svo inspírasjón í tíu mínútur. Mönnum datt svo margt í hug og menn gerðu svo margt, sem nú væri talin fá- sinna. Einu sinni voru þeir til dæmis þrír félagar staddir á eyju lengst út í Eystrasalti. Þá muna þeir allt í einu eft- ir því, að vinkona þeirra í París á af- mæli. Þeir búa til stóra rós, setja hana í kassa og senda henni. Og þetta var árið 1914! Menn virðast ekki hafa haft eins mikið tímaskyn og nú. Tíminn hef- ur liðið miklu hægar. Muggur var alltaf barn. Hann var sonur auðugasta manns á íslandi í þann tíð, Péturs Thorsteinssonar. Hann skorti aldrei peninga og þurfti aldrei að hafa áhyggjur af þeim. En 1921 verður faðir hans gjaldþrota. Þá er Muggur svo mik- ið blessað barn, að hann skilur fyrst Hreiðar Ársælsson hefur „brotið um“ bókina og þegar myndin er tekin er hann að leiðrétta „satsinn“ eins og það er kallað á prentsmiðjumáli, en sumir vilja kalla „sátur“ á góðri íslenzku. Hreiðar er kunnur knattspyrnumaður, og svo er raunar einnig um Hörð og Þor- björn Friðriksson, sem hefur prentað bókina. Þeir hafa allir leikið í meistara- flokki KR og unnendur knattspyrnu- íþróttarinnar hafa áreiðanlega oftar en einu sinni og oftar en tvisvar haft á- nægju af að horfa á þá leika. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.