Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 9
ekkert í þessu og heldur, að þetta muni bjargast allt saman. En þegar pening- arnir hætta að koma skrifar hann Krist- ínu Jónsdóttur: Hvað á ég að gera? Ég verð bara að fara til Ameríku! — Á hverju lifði hann eftir þetta? — Það var stofnað styrktarfélag um hann og einnig stofnaði hann fyrsta listaskólann hér á landi, í Hellusundi 6. Nemendur hans voru til dæmis Gunn- laugur Scheving, Jón Engilberts og Sveinn Þórarinsson. Þeir hafa sagt mér, að hann hafi verið strangur og kröfu- harður kennari og honum hafi tekizt að gera kennsluna mjög lifandi. Skólinn hefði áreiðanlega haldið áfram og þró- ast, ef Muggur hefði ekki veikzt. — Auk kennslunnar fékkst hann við margt á þessum árum. Hann teiknaði spilin og hann dansaði dúkkudans með Guð- rúnu Indriðadóttur í Iðnó! Og hann ferðaðist um og söng gamanvísur og lék í gamanleikjum. Það er til marks um vinsældir hans sem gamanleikara, að eitt sinn átti hann að leika alvarlegt hlutverk. Hann átti að leika glæpamann, en um leið og hann birtist á sviðinu, skelltu áhorfendur upp úr. Það gat eng- inn ímyndað sér Mugg í alvarlegu hlut- verki. — Hann hefur yfirleitt verið mjög vin- sæll maður. — Já, alveg sérstaklega. Það sést til dæmis á því, hversu miklu af myndum hans hefur verið haldið til haga. Þótt hann gerði ekki annað en rissa eitthvað á serviettu, þá var það geymt og ramm- Þorbjörn Friðriksson hefur unnið það vandasama verk að prenta litmyndirnar. Hann sagði okkur, að þetta væri mjög seinlegt verk og reyndi mjög á augun. Iðu- lega hefur hann unnið til klukkan fimm á morgnana og kvaðst oft vera orðinn þreyttur. Vélin, sem prentar, er 20 ára gömul, og það er örstutt síðan uppgötvað- ist, að hún var sérstaklega gerð til litprent- unar. — Allir, sem séð hafa prentunina, hafa lokið á hana lofsyrði og telja hana jafnvel betri en bezt er gert á þessu sviði erlendis. að inn. í hvert einasta skipti, sem ég kem í hús og sé mynd eftir Mugg, þá er mér bent á tíu önnur hús, þar sem einnig séu myndir eftir hann. Margt af þessu eru gamanmyndir. Hér er ég til dæmis með eina skemmtilega teikningu. Þarna er Sankti-Pétur, en hann kemur oft við sögu í skopmyndum Muggs. Sankti-Pétur er á frívaktinni og er að spila við engil. Hann hefur hengt geisla- bauginn upp á snaga á veggnum og eng- illinn hefur hengt upp vængina sína. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning eru vængirnir merktir númer eitt og númer tvö! Myndir Muggs eru ákaflega misjafn- ar, enda hefur fólk kannski ekki fyrst og fremst varðveitt þær vegna listræns gildis þeirra, heldur til minningar um mann, sem því þótti vænt um .. . Fylgzt með einni jólabók, frá höf- undi til bókbands Síðasti áfangi á leið okkar, er við rökt- um slóð einnar af hinum ótalmörgu jóla- bókum þessa hausts, var bókbandið. Þar er lögð síðasta hönd á verkið og endan- legt útlit bókarinnar ráðið. Málverka- bók Muggs er bundin í Bókfelli á Hverf- isgötu og þar er myndin hér að neðan tekin. Þegar bókbandi er lokið er að- eins eftir endaspretturinn: að dreifa bók- inni til bóksala og hefja sölu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.