Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Side 10

Fálkinn - 23.11.1960, Side 10
ANNAR HLUTI FRASAGNAR EFTIR JON HELGASON „Hann sá einhverju hvítu bregða fyrir, svo sem klút eða dulu. í næstu andrá heyrði hann ýlfur eða vein...“ V. Lárus Hansson Scheving fór með sýsluvöld í Eyjafirði um þetta leyti. Hann hóf rannsókn málsins að þremur vikum liðnum, og virðist þó ekki hafa varið óðfús til þess verks. Spurði hann húsbændur Guðrúnar og þá, sem líkið fundu og báru til kirkju, um hvarf hennar og aðkomuna við Eyjafjarðará. Síðan lét hann staðar numið. „Óskaði nú nefndur valdsmaður af tilnefndum mönnum sannleikans, hvort hann hafi ei sína skylddu gert í Því að rannsaka og próf að taka, svo mikið sem færilegt var, í þessu máli nú í dag, og auglýsa þeir sína meining, að hann ei framar gera kunni en framborið er að svo stöddu.“ Eftir rúmar fimm vikur hófst hann handa á ný, og að því sinni stefndi hann Magnúsj á Hólum, Jóni Hálfdánarsyni og Þorláki í Litlu-Hólum til þings. Þó varð minna um vitnaleiðslur en við hefði mátt búast. Þorlákur færði sýslumanni skjal, þar sem hann tjáði, að hvorki hann sjálfur né neinn að hans fyrirlagi né með hans vitund hefði borið síðhempu hans á Úlf- ártún, enda hefði hún horfið úr bæjar- dyrum á Litlu-Hólum, er hann var fjarri bæ við heyvinnu. Jón Hálfdánarson hefði tekið hana þar án leyfis og farið í hana og hefði heimilisfólk á Hólum og aðrir fleiri séð hann í henni þennan dag. Kvaðst Þorlákur ekkert um hemp- una hafa vitað frá því er Jón tók hana, þar til Þorsteinn á Úlfá skilaði henni. Að loknum lestri þessa bréfs, bað Þorlákur um vitnisburð þeirra, sem þingið sóttu, um hegðun sína og hátt- semi, og báru menn honum einróma góða kynningu. Þessu næst kom fram bréf, sem Magn- ús í Hólum hafði ritað í nafni Jóns Hálfdánarsonar, er sagður var sjúkur. Sagði þar, að Jón hefði tekið hempuna i bæjardyrum á Litlu-Hólum sér til skjóls og riðið i henni yzt fata bæja á milli með engri launung. En hvernig hún hefði komizt að Úlfá, mættu þeir vita, ei' hana hefðu þangað borið: „En snöggt að segja í heyrn guðs er mín sannleiksjátun, að ég afsaka mig, að ég aldrei hafi fyrrgreinda síðhempu Þorláks Sigurðssonar brúkað, flutt eður fært á degi eða nóttu, fyrr eða síðar, eða aðra gera látið mér vitanlega, að Úlfárheimili. Þar upp á vil ég deyja í nafni drottins í mínum kærleika.“ Loks var því lýst, að Jón hefði alls ekki komið að Úlfá þá nótt, er Guðrún hvarf, né kvöldið áður, hvorki einn síns liðs né í fylgd með öðrum. Þegar bréfin höfðu verið lesin, kom Magnús Benediktsson fyrir réttinn. — Hann lagði enn fram skrifað skjal og var heldur gustillur, Þegar sýslumaður spurði, hvort hann mætti lesa skjalið, svaraði Magnús: „Ef þér eruð trúanlegur til þess. En yður, Björn Hallsson, vil ég trúa til þess“, bætti hann við og sneri sér að Birni lögréttumanni á Hvassafelli. Spratt af þessu orðaskak á milli sýslu- manns og Magnúsar, er ekki vildi hætta buldri sínu og þrefi, þótt sett væri ofan í við hann, og lyktaði málsrannsókninni svo þann daginn, að Magnús lét ekki skipast. Þriðja atrennuna gerði sýslumaður laust fyrir miðjan desembermánuð. En það fór sem áður. Menn sóttu þingið illa, og þeir, sem sýslumanni var mest í mun að sjá þar, voru ýmislega forfall- aðir, veikir og lasburða, og gerðu þau boð, að þeir treystu sér ekki til Saur- bæjar. Jón Hálfdánarson var sagður veikur sem fyrr. Þorlákur í Litlu-Hólum sagði, að hann hefði að sönnu verið lasinn og í rúminu hefði hann verið daginn fyrir þingið, en hann ætlaði, að sótt hans væri ekki ströng, enda hefði hann verið á ferli fyrir fáum dögum. Jón bóndi Helgason í Hólagerði kom á þingið með veikum burðum, og sá sýslumaður ástæðu til þess að geta þess sérstaklega í þingbókinni, hve dapur hann var í bragði og aumlega á sig kom- inn. Hann kvaðst þó standa við þann vitnisburð, er hann hafði handsalað sóknarprestinum, að hann teldi Guð- rúnu dána af mannavöldum, en treysti sér ekki fyrir sakir eymdar sinnar að staðfesta þetta með eiði. Helga, kona hans, kom ekki, enda gáfu þingsóknar- menn í skyn, að hún myndi við bága heilsu, ekki síður en maður hennar. Magnús Benediktsson sást hvergi. Aft- ur á móti gaf sig fram Jón nokkur Skúlason, er sagði, að Magnús hefði beðið sig fyrir tvö bréf. Annað var undirritað af Jóni Hálfdánarsyni og fjallaði um sjúkleika hans, en hitt frá Magnús sjálfum, þess efnis, að Sigríður Einarsdóttir vissi ekki né hefði vitað, hvað orðið hefði Guðrúnu á Úlfá að fjörtjóni, enda hefði hún haft þau ein afskipti af málinu, að sauma að lík- inu. Magnús kvaðst ekki hafa verið beð- inn um brottfararleyfi handa henni, og þar að auki væri hún óhraust og fá- fróð og ekki sjálffær að róla á þingið. — Þá vanburði könnuðust menn samt ekki við. Sýslumaður fór hægt í sakirnar sem fyrr, skaut á frest að sekta þá, er hunds- að höfðu stefnur hans, og sleit þingi. VI. Það er vafalítið, að almenningur í Eyjafirði hefur fljótlega þótzt vita, hvernig hinn snögga dauða Guðrúnar frá Úlfá bar að. En skriður komst ekki á rannsóknina fyrr en nokkru eftir ára- mót. Þá úrskurðaði sýslumaður Jón Hálfdanarson í varðhald og flutti hann að Skriðu í Hörgárdal. Hann var ekki fyrr þangað kominn, en hann leysti frá skjóðunni. Og það var ófögur saga, sem hann sagði. Föstudaginn áður en Guðrún hvarf, var Jón að slá á votengi ofan við Hóla- bæ í kalsaveðri. Kom þá þangað til hans ein af vinnukonunum í Hólum með þau skilaboð frá húsbóndanum, að hann ætti að koma heim. Jón hlýddi því tafar- laust. Þegar heim kom, sagði Magnús, að hann ætti að ríða með sér út á bæi þeirra erinda að spyrjast fyrir Guðmund nokkurn Ólafsson, sem var í kaupa- vinnu þar í sveitinni. Jón var votur í fætur og hafði því SANNLEIKURINN UM HVARF 10 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.