Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Side 11

Fálkinn - 23.11.1960, Side 11
sokkaskipti, áður en lagt væri af stað, þar eð honum var hrollkalt. „Viltu ekki biðja Þorlák að lána þér síðhempuna sína,“ sagði Magnús. „Máske það sé bezt,“ svaraði Jón. Hann gekk síðan suður að Litlu-Hól- um. Þorlákur var á engjum, en Jón kom að máli við Guðrúnu, konu hans, og sagði erindi sitt. Hún sagði honum hempuna heimila og vísaði honum til, hvar hún lá á kistu. Fór Jón þá þegar í hempuna og sneri síðan heim. Var þá búið að sækja tvo hesta, rauðskjótt- an og brúnan, og þeir Magnús riðu af stað út í sveit. Þeir námu ekki staðar fyrr en á nesinu fyrir neðan Núpufell. Þar steig Magnús af baki, en skipaði Jóni að fara heim og spyrja um Guð- mund. Jón hitti tvo heimamenn í eld- húsi og rak erindi sitt. Var honum tjáð, að Guðmundur væri ekki burt farinn úr sveitinni, því að hann hefði ekki enn vitjað smjörs, sem hann ætti að fá í kaup fyrir vinnu sína á Núpufelli. Jón sneri niður á nesið með þessa vitneskju. Var þá mjaltatími og meira en hálfrokkið. Þessu næst héldu þeir aftur heim að Hólum og riðu fram fyrir ofan bæ- inn og stigu af hestunum bak við kirkj- una. Magnús snaraðist inn í skemmu fyrir sunnan bæ, og Jón elti hann. Þar inni dró Magnús upp brennivínsílösku, merkúrílát, og drakk vinnumanni sín- um til. Jón þáði drykkinn. Þeir staup- uðu sig um hríð, en gengu síðan báðir út. Magnús skálmaði suður að kirkj- unni, lauk henni upp og lét þar inn lykla sína og flöskuna, er þeir höfðu þegar tæmt. Þegar Magnús hafði þetta aðhafzt, kvað hann upp úr með það að hann vildi ríða fram á bæi og hafa Jón með sér. Jón var aftur á móti búinn að fá sig fullsaddan á útreiðum þetta kvöld og maldaði í móinn. Hann kvað nótt komna og fólk allt í svefni á bæjum. Magnús svaraði því til, að hann gæti vakið þá, sem hann vildi hitta. Stoðuðu engin andmæli, og hlaut Jón að stíga á bak og ríða af stað í nýja ferð með húsbónda sínum. Að þessu sinni riðu Þeir í myrkrinu fram sveit, unz þeir komu á eyri við Eyjafjarðará, móts við Úlfá. Þar hras- aði hestur Jóns, og hnaut hann fram af honum, enda sennilega orðinn drukk- inn. Magnús fór af baki og spurði fylgd- armann sinn, hvort hann hefði meitt sig. Jón kvað nei við því. Þá sagði Magnús, að nú væri nógu langt riðið, og ætlaði hann ekki lengra. Þó bað hann Jón að koma með sér vestur yfir ána, en með því að Jón var leiður orð- Framh. á bls. 31. Myndskreyting eftir Gunnar Eyþórsson FALKINN 11

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.