Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Page 12

Fálkinn - 23.11.1960, Page 12
(( „Sjá hér hve illan endi... Mallesen hallaði sér fram yfir borð- ið og leit á frú Hansen yfir gleraugun. Hann klóraði sér í hnakkanum. — Var það nokkuð fleira? — Nei, — sjáum til, — jú. Tvær Mósettrúllur. En endilega þessar mjúku, Mallesen, þér vitið hverjar ég nota. Mallesen fór fram í geymsluna bak við búðina, og kom aftur með tvær klós- ettrúllur, af þeim mjúku. — Ekkert fleira, frú Hansen? — Nei, takk fyrir, það var víst ekki meira. Mallesen tók blýantinn, sem hafði ver- ið eins og tungleldflaug áður en henni er skotið upp, bak við eyrað á honum. Hann skrifaði reikninginn á aðra rúll- una. — Átta, tuttugu og fimm. Frú Hansen tók litla, þunna buddu einhvers staðar innan úr pilsinu sínu og hellti úr henni á borðið. Mallesen taldi aurana. Hún hefur tæmt spari- baukinn í morgun, hugsaði hann og i sópáði peningunum af borðinu, eins og beir væru brauðmylsna. — Þér skuluð fara með vindil til Han- sen, sagði Mallesen og teygði sig í kass- ann með úrgangsvindlunum. Hann hugs- aði sig um og tók þann með dýru vindl- unum. — Kærar þakkir, Mallesen. Frú Han- sen hneygði sig. Þetta er allt of mikið. Þér megið trúa, að Hansen verður glað- ur. Eftir að hann komst á eftirlaunin hefur hann ekki ráð á að reykja vindla, og alls ekki þessa dýru með magabelti. Mallesen varð hrærður að sjá ljóm- ann í augum frú Hansen. — Takið tvo, sagði hann. — Svona, , takið þá. Frú Hansen tók varlega tvo vindla úr kassanum. — Og súkkulaði handa yður, frú Han- sen. Þér hafið alltaf verið góður við- skiptavinur. Mallesen bjó til stórt kram- ’ arhús og fyllti það af rjómasúkkulaði , úr glerkrukkunni á borðinu. Krukkan . hafði staðið þarna lengi — í sólinni — og súkkulaðistykkin voru þar af leið- andi dálítið hvít á köntunum. Frú Hansen andmælti og stakk vindl- unum í aðra rúlluna og tróð kramarhús- inu í körfuna. Hvað gekk eiginlega að Mallesen í dag? Hún hafði ekki keypt svo mikið og hann eyddi öllum ágóðan- um í hana aftur. Ætli eitthvað sé til í því, sem fólk sagði, að Mallesen væri ekki eins og fólk er flest? — Og þúsund þakkir, sagði hún. — Það er mitt að þakka, sagði Malle- sen og kinkaði lítillega kolli. Skilið kveðju til Hansen og líði yður alltaf sem bezt. Mallesen tók ofan gleraugun og þurrkaði af þeim á hvíta sloppnum sínum. ÞEGAR frú Hansen var farin, leit Mallesen á klukkuna. Hann andvarp- aði og fékk sér einn af dýru vindlun- um, kveikti í honum, starði í reykinn og hugsaði til allra hinna föstu og traustu viðskiptavina, sem hann hafði haft árum saman. Það eru síðustu vel- gerðirnar, — síðustu áhrifin, — sem munað er eftir. Þegar hann væri far- inn, mundu viðskiptamennirnir segja: —- Hann var nú ágætis náungi, hann Mallesen. Synd, að það skyldi enda svona .... Hann lét kassann með dýru vindlunum standa opinn á borðinu og bætti súkkulaði í krukkuna. Þetta var síðasti vinnudagur Malle- sen. Það var hans síðasti dagur yfirleitt. í fyrramálið, þegar fyrstu viðskipta- vinirnir kæmu, mundi búðin vera lok- uð. Mallesen dró reykinn djúpt að sér og leit á lúguna ofan í kjallara. Hann greip um hálsinn og hóstaði. Allt var vandlega undirbúið. Þegar hann hefði lokað hurðinni eftir síðasta viðskiptavininum í kvöld, mundi hann stökkva stökkið mikla, út í myrkrið. Mallesen fann til ógleði af vindlinum, hann var kannski of sterkur. Hann gekk að hurðinni og leit niður eftir götunni. Hann sá frú Hansen tala við fisksalann og benda á vindlana í rúllunni, af þess- um mjúku. Þau hristu bæði höfuðið og horfðu á búðina hans. Mallesen fór aftur inn fyrir búðar- borðið, opnaði kjallaralúguna og fikraði sig varlega niður stigann. Við stigaend- ann var reipi. Það hafði legið þarna lengi. Mallesen rakti það sundur. Á öðr- um endanum var lykkja. Hann lagði lykkjuna um hálsinn og herti að. Hann hafði oft gert þetta áður — til að venja sig við tilhugsunina ... Hvellur ómur dyrabjöllunnar gerði honum hverft við. Hann vafði reipið saman og lagði poka yfir það. Svo klifr- aði hann upp stigann. Það brakaði í rim- unum. Mikkelsen póstur hallaði sér upp að búðarborðinu og sá Mallesen koma upp úr undirdjúpunum. — Góðan dag, Malle, sagði hann og bar hendina upp að skyggninu. Hann hló. Þú ert eins og lík í hvítum kyrtli að stíga upp úr gröfinni. Komdu hérna. Ég er með reikning. — Hvað er hann hár? spurði Malle- sen. Hann var hálfur í stigagatinu. — Tvö hundruð og fimmtíu krónur, sjötíu og fimm aurar. Mallesen draup höfði og horfði á Mikkelsen yfir gleraugun. — Komdu aftur á morgun. Á morg- un geri ég upp við alla mína lánar- drottna .... Mikkelsen leit á Mallesen. — Segðu mér eitt, ertu illa staddur? Segðu eins og er. Ég geymi reikning- inn þar til á morgun. Hvað segir ekki spámaðurinn? Rís upp, Mallesen, reið- hjólið mitt er bilað.-----Ég hleyp. Mikkelsen snerist á hæli og ætlaði út. — Bíddu augnablik. Fáðu þér vindil. Mallesen stökk upp úr stigagatinu og þreif vindlakassann. — Fj.... fínir vindlar, sem þú átt þarna. Áttu afmæli í dag, Malle? Mik- kelsen beit endann af vindlinum og spýtti honum á gólfið. — Ekki afmæli, svaraði Mallesen og gaf Mikkelsen eld. Hafðu tvo heim með þér. Hann stakk tveim vindlum í brjóst- vasann á Mikkelsen, hjá pípunni með sundurbitna munnstykkinu. — Hvað með börnin, Mikkelsen? Þeim þykir gott að bragða súkkulaði. Mallesen fyllti kramarhús af súkkulaði. -— Ertu orðinn galinn, Malle? En kærar þakkir. Það er eins og jólin væru komin. Nú verður kátt í kotinu. Já, mamma segir alltaf: Hann Mallesen er prýðismaður. Nú verður hún alveg yfir sig hrifin af þér. — Helduðu það? Mallesen náði í súkkulaðipakka. Gefðu henni þetta frá mér. Mikkelsen þakkaði fyrir sig og sína og flýtti sér út. Hann óttaðist að Malle- sen mundi sjá eftir öllum gjöfunum. Það var þá eitthvað til í því, sem fólk sagði um Mallesen .... Þegar síðasti viðskiptavinurinn var farinn, var vindlakassinn tómur. Sömu- leiðis súkkulaðikrukkan. Það var talað Allt var vandlega undirbóið. Þegar hann heföi lokað búðinni í kvöld, mundi hann stökkva stökkið mikla 12 FALKI.NN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.