Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Page 17

Fálkinn - 23.11.1960, Page 17
ÞVÍ er svo varið með þrenninguna sem fleiri leynisambönd, að það á með nokkrum hætti rætur að rekja til þjóð- erniskenndar, og arfsagnir félagsins um veldi þess standa djúpt. Uppruna þess má rekja aftur til seytj- ándu aldar, en þá var hið fyrsta bræðra- lag stofnað af 108 kínverskum munk- um. Var því skipt í þrjá hópa, er allir stóðu saman að því að skipuleggja and- spyrnuhreyfingu gegn hinni illræmdu Manchu keisaraætt. Áttu sumir helgisiðir sambandsins að minna á píslarvætti munkanna, og sögur eru til, ærið flóknar, um borg eina, sem gjörð var af pílviðarteinung- um, en byggð tveim hershöfðingjum, nokkrum karlguðum og gyðjum og ein- um svikara. Síðar á árinu, eða 1912, hjálpaði Tri- ad-sambandið til að steypa ætt þessari af stóli, en í borgarastríðinu kínverska börðust meðlimir þess í báðum herjum. Raunveruleg völd fékk það ekki i hinni brezku krónunýlendu, fyrr en ár- ið 1949, er kommúnistar höfðu náð mest öllu Kína á sitt vald og allt að því ein milljón flóttamanna kom til borgarinn- ar Hongkong. Meðal þeirra voru Triad-bófarnir. Þúsundir flóttamanna þessara voru auðvitað atvinnulausir, og margir þeirra eyddu aurum sínum í ávexti, sem þeir svo reyndu að selja á götunum með hagnaði. En þeir ráku sig fljótt á þá staðreynd, að þeir gátu ekki stundað þessa verzlun, nema með því að borga bófaflokkinum skatt. Enginn þorði að segja neitt, af ótta við fjárkúgun, og lögreglan stóð ráðalaus. Leynisambandið óx og dafnaði án af- láts, ekki sízt fyrir þá sök, að hundruð ungra manna hrifust af dulúð helgisat- hafna þess, og útlitinu fyrir auðfengna peninga. Ýmsar deildir sambandsins lentu oft MYNDIR: Kínverska bræðralagshreyf- ingin kúgar fé af efnuðum borgurum með því að hóta þeim barnaránum. Hún stendur einnig fyrir allri eiturlyfjasölu. í slagsmálum sín í milli, um „feita bita“, svo sem miklar umferðagötur. Komst slíkt í hámark hinn 10. okt. 1956, en það er sjálfstæðisdagur þjóðernissinna i Kína. Miklar kröfugöngur fóru um götur borgarinnar og komst lögreglan í kast við eina þeirra. Greip Triad-sambandið tækifærið þegar í stað, og breiddi út þann orðróm, að lögreglan ætlaði sér að koma í veg fyrir hátíðahöldin. Af þessu leiddi einhverjar verstu róstur, sem um getur í sögu Hongkong, — þriggja daga blóðbað, er kostaði 59 manns lífið, auk þess sem mörg hundruð manna særðust og limlestust. Hefndarráðstafanir gegn lögreglunni drógu dilk á eftir sér, því eftir að upp- þotið var um garð gengið, hófust hand- tökur í stórum stíl, sem ekki linnti fyrr en sex þúsundir manna höfðu verið teknir fastir, þar á meðal fjöldi Triad- bófa. Við þetta minnkaði frægðarorð klík- unnar um sinn, en nú hefur hún verið endurskipulögð og er öflugri en nokkru sinni fyrr. EITURLYFJASMYGLIÐ, sem Triad- klíkan rekur, á alveg sérstaka sögu. Austurlönd komust fyrst í kynni við eiturlyf árið 1650, er Hollendingar fluttu ópíum og ópíumreykingar til For- mósu. En þaðan barst siðurinn til meg- inlandsins. Árið 1800 lagði Kínakeisari bann við því að rækta ópíumjurtina í landinu, og sömuleiðis við innflutningi eiturlyfja er- lendis frá. Enska Austurindíafélagið lagði þegar í stað niður flutning þess á eigin skipum, en hélt hins vegar áfram að selja öðrum kaupmönnum eiturlyf, er smygluðu þeim síðan til Kína. Þetta ár var um það bil tvö þúsund kössum af ópíum smyglað inn í landið, en árið 1836 hafði smyglið aukizt upp í 26.000 kassa. Árið 1839 hernámu Englendingar Hongkong-eyjuna og gerðu hana að mið- stöð ópíumsmyglsins. — Draumsóleyjar, sem efnið er unnið úr, voru ræktaðar á Indlandi og greiddar með kínversku silfri. En brátt varð hinn sífelldi straum- ur úr landinu af þessum verðmæta málmi svo gífurlegur, að áhrifa þess tók að gæta á verðlagsgrundvelli kínverska ríkisins. Sendi þá Kínakeisari trúan og öruggan embættismann til Kanton, sem landstjóra sinn. Framh. á bls. 34. I Kína er starfræktur félagsskapur, sem fremur afbrot r nafní bræðralags og þjóðrækni og er orðinn geysivohlugur FALKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.