Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 20

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 20
SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR J. AMES — Við áttum í viðureign við kónguló. Og það hefði getað orðið örlagarík við- ureign! Svo sagði hún honum í sem fæstum orðum frá því( sem gerzt hafði. Hann tók ekki fram í fyrir henni, og þegar hún hafði lokið frásögninni, horfði hann þegjandi á hana. Hann var orð- inn fölari. — Kata, þetta hefði getað kostað þig lífið! Hann þrammaði fram og aftur um gólfið. Loks nam hann staðar fyrir fram- an hana og studdi höndunum á axlirn- ar á henni. — Heyrðu, Kata, nú tölum við ekki í gamni. Þetta er hættulegt — stórhættu- legt. Ég var að reyna að gera þér það ljóst í gærkvöldi. — Ég hef aldrei látið mér detta í hug að það væri leikur, sagði Kata lágt. — Hefur þú komizt að einhverju, sem þú hefur ekki sagt mér? Hvað veiztu eiginlega, Kata? spurði Adrian. — Ég held að Frank sé á lífi, sagði hún loksins. — Og þú heldur það líka. Hann leit undan. — Af hverju held- urðu það? En hún gat ekki komið upp um Helgu. Hún gat ekki vitað nema hann segði Dennisonshjónunum frá öllu. — Ég finn það blátt áfram á mér, sagði hún. • — Og hverjum hefurðu sagt það? sagði hann, — öðrum en mér? Ég sagði þér í gær, að þú værir í hættu. Ég hafði rétt fyrir mér, — var það ekki? — Þú heldur þá að það hafi ekki ver- ið tilviljun, að kongulóin var í herberg- inu mínu? Hann hristi höfuðið. — Ég veit eigin- lega ekki hvað ég á að halda, Kata. Hann greip ekki framí fyrir henni, og þegar hún haf ði lokið frásögninni, horfði hann þegj- andi á hana. Hann var orðlaus En ég óska þess innilega, að þú forð- ist að koma nærri þessu máli. Geturðu ekki gifzt Þessum þreytta prófessor þín- um og farið úr landi? Hún varð sárgröm. — Hvað áttu við? Bern er alls enginn „þreyttur“ prófess- or. Hann er göfugur og nærgætinn maður. — Jæja, er hann þá það? sagði Adri- an æstur. — Og þá finnst þér engin ástæða til að giftast honum! — Þetta er mál, sem ekki kemur þér við, sagði hún kuldalega. Allt í einu varð rödd hans bljúg. — Fyrirgefðu mér, Kata. Ég hefði auðvit- að ekki átt að kalla hann þreyttan prófessor — en ég hef þó að minnsta kosti ástæðu til að vera afbrýðisamur. — Ég get ekki séð, að þú hafir neina ástæðu til þess. — Nei, ég mun hafa fyrirgert réttin- um til þess að hugsa til þín, þegar ég sagði, að ég gæti ekki gifzt þér. Hjóna- bandið er þér mjög mikils virði, — er ekki svo? — Það er öllum konum mikils virði. — Já, mér hefur skilizt það. Það var þess vegna sem ég bað þig ekki um að fara með mér, kveldið forðum í Sur- rey, en bað um að fá að elska þig. Ég hélt að þú mundir kannske iðrast eftir að lofast mér. Hefðirðu viljað fara með mér, Kata? Hún fölnaði í framan. Horfði á hann dimmbláum augunum. — Ég hefði kannske gert það þá, Ad- rian. Hún skalf og vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Þetta kvöld hafði hún elskað hann svo heitt, að hann hefði getað fengið hana til alls, án þess að hann lofaði að giftast henni. En nú voru tilfinningar hennar öðruvísi, sagði hún við sjálfa sig. Og þó var hún ekki viss um að þær væru öðruvísi. — Þá? endurtók Adrian. — Já, ég hélt að þú mundir gera það, Kata. Og mér þótti of vænt um þig til þess að ég vildi eiga það á hættu. Geturðu skil- ið Það? — Já, ég held það, sagði hún angur- vær. — Ég geri ráð fyrir, að unnt sé að elska manneskju að vissu marki — nægilega mikið til þess að manni sé ekki sama um hvernig henni farnast. En ekki svo mikið að maður vilji lifa með henni alla ævi. Ég skil þetta, Ad- rian, sagði hún og hló napurt. — Þakka þér fyrir að þú sagðir mér það! — Kata! hrópaði hann. Orðin komu eins og gos, en svo þagnaði hann. Hann sneri sér undan og sagði: — Já, það var nú það. Gifztu dr. Williams og hrós- aðu happi yfir að þú slappst við að gera það, sem þú hefðir eflaust iðrast eftir alla þína ævi. En eftir það sem þú hefur sagt mér, geri ég mér ljós- ara en nokkurn tíma áður, að þú ert ekki örugg hérna. Viltu ekki trúa mér? Geturðu ekki farið héðan undireins? Hann talaði í bænarróm og það var örvæntingarhreimur í röddinni. Hún hristi höfuðið einbeitt. — Ekki fyrr en ég hef fengið eitthvað að vita um Frank. Þú getur ekki neytt mig til að flytja, Adrian. — Nei, sagði hann. — Ég gat ekki þvingað þig. Hann sneri sér að skrifborðinu, lagði ýms plögg ofan í skúffurnar og læsti þeim. Hann gerði þetta ofur rólega. — Og þú ert alveg viss um, að ég muni ekki ljósta upp um þig? sagði hún kuldalega. Hann sneri sér að henni og brosti. — Já, handviss, Kata. Svo varð þögn. Það var ólga í loft- inu. Hann gekk að arinhillunni og fékk sér vindling. Hún tók eftir að hann var ofurlítið skjálfhentur. Þau heyrðu bíl nema staðar fyrir ut- an. Svo heyrðist skóhljóð í garðinum og útidyrunum var lokið upp og lokað. Og að vörmu spori var Freda í stofunni. — Nei, — hér eru þá gestir! sagði hún glaðlega. Hún var í nærskornum, síðum buxum og í handprjónaðri hvítri peysu. Með grænan klút um stuttklippt, jarpt hárið. Hún leit ljómandi vel út, eins og hún var vön. Venjulega var Kata öfundsjúk, er hún sá Fredu, en í dag var hún of þreytt til að hugsa um slíkt. — Ég hringdi bjöllunni, en þegar eng- inn svaraði, gerðist ég svo frekur, að fara inn af svölunum, og svo settist ég til að bíða eftir þér, sagði Adrian frakkur. — Og dr. Williams gaf mér frí frá hádegi í dag. Hann hélt að ég væri þreytt, eftir það sem gerðist í nótt, stam- aði Kata. — En hvað hann var hugsunarsam- ur. Annars hugsa ég að dr. Willams hafi í mörgu að snúast núna, sagði Freda og brosti kankvíslega. — Ég brá mér í sjúkrahúsið áðan, og þá var hann hjá Helgu. Mér sýndist hann hafa verið þar góða stund. — Viltu reykja, Freda? Adrian bauð henni úr vindlingaöskjunni og hún tók einn. Þegar hann kveikti í hjá henni horfði hún brosandi í augun á honum. Augnaráðið var ögrandi. — En hvað það var gaman, að þú skyldi heimsækja okkur undir eins og þú komst til baka, sagði hún. — Æ, Kata, meðan ég man — Helgu vantar sitt af hverju — náttföt, rúmjakka og fleira. Kannske þú viljir taka þetta dót saman og stinga því ofan í tösku. Þá skal ég reyna að ná í einhvern til að skreppa með það í sjúkrahúsið. Kötu fannst líkast og verið væri að banda sér burt, eins og ásækinni flugu, og Freda brosti til Adrians, eins og hún vildi segja: „Loksins erum við ein.“ 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.