Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Qupperneq 21

Fálkinn - 23.11.1960, Qupperneq 21
MYNDSKREYTING GUNNAR EYÞDRSSDN BRÓÐURLEITIN Kötu kenndi til í hjartanu. Mundi Adrian endurgjalda brosið og gera Kötu enn vissari um; að gott væri á milli þeirra? En Adrian starði á vindlinginn sinn. Svo rétti hann úr sér og sagði: — Heyrðu, Freda, ég hef verið að hugsa um það fram og aftur, — og ég er kominn að þeirri niðurstöðu, að við eigum að segja Kötu sannleikann. Eg held að það sé bezt, bæði fyrir hana og fyrir okkur hin. Freda hrökk við og fölnaði undir farðanum. — Hvað — hvað ertu að segja, Ad- rian? — Ég er að meina sannleikann um Frank og hvarf hans, sagði hann án þess að líta á hana. — En .... hvað getum við eiginlega sagt? stamaði hún. Hún virtist rugluð og ekki átta sig á hvert hann væri að fara. — Kata er komin nær og nær sann- leikanum — eða minnsta kosti nokkru af sannleikanum, sagði hann rólegur. — Hún heldur að Frank sé á lífi. Hún var að segja mér það áðan. — En hvernig getur hún verið sann- færð um það? Hann brosti. -— Kata er enginn bjáni, ég sagði þér það í upphafi, Freda. Ég veit, að þið Rodney álituð, að það væri nærgætnast að segja henni ekki hvernig komið var. Láta hana halda, að bróðir hennar hefði villzt eftir að hann nauð- lenti — og að hann væri sennilega dá- inn. En ég hef aldrei haft trú á að Kata vildi trúa því. Ef hún hefði trúað því, mundi hún aldrei hafa komið hingað. Og þess vegna álít ég að hún eigi að fá að vita sannleikann. Það getur ver- ið gott og blessað, að við reynum að hlífa mannorði Franks, en það er ekki réttlátt gagnvart okkur sjálfum, að við látum hana halda að við séum .... ja, hreint og beint morðingjar. — Nei, kannske ekki, sagði Freda og horfði á hann og var auðsjaánlega að reyna að skilja, hvert hann væri að fara. — Þá vitið þið bæði, að hann er lifandi! sagði Kata áköf. — Já, við vitum ekki annað, sagði Adrian og bætti þurrlega við: — Hann var að minnsta kosti bráðlifandi, þeg- ar ég sá hann seinast. — Áttu við í eyðimörkinni, þegar þú fórst að sækja hjálp? Adrian slökkti í vindlingnum. — Jú, þannig hljóðar sagan. Ég bjó hana til vegna þess að við Frank höfðum verið vinir svo lengi, Kata. Ég vildi ekki láta neinn vita sannleikann. En af því að þú hefur verið sí-snuðrandi síðan þú komst hingað, neyðir þú mig í rauninni til að leggja spilin á borðið .... Röddin var föst, en hann forðaðist að líta á Kötu. Það var nærri ótrú- legt, að þetta væri Adrian, sem væri að tala. — Hver er sannleikurinn, Adrian? Hún reyndi að gera röddina styrka. Henni fannst líkast og hún væri að leika í leiksýningu. Hann forðaðist augnaráð hennar. — Heldurðu, að þú þolir að heyra sannleikann, Kata? Hún hikaði svolítið. — Já, ég vil vita sannleikann, hver svo sem hann er, sagði hún svo. Loks leit hann á Fredu. — Ertu sam- mála um að segja henni hvað það er, sem í raun og veru hefur komið fyrir? Hún yppti öxlum. Hún hafði ekki haft augun af honum eitt augnablik, og enn virtist hún vera á báðum átt- um. Svo kinkaði hún kolli. Hann sneri sér aftur að Kötu. Framh. FALKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.