Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 23

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 23
Kötturinn hét Plútó. Hann var eftirlætiS mitt og elti mig um allt húsið laus af bræði. Það var líkast og öll heil- brigð skynsemi flýði mig, en í staðinn fylltist ég djöfullegri fúlmennsku, sem stafað hefur af áfenginu. Ég titraði allur af bræði, dró sjálfskeiðinginn upp úr vasanum, opnaði hann, greip um háls- inn á vesalings kettinum og stakk með köldu blóði úr honum annað augað. Ég roðna þegar ég skrifa um þetta djöfullega heiftarverk — það fer hroll- ur um mig og svitanum slær út á mér. Morguninn eftir, þegar ég hafði sofið úr mér og hafði vitkazt aftur, var ég bæði sneyptur og með samvizkubit út af þessum glæp, sem ég hafði framið, en þó gagntók þetta mig ekki. Kötturinn lifði þetta af. Tóm augna- tóttin var að vísu hræðilega ljót, en kötturinn virtist ekki kveljast lengur. Hann gekk um húsið eins og hann var vanur, en lagði hræddur á flótta hve- nær sem hann sá mig, og það var meir en skiljanlegt. Ég var enn svo hugsjúk- ur út af þessu, að mér leið illa að verða fyrir þessum viðbjóði af hálfu skepnu, sem áður hafði þótt vænt um mig. En þessi tilfinning breyttist smám saman í ergelsi og síðan öfugsnúið hatur. Það var þetta, sem olli tortímingu minni að lokum. Það er afar undarlegt með þessa und- irvitundar löngun eftir að kvelja sjálf- an sig og fremja ranglæti aðeins rang- lætisins vegna. Ég knúðist ósjálfrátt til þess að fullgera það hermdarverk, sem ég hafði byrjað, á vesalings skepnunni. Einn morguninn renndi ég af yfirlögðu ráði snöru um hálsinn á kettinum og hengdi hann upp í tré. Já, ég hengdi hann með tárin í augunum og með níst- andi samvizkukvölum — hengdi hann einmitt vegna þess, að ég vissi, að hon- um þótti vænt um mig, — af því að ég vissi, að ég hafði ekki snefil af ástæðu til að hata hann ... Nóttina eftir þennan hraklega verkn- að vaknaði ég við hróp: — Eldur í húsinu! Það brennur! Húsið stóð í björtu báli, og munaði minnstu að við brynnum inni. Það brann til kaldra kola, og ég missti allt, sem ég átti í veröldinni. Frá þeim degi greip mig botnlaus ör- vænting. Ég skal ekki fullyrða, að samband hafi verið milli illverknaðar míns og húsbrunans. Ég segi aðeins frá því, sem gerðist, og ætla ekki að stela neinu und- an. Daginn eftir brunann kom ég að rústinni. Allir veggirnir voru hrundir, nema einn. Það var þunnur skilrúms- veggur um bað bil í miðju húsinu. — Höfðalagið á rúminu mínu hafði staðið upp að þessum vegg. Múrhúðunin á veggnum hafði víðast hvar staðizt hit- ann, líklega af því að hún var svo til ný. Fjöldi af fólki hafði hópazt að þessum vegg, og ýmsir virtust skoða nokkurn hluta hans mjög ítarlega. Ég heyrði ýmis orð á stangli, svo sem „einkennilegt“ og „merkilegt“. Þetta gerði mig forvitinn, svo að ég fór nær, og nú sá ég eitthvað, sem líktist gríðarstórum ketti á múrn- um. Og það var hægt að sjá, að köttur- inn var með snöru um hálsinn. Þegar ég kom auga á þessa drauga- mynd — annað gat það ekki verið, að minni skoðun — greip mig angist og hræðsla. En svo fór ég að hugleiða, að kötturinn hafði verið hengdur úti í garðinum, talsverðan spöl frá húsinu. Þegar verið var að hrópa, að eldur væri í húsinu, voru margir þar 1 kring, og kannski hafði einhver komið auga á hengda köttinn og skorið hann niður og fleygt honum inn um opinn gluggann, eflaust til að vekja mig. Síðan höfðu veggirnir hrunið saman og kötturinn pressazt upp að skilrúminu og inn í múrhúðina, sem ekki var vel þurr enn, og hitinn og ammóníakið í hræinu svo etsað þessa mynd í kalkið. Ég gat þannig gert mér eðlilega skýr- ingu á þessu, en vegna þess, að ég hafði svo vonda samvizku, gat ég ekki gleymt myndinni, gat ekki losað mig við þessa draugamynd, og oft vakti hún í mér eitt- hvað, sem ekki var iðrun heldur eins konar sorgyfir að hafa misst skepnuna.Á drykkjukránum, sem ég heimsótti dag- lega, fór ég að svipast um eftir nýjum ketti, sem helzt átti að vera sem líkast- ur þeim fyrri. Eitt kvöldið sat ég í hálfgerðri vímu á sérstaklega illa þokkuðum stað, og tók þá eftir einhverju svörtu, sem lá uppi á brennivíns- eða rommtunnu. Ég fór þangað og þuklaði á því og fann að þetta var köttur, mjög stór — fyllilega eins stór og Plútó og mjög líkur hon- um, nema að einu leyti. Á Plútó hafði hvergi verið hvítur díll, en þessi köttur var með hvítan blett, sem náði yfir nærri því alla bringuna. Þegar ég snerti við honum stóð hann undir eins upp, fór að mala, neri sér upp að hendinni á mér og sýndi greini- lega, að hann var ánægður með að ég skyldi skipta mér af honum. Þarna hafði ég fundið það, sem ég leitaði að. Ég bað gestgjafann um að selja mér köttinn, en hann sagðist ekki mega selja hann. — Hann vissi ekki hver ætti hann, og hefði aldrei séð hann áður. Ég klappaði kettinum, og þegar ég bjó mig til að fara heim vildi hann elta mig. Ég leyfði honum það, og við og við á leiðinni beygði ég mig til að strjúka honum. Þegar við komum heim lét hann undir eins og hann væri heima hjá sér. Konunni minni þótti vænt um hann frá fyrstu stundu. En ég fyrir mitt leyti fór bráðlega að leggja fæð á köttinn. Hann varð alls ekki eins og ég hafði búizt við. Það var auðséð, að honum þótti vænt um mig, en mér gramdist það og varð leiður á honum. Þegar frá leið var ég farinn að hata hann. Ég forðaðist hann, en um leið hugsaði ég með blygðun til míns fyrra grimmdarverks. Ég gerði honum ekki mein, en hugsaði til hans með sí- vaxandi óvild og loks hafði ég beina andstyggð á honum. Það, sem vafalaust megnaði hatur mitt til skepnunnar var uppgötvun, sem ég gerði þegar fyrsta morguninn. Þessi köttur var eineygður, eins og Plútó — en þess vegna var konan mín betri við hann. Þrátt fyrir óvild mína virtist köttur- inn verða meir og meir elskur að mér. Hann var óskiljanlega fíkinn í að elta mig. Undir eins og ég settist, skreið hann undir stólinn minn eða hoppaði upp á hnén á mér og neri sér upp að mér, svo að ég fylltist viðbjóði. Ef ég stóð upp og ætlaði að fara, hljóp hann milli lapp- anna á mér, svo að mér lá við að hrasa, eða hann læsti klónum í fötin mín og klifraði upp á bringu á mér. Þegar svo stóð á sárlangaði mig til að drepa hann. En það var gamla misgerðin, sem aftraði mér frá því — nei, ég játa fúslega, að ég var í rauninni hræddur við þessa skepnu. Það er erfitt að gefa skýringu á þess- ari hræðslu. Þegar maður situr í aftöku- klefa illræðismanns, eins og ég geri nú, get ég gjarnan játað, að hræðsla mín við köttinn stafaði meðfram af ímyndun og hugarórum. Konan mín hafði oft minnzt á hvíta blettinn, sem var eini sýnilegi munurinn á nýja kettinum og þeim dauða. Útjaðrarnir á þessum bletti voru alltaf að breytast. En loks fór blettur- inn að taka á sig ákveðna mynd og líkt- ist — að minnsta kosti í mínum augum — einhverju óhugnanlegu. Gálga — þessu tæki dauðastríðsins og dauðans. Frh. á bls. 33 FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.