Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Side 24

Fálkinn - 23.11.1960, Side 24
SPORTPEYSA MEÐ HETTU Stærð: 92 cm brjóstvídd; 7—8 1. = 5 cm. Efni: Gróft sportgarn. Prj. nr. 5 og 66. Hringprj. nr. 5. Prjónamunstur I.: 1 sl. snúin (prj. aftast í lykkjuna), 1 br. Eins á réttu og röngu. Prjónamunstur II: Sléttprjón. Slétt á réttunni, brugðið á röngunni. Bakið: Fitjið upp 73 1. á prj. nr. 5. Prj. 4 cm á munstri I. Skiptið yfir á prj. nr. 6 og haldið áfram með sléttprj. Eftir 10 cm er 1 1. aukin út hvoru meg- in, aukið út 2svar í viðbót á 7 cm milli- bili (79 1.). Prj. þar til bakið er 33 cm. Tekið úr fyrir handveg á réttunni. Fyrir innan 3 fyrstu og síðustu lykkjurnar er 1 1. tekin úr á 4. hverjum prj. (á byrj- un prj. er 2 1. prj. saman, í lok prj. er 1. dregin yfir þá næstu). Endurtekið 7 sinnum. Þegar 57 cm eru búnar, eru feldar af 2X6 1. beggja vegna fyrir axlasaum. Afgangurinn, 41 1. sett á hjálparprjón. Framst-ykkið: Prj. eins og bakið; þeg- ar lokið er við að taka úr fyrir hand- veg (65 cm) er 1 1. aukin í beggja vegna 3svar á 2V2 cm millibili (71 1.). Þegar framstykkið er 32 cm, er byrjað á munsturoddinum á 3 1. á miðjum prj. (1 br., 1 sl. snúin, 1 br.). Á 4. hverj- um prj. er 2 1. bætt við oddann hvoru megin, þar til 47 1. eru í oddanum. Þeg- ar oddurinn er 23 cm, er aðeins hluti af prj. prjónaður: prj. 23 I, snúið, prj. til baka; prj. 18 1., snúið, prj. til baka; prj. 15 1., snúið, prj. til baka; prj. 12 1., snúið, prj. til baka. Fellið svo af fyrir öxlinni 2X6 1. Prj. hinn helminginn á sama hátt. Afgangurinn, 47 1., settur á hjálpar- prjón. Frh. á næstu síðu. KÆLISKÁPURINN Myndin efst á síðunni er af hæfilegum skáp fyrir 4—5 manna fjölskyldu. Mynd- in hér að ofan: Þœgileg ílát til geymslu í kœliskáp. Takið eftir, að þau falla hvert inn í annafí og spara því rými. Eitt af því, sem þykir sjálfsagðast á hverju heimili í dag er kæliskápur, og kemur hann ekki síður að notum hjá lítilli en stórri fjölskyldu og fáir kvarta yfir því að hann verði of stór. Húsmóðirin getur gert nákvæmari innkaup; lítil eða engin matvæli þurfa að fara til spillis, jafnvel um hásumar- ið; maturinn er alltaf lystugur, auk þess sem mikill vinnusparnaður er að kælis- skáp. En munið, að matvæli hafa einnig í kæliskáp takmarkað geymsluþol. — Geymsla í kæliskáp er kæling, — ekki frysting, — við nál. 4° C. í sjálfum kælinum er hitastigið undir 0° C (venjulega -e5°—10° C), þar er hægt að frysta ísmola og ábætisís og geyma frosin matvæli nokkurn tíma. En ekki er hægt að hraðfrysta þar mat- væli til geymslu. Hvar á að staðsetja kœliskápinn? Ef því verður viðkomið, á að stað- setja kæliskápinn í nánd við aðalvinnu- svæðið í eldhúsinu til að spara húsmóð- urinni sporin. Þó ekki of nálægt mið- stöð eða eldavél, þá eyðir kæliskápur- inn meira rafmagni. Hann þarf að standa stöðugur og lóðréttur og loftið þarf að geta leikið um hann. Ef loftristir eru á kæliskápum, eins og t. d. þeim frá Rafha, má aldrei hylja þær, þurrka þarf leir- þyrnur eða annað því um líkt. Hvernig á að nota kæliskápinn? Hitinn 1 skápnum á að vera, eins og fyrr segir, nál. 4° C neðst í skápnum. Ágætt er að hafa hitamæli í honum fyrst í stað, þá lærist fljótt að stilla hann rétt. Loftstraumurinn leitar ætíð frá kæl- inum, kalda loftið sekkur. Sé kælirinn t. d. í hægri horni, leikur kuldinn niður með hægri hliðinni, eftir botninum og upp eftir vinstri hliðinni að kælinum. Þess vegna má aldrei stafla of þétt í kæliskáp né alveg fram með hliðum hans. Þar sem kaldast er beint fyrir neðan kælinn, geymir maður Þar allt hrátt kjöt og fisk. Allan lyktarsterkan mat á að setja í námunda við kælinn, þ. e. a. s. þar sem loftið leitar upp á við. Loftið hreinsast á vissan hátt, þegar það leikur um kælinn. Allan mat skal geyma í luktum ílát- um eða vafið í loftþéttar umbúðir, eins og plastík og málmpappír, annars þorna þær, og ýmist gefa frá sér lykt og bragð eða taka það í sig. Ferhyrndar skálar

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.