Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Síða 32

Fálkinn - 23.11.1960, Síða 32
Ást á rauðu Ijósi - Frh. af bls. 15 — Jæja, hvað segirðu? sagði hún og hvolfdi úr flöskunni í glas sitt. — O, ekkert sérstakt, anzaði ég. — Ég heyrði Þú hefðir fengið styrk til að fara út, sagði hún. — Vel af sér vikið. Ferðu? — Það er ekki ákveðið. — Já, og Lína vinkona þín er ólétt. Ég heyrði hún ætlaði að gefa krakk- ann af því að hún vissi ekki, hver ætti hann og gæti ekki fengið neinn af þeim, sem koma til greina, til að giftast sér. Aumingja stelpan. Ég reiddist. — Hvaða vitleysa er í þér. Dóra sperrti upp augun. — Já, hún ætlaði víst að segja, að hann Pétur Sig. ætti krakkann. Hann vildi ekki gangast við því. Það hef ég að minnsta kosti heyrt. — Þvæla, hreytti ég út úr mér. — Hægan, væna, ég skal ekki orða Línu meira, sagði Dóra sefandi. -— Þetta bara valsar í bænum, skilurðu. — Jæja. — En ég veit að minnsta kosti að Kæja konan hans Bjössa er ólétt, sagði Dóra hróðug. — Það er farið að bera á henni. — Skyldi hún mega vera ólétt, sagði ég kæruleysislega og mundi í svipinn hvorki eftir Kæju né Bjössa. — Finnst þér nú ekki dálítið skrítið að hún skuli vera ólétt, sagði Dóra áhugsasöm. — Ég meina, gift fólk, það getur haft sína hentisemi og stjórnað þessu — það er miklu skiljanlegra með fólk, sem ekki er gift. Það er bara . . . Dóra smellti með fingrum . . . bara sona blossi, sem slokknar . . . — Þú ert fróð, sagði ég — og skáld- leg líka. Dóra ropaði. — Ó, fyrirgefðu, sagði hún og roðn- aði. — Ég er alveg í vandræðum með mig. Kók hefur eitthvað sv.o ertandi áhrif. — Ég held þú ættir þá ekki að drekka það, sagði ég hlæjandi. Dóra hallaði sér fram á borðið. — Þú þekkir Sigurdísi Markúss, er það ekki? — Kannast við hana. — Ég hef heyrt hún sé ólétt og . . . Ég slökkti harkalega í sígarettunni. — Svei mér þá, Dóra, viltu ekki bremsa. Geturðu ekki talað um neitt annað en óléttur? — Hvort þetta eru fréttir með kell- inguna! Hún er komin hátt á fimmtugs- aldur, og það er sagt að faðirinn sé nítján . . . Ég greip höndum fyrir eyru. — Hvar vinnur þú núna? sagði ég. — Oj, hvað þú ert óspennandi, sagði Dóra, — ég ... vinn í verksmiðju. Pakka kexi. Ansi gaman. 32 FÁLKINN — Mjög tilbreytingaríkt, geri ég ráð fyrir? — Þú ert alltaf sami háðfuglinn, sagði Dóra og leit gremjulega á mig. — Leyf- ist mér að pakka inn kexi eins og mér sýnist? — Sjálfsagt, sagði ég og brosti. Dóra leit á sígarettupakkann minn. — Má ég fá eina? — Gjörðu svo vel. Ertu nýbyrjuð að reykja? — í sumar. Þær reykja allar, stelp- urnar, sem ég er með, bæði í kexinu, fylkingunni og kórnum. Ég er bara að prufa. Reyki ekkert að ráði. Ég kaupi mér til dæmis aldrei sígarettur. Bara tek ef mér er boðið. Hún kveikti sér í, sogaði að sér og púaði viðvaningslega. — Já, heyrðu mig eina stund, sagði hún með ákafa. — Ég frétti eitt alveg ægilegt í gær. — Dóra, stundi ég. — Ef það er óléttusaga, þá er ég farin. — Það er sko ekki óléttusaga, það er um þig, sagði Dóra og iðaði í stólnum. Ég fékk ofurlítinn hjartslátt. Dóra hallaði sér aftur og horfði leynd- ardómsfull á mig. — Þú ert með Þorkatli, er það ekki? Ég roðnaði. — Svona stundum, jú. — Og hann varð stúdent í vor. — Já. — Og hann vill fara út og lesa . . . bíddu við, hvað var það nú aftur? Já, sona listasögu? — Já, sagði ég og fékk sting í mag- ann. — Þú ætlaðir líka? — Já. — Og nú er hann hættur við að fara, sagði Dóra og starði á mig eins og hún væri að lesa mig niður í kjölinn. — Hver segir Það, sagði ég óþolin- móð. — Það er allt óákveðið . . . — Jæja? Og Dóra lyfti brúnum fagurlega. — Ekki heyrði ég söguna þannig. — Hvaða sögu, geturðu ekki sagt manni þetta, nema það sé togað með töngum? Þá er þér brugðið, sagði ég. — Ho, ho, ertu forvitin? sagði Dóra og hló. — Ég heyrði hvorki meira né minna en að mamma hans hefði sett honum tvo kosti. Hann mætti fara út, ef hann setti frat á þig að eilífu, eða hann hírðist hér heima og færi hvergi og fengi aldrei að lesa listasögu. Ég svaraði engu. Mér varð sjóðandi heitt um allan líkamann og ég fálmaði eftir annarri sígarettu. Dóra horfði sífellt á mig. — Jæja, hvernig lízt þér á? Ég kingdi. — Bölvað þvaður er alltaf í þér, tókst mér að stynja upp. — Þvaður og ekki þvaður, sagði Dóra. — Hann Kjartan sagði mér þetta eftir Lísu, og Lísa hafði heyrt það hjá Binnu, sem er frænka hennar Gróu, dóttur Sig- urdísar. Og sem sagt: Sigurdís ólétta og Magdalena mamma Þorkels eru æsku- vinkonur. Og ætlarðu svo að bera á móti þessu? Ég kveikti í sígarettunni. —- Þú skelfur öll, sagði Dóra og var ögn samúðarfyllri. — Mig langaði bara að vita, hvort þetta væri satt. Mér finnst hún aldeilis hryllileg hún Magdalena, ef þetta er satt. Svei mér þá. Ég held að svona nokkuð hefði tíðkazt í forn- öld, en ekki á okkar dögum. Ég svaraði ekki. Dóra leit á mig, brosti afsakandi og sagði: — Ég veit mér kemur þetta ekki við. En ég frétti þetta. Ekki get ég gert að því. — Nei, auðvitað ekki, sagði ég og fékk mér þriðja tebollann. Dóra tók kipp. — Almáttugur, klukkan er orðin tíu. Og ég sem var á leiðinni niður í Tjarn- argötu. Vilt þú ekki koma með? Það er svo gaman þar, sérstaklega á kvöldin. — Néi, þakka þér fyrir, sagði ég. Dóra reis í flýti á fætur. — Jæja, ég segi þá bara bæbæ. — Bless, sagði ég utan við mig. Hún flýtti sér burtu og ég sat eins og steingervingur eftir. Var þetta satt? Gat það verið, að frú Magdalena hefði hreinlega sett syni sínum þessa kosti? Ég vildi ekki trúa því. Gat ekki trúað því. Svo mikið illyrmi var hún ekki. Ég lauk úr bollanum og smeygði mér fram úr sætinu. Ég riðaði eins og ég væri drukkin, en gat staulazt út á göt- una. Sama rigningin enn. Allt var ömur- legt. Fáeinar hræður skutust kaldar og' druslulegar um göturnar. Ég eigraði af stað, gáði hvorki til hægri né vinstri. Bíll flautaði ferlega og ég heyrði hvin í bremsum. — Ertu vitlaus? var kallaði reiðilega. — Afsakið! tautaði ég og skjögraði áfram. Ég heyrði bílinn koma á eftir mér. — Ertu hætt að þekkja mann? sagði Þorkell fúll. — Ha? sagði ég. — Ert það þú? — Já, og draujaðu þér inn í bílinn í hvelli. Hvað var að þér? Það munaði ekki hársbreidd að ég keyrði yfir þig. Ég settist inn í bílinn og Þorkell ók hægt af stað. Hann horfði til mín öðru hvoru. — Ertu lasin? Þú ert svo blaut. Við skulum koma heim og hlýja okkur. Ég hrökk við. — Heim? Heim hvert? — Heim til mín, sagði hann. — Nei, hrópaði ég og Þorkell leit for- viða á mig. — Jæja, heim til þín þá, elskan mín. Þú getur fengið lungnabólgu, ef þú skiptir ekki um föt strax. Ertu ekki alveg holdvot? Ég kinkaði kolli. -— Ég var bara úti að labba, tók eigin- lega ekki eftir rigningunni. — Þú hefur þá verið utan við þig, lambið mitt, sagði Þorkell ástúðlega. — Annars er ég búinn að leita að þér um allan bæinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.