Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Síða 33

Fálkinn - 23.11.1960, Síða 33
Svartur köttur - Frh. af bls. 23 Þetta var ástæðan til að ég hataði köttinn og hafði viðbjóð á honum. Ég varð vansæll og aumur af þess- ari sjúklegu ímyndun. Skynlaus skepna, eftirmynd þeirrar, sem ég hafði drepið, — mállaus skepna bakaði mér, sem þó var fæddur í guðs mynd, óbærilegar þjáningar! Nú fékk ég aldrei frið, hvorki nótt eða dag. Á daginn skildi kötturinn aldrei við mig eitt augnablik. Og á nótt- inni var ég alltaf að hrökkva upp eftir ógeðslega drauma, og þá fann ég andar- drátt kattarins leika um vitin á mér og hann sjálfan eins og á bringunni á mér. Kötturinn var lifandi martröð. Eymd mín var svo gífurleg, að það lítið af góðu, sem kannske var til í mér, hvarf algerlega. Illar hugsanir voru eini félagsskapur minn, dimmar og djöful- legar hugsanir. Þunglyndi mitt varð að hatri til alls og allra, en því miður varð það konan mín, þolinmóð og aldrei kvartandi, sem ofsaköst mín og stjórn- laust æði bitnaði fyrst og fremst á. Við vorum bláfátæk og áttum heima í húsgarmi, sem var kominn að því að hrynja. Einn daginn áttum við bæði er- indi samtímis ofan í kjallarann. Kött- urinn elti mig niður breiðan stigann. Ég hrasaði um hann og var rétt að segja dottinn, og þá greip mig óstjórnlegt æði. Ég þreif öxi, gleymdi alveg hinum barns- lega kvíða, sem alltaf hafði verið í mér, og reiddi öxina að kettinum. Höggið hefði steindrepið köttinn ef það hefði hitt hann eins og ég ætlaðist til. En kon- an mín greip í handlegginn á mér svo að mér skeikaði. Ég varð enn óðari en áður, við það að hún reyndi að hindra mig. Ég hristi hana af mér og keyrði öx- ina inn í heila á henni. Hún hneig niður dauð, án þess að nokkur stuna heyrðist í henni. . . Þegar ég hafði framið þetta hræðilega morð var fyrst og fremst um að gera að fela líkið. Nú var ég orðinn alveg rólegur aftur og fór að íhuga, hvað ég ætti að gera. Mér var ljóst, að ekki væri þorandi að fara með líkið út úr húsinu, hvorki að nóttu eða degi, án þess að eiga á hættu að grannarnir tækju eftir því. Ég hugsaði ýmis úrræði. Loks fékk ég hugmynd, sem mér fannst betri en allar hinar. Ég afréð að múra líkið inni niðri í kjallaranum. Ég hafði lesið, að munkarnir hefðu gert þetta á miðöldum við þá, sem þeir drápu. Kjallarinn minn hentaði ágætlega til þessa. Steinveggirnir voru lauslega hlaðnir og nýlega múraðir. Steinlímið var ekki orðið þurrt. í einum veggnum var innskot — það hafði verið ætlunin að gera eldstó þar. En ekkert hefði orð- ið af því, svo að múrað hafði verið fyrir gatið til að gera vegginn sléttan. Ég gæti losað steinana þarna, lagt líkið inn og hlaðið fyrir holuna aftur, svo að engin manneskja gæti séð neitt grunsamlegt. Þetta reyndist eins og ég hélt. Ég los- aði steinana, lagði lík konunnar minnar inn í holuna og múraði svo fyrir aftur. Ég útvegaði mér kalk og sand með svo mikilli leynd, sem mér var unnt, og svo múrhúðaði ég vegginn, svo að ekkert bæri á verksummerkjunum. Þegar ég hafði lokið þessu þóttist ég sannfærður um, að það hefði tekizt vel. Ég hreins- aði vel eftir mig á gólfinu og sagði sigri hrósandi við sjálfan mig: — Þetta hefur þú þó að minnsta kosti gert vel! Það næsta, sem þurfti að gera, var að leita uppi köttinn, sem átti sökina á þessum ófarnaði. Ég hafði afráðið að drepa hann. Ef ég næði í kvikindið þá væri úti um það, en hann hafði auðsjá- anlega orðið hræddur við mig og forðað sér. Ég get ekki lýst hve vel mér leið, að hafa ekki kvikindisóhræsið fyrir augun- um. Ég sá hann ekki heldur, þegar ég kom heim um kvöldið, svo að líklega mundi verða rólegt hjá mér í nótt, aldrei þessu vant. Já, ég svaf vært — þó ég hefði morð á samvizkunni. Svo liðu tveir dagar og ekki kom kvalarinn minn aftur. Mér létti og fannst ég vera að verða frjáls maður. Kötturinn hafði þá orðið svo hræddur, að hann hafði flúið fyrir fullt og allt. Nú slapp ég við að sjá hann framar. Ég var sæll. Glæpurinn, sem ég hafði fram- ið, olli mér ekki neinum sálarkvölum. Ég hafði oft verið spurður um konuna mína en aldrei látið standa á svari. Gestina mína grunaði ekki neitt. Mér fannst ég vera orðinn öruggur um aldur og æfi. En fjórða daginn eftir morðið komu einhverjir lögreglumenn. Þeir fóru að kanna húsið hátt og lágt. Ég var viss um að þeir mundu aldrei finna felustað- inn, svo að ég var ekkert hræddur, en hagaði mér eðlilega í alla staði. Lög- reglumennirnir vildu láta mig fylgja sér um húsið, og það gerði ég. Þeir snuðruðu í hverjum krók og kima. Loks fóru þeir niður í kjallarann aftur, — það var í þriðja eða fjórða skiptið. Ég brá ekki svip. Hjartað sló rólega. Ég fór með þeim um endilangan kjallarann með krosslagðar hendurnar. Lögreglumennirnir voru orðnir grun- lausir og bjuggu sig til að fara. Þá varð gleðin of rík í mér og ég mátti til með að segja eitthvað. Þeir voru komnir að stiganum, þegar ég kallaði: — Það gleður mig mjög, að ykkur er horfinn grunurinn. Ég óska ykkur til hamingju með starfið í framtíðinni, en ég vildi óska, að þið sýnduð ofurlítið meiri nærgætni. En finnst ykkur þetta hús ekki vera skrambi vel byggt? Ég fullvissa ykkur um, að það er það. Lítið þið bara á þessa þykku veggi — hvað er þetta, eruð þið að fara? Hafið þið nokkurn tíma séð svona trausta veggi? Hugsið ykkur! í ofmetnaði mínum barði ég með stafnum á vegginn, einmitt þar sem ég hafði grafið lík konunnar minnar... Varðveiti guð mig fyrir klóm satans! Hljóðið eftir höggið var tæpast þagnað fyrr en ég fékk svar. Ég heyrði rödd úr gröfinni! Fyrst veinandi og kveinandi eins og barnsgrát, — en svo langt, sker- andi vein. Annarlegt vein, sem líktist ekki manneskjuveini. Það var hatur og hræðsla í veininu — en líka sigurgleði. Það væri fásinna að ætla sér að gera grein fyrir tilfinningum mínum þessa stund. Ég slagaði hálf meðvitundarlaus upp að hinum veggnum. Lögreglumenn- irnir við dyrnar stóðu fyrst í stað hreyf- ingarlausir, lamaðir af hræðslu. En svo tóku þeir sig á, og eftir dálitla stund höfðu þeir náð í verkfæri og fóru að brjóta vegginn. Steinarnir losnuðu og nú sást opið. Brátt kom líkið í ljós, það var orðið mikið breytt. En það, sem okkur varð starsýnast á var það, sem sat á höfði konunnar minnar — ógeðslegt kvikindi með uppglentan, rauðan hvoftinn og vítiseldur virtist brenna í augunum. — Þetta var kvikindið, sem átti sökina á því, að ég hafði myrt konuna mína, og nú hafði það með veini sínu ofurselt mig böðlunum ... Án þess að vita af hafði ég múrað köttinn inni í gröfinni! „Sjá hér hve.. Frh. af bls. 13 gangandi upp götuna. Húfan hans var allt of stór og slútti yfir andlitið. Það var byrjað að rigna. Maðurinn nam stað- ar undir ljósastaur og gáði á klukkuna. Stóra regnkápan glampaði í birtunni. Hann hafði tekið ákvörðun. Lestin fór eftir tvo klukkutíma. Hann varð að hafa hraðan á. Það var langt til stöðvarinn- ar. Hann hélt áfram. Bara að hann titr- aði ekki svona. Stöku sinnum leit hann við. Hann var einn á götunni núna. Búðum hafði verið lokað fyrir löngu. Þarna var bankinn. Leið hans lá fram- hjá upplýstri verzlun og hann kíkti inn. Hann sá mann í hvítum slopp beygja sig yfir peningakassann. Kannski var þetta betra. Já, því ekki það! Hann nam staðar skammt frá glugganum, hall- aði sér upp að veggnum. Bara að hann titraði ekki svona. Eitthvað heyrðist. Langt í burtu sást glampi frá reiðhjóls- lukt. Ljósið nálgaðist óðum. Ljóskeilan frá luktinni dansaði á götusteinunum. Ef þetta væri nú lögregluþjónn! Hann þrýsti sér upp að veggnum og laut höfði. Maðurinn á reiðhjólinu þaut fram hjá og ljósið fjarlægðist, syngjandi ýlfrið í hjólinu dó út. Hann hikaði um stund. Svo tók hann hendur úr vösum og tók í búðardyrnar. Þær voru opnar. Mallesen var að ganga frá peningun- um til frú Jensen. Hann leit yfir gler- augun, þegar dyrnar opnuðust. Hvað FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.