Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Síða 5

Fálkinn - 29.03.1961, Síða 5
 ' p j// ■ að þung refsing getur legið við letinni? Letin hefnir sín að jafnaði sjálf, á þann hátt að sá lati fe.r á mis við þau lífsins gæði, sem hann að öðrum kosti hefði getað aflað sér. En aðra refsingu sleppur sá lati við, það er að segja á VesturlöncL um. En þar sem kommúnist- ar ráða er þessu öðruvísi var- ið. Þar verða menn að vinna, annars kemur refsingin í Praha var t. d. fyrir skömmu maður dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir leti. að ein fegursta og dýrasta bygging veraldar er í Burma? Shwedagon-pagóðan í Rangoon er Búdda-musteri, og á hárlokkur af Búdda að vera í hornsteininum, sem var lagður fyrir 2500 árum. Síðan hefur musterið verið stækkað sí og æ. Turninn á því er 110 metra hár og al- þakinn gulli, en í toppinum eru kynstur af eðalsteinum. GAMLAR AUGLÝSINGAR. Það getur oft verið gaman að blaða í gömlum blöðum, sérstaklega, ef þau eru nógu gömul. Eftirfarandi auglýs- ingar eru úr dagblöðum frá 1907: Thomsens Magasin, Vefn- aðarvörudeildin, mælir með sér sjálf. Búðin er einhver sú skrautlegasta hér á landi. Hún er 50 álna löng, þó áttar hver og einn sig strax, þegar hann kemur inn í dyrnar og ekki þarf að villast úr einu horninu í annað. Vörurnar eru bæði miklar og marg- breyttar og sérstaklega vand- aðar og ódýrar. Þetta getur hver sannfært sig um sjálf- ur, með því að koma þangað og skoða sig um. Thomsens Magasin. Hótel ísland. Veitingastof- an Dagsbrún er opnuð til af- nota. Frá klukkan 6 á morgn- ana til klukkan 10 á kvöldin fæst þar: Kaffi .......verð 10 aurar Kaffi með brauði— 15 — Glas af mjólk . . — 10 — Glas af mjólk með brauði . . — 15 — 700 króna stórþjófnaður var framinn nýlega hjá kaup- manni G. Zoéga. Það er eng- in gróðavon að slíkum skolla. Ef þið viljið verulega græða, þá komið þið um hádegisbil- ið inn um búðardyrnar og kaupið nauðsynjar ykkar hjá B. H. Bjarnason. Kína-lífs-elixír Vald Pet- ersens. Taugaveiki, svefn- leysi og lystarleysi. Hefi leit- að margra lækna en árang- urslaust. Fór því að reyna ekta Kína-lífs-elixír Valdi- mars Petersens og fór að batna til muna, er ég hafði tekið inn úr 2 flöskum. Smiðjustíg 7, Reykjavík, Guðný Aradóttir. — 1246 á sjálfan páskadag- inn hittu kaþólski prelátinn Caprini og tveir af meðhjálp- og bræddan snjó og það hef- ur rómverskum preláta þótt rýr kostur. — 1721, um það leyti senei páskahátíðin gekk í garð, varð óskaplegur jarðskjálfti í Persíu. Heilir bæir jöfnuð- ust við jörðu, hrundu í einu vetfangi eins og spilaborgir og óttaslegið fólkið reyndi að flýja. Samtímis þessum hörmungum geisaði hið versta fárviðri og gerði það að verkum að eldsvoðar breiddust út víða um hinar urum hans herdeildir tatara- höfðingjans Batusar við Volgu. Þessir menn voru komnir alla leið frá Róm og voru á leið til stórkansins til þess að ræða við hann um hinn ískyggilega framgang Mongólanna. Hjá Batusi áttu þeir félagar náðuga dag, átu og drukku eins og þeir gátu í sig látið. Það veitti sannar- lega ekki af þessari hress- ingu, því að næsti áfangi tók þrjá og hálfan mánuð og sú för einkenndist af sulti og öðrum hörmungum. Lengi vel höfðu þeir ekki annað sér til matar en eilítið korn hrundu borgir. Munu hafa farizt í þessum jarðskjálfta tugþúsundir manna.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.