Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 8
Það var aumlegt ástand í tugthús- og hegningarmálum landsins fyrir rúm- um hundrað árum. Þá höfðu dönsku stiftamtmennirnir tekið gamla tugthús- ið á Arnarhóli, — Stjórnarráðshúsið, — sér til íbúðar, en fangar voru geymdir í Svartholinu, sem svo var kallað, en það voru dimmir og kaldir klefar í þakhæðinni á húsi Landsyfirréttarins, sem nú er verzlunarhús Haraldar Árna- sonar í Austurstræti. -— Við þetta haíði verið notazt í nokkra áratugi, eða ná- lega hálfa öld. En vorið 1872, eftir að Danir höfðu af náð sinni „sett“ okkur stöðulögin illræmdu og samkvæmt þeim „skikk- að“ okkur landshöfðingja, rann upp ljós fyrir stjórnarherrunum í Kaupmanna- höfn. Þeir sáu þá, að hér á íslandi þurfti að vera betra svarthol, m. a. til þess að geymsla íslenzkra glæpamnna væri örugg. Þá ákvað Kansellíið danska að byggja tugthúsið við Skólavörðustíg 9 í Reykjavík, sem enn er notað. í byrj- un maímánaðar um vorið var byrjað á undirstöðum þessa mikla húss, og var því valinn staður „í Arnarholtinu með- fram. aðalveginum eður Skólavörðuveg- inum fyrir oían og norðaustan byggð- ina, sem er komin þar vestan í holt- inu“. — Það skal tekið fram, að á þeim tímum var Skólavörðustígurinn aðal- vegurinn eða öllu heldur eini vegurinn til höfuðstaðarins, en að sunnanverðu við stíginn voru þá aðeins komin nokk- ur elztu húsin, sem enn standa þar fyrir neðan Bergstaðastrætið. Þetta var því talið fyrir ofan bæinn eða utan hann. Stjórnin í Höfn hafði látið gera teikn- ingu af Hegningarhúsinu og gert samn- ing við danskan timburmeistara í Höfn um að byggja það fyrir ákveðna upp- hæð, en lýsingin á húsinu er á þessa leið: „Þetta hið mikla hús á að vera 62 álnir (ca. 40 metrar) að lengd og 18Y2 alin (ca. 12 m) á breidd, allt úr múruðum grásteini þvert og endilangt, — 24—26 eiga að verða herbergi alls og fangakompur, milligangur eða rang- ali eftir miðju húsinu endilöngu. -— Eru kompur þessar og herbergi ætluð til fangahaldsins, öll nema 3, sem ætluð eru handa fangaverði og heimilisfólki hans. Þetta er allt á gólfi og undir loft- inu. En svo á að koma yfirbygging þar ofan á, yfir mitt húsið yfrum þvert, 28 álnjr (19 m) á lengd, — þar er ætlað að séu 3 miklir salir auk uppgöngu- forsals, — skal einn vera dómsalur Landsyfirréttarins og hliðarherbergi íyrir skjalasamið o. fl., annar bæjarþing- salur, og að líkindum þingsalur Seltjarn- arnesshrepps, en Borgaraíundarsalur og staðarráðsins hinn þriðji.“ — Húsið var fyrsta áratuginn notað eins og hér var gert ráð íyrir, nema hvað aldrei var vor- þing Selcirninga háð í neinum hinna „miklu sala“, sem að vísu hver um sig eru minni en stofurnar í villunum, sem nú eru byggðar, og geta því ekki talizt lengur „miklir salir“. Þaö þótti í meira máta kátleg ráð- stöfun dönsku stjórnarinnar, en í full- komnu samræmj við fyrra og venjulegt ráðslag htnnar í íslandsmálum, að fela dönskum timburmeistara að byggjaþetta steinhús, sem hann átti að koma upp samkværit te.kningum fyrir 20 þús. rík- isdali. „Meistari" þessi hét Klein og var íslendingum áður kunnur. Honum hafði veriö falið nokkrum árum áður að byggja bókasafnshúsið við Mennta- skólann í Reykjavík, hina svokölluðu ,,íþöku“, sem ríkur Englendingur gaf. Þá hafði þessi ,,meistari“ Klein þó ekki látið svo lítið að sýna á sér smettið hér á landi. Hann kom nefnilega aldrei hingað til þess að líta eftir því, hvernig þau byggingarverk væru af hendi leyst, en tók þó 1600 ríkisdali fyrir snúð sinn eða fullan Vs hluta þess, sem byggingin kostaði. Það var því í byrjun megn óánægja yfir því, að innlendum byggingarmeist- urum í Reykjavík var ekki gefinn kost- ur á að taka byggingu tugthússins að sér, og voru þó til bæði vanir og vel- reyndir húsasmiðir í bænum t. d. tré- smiðirnir Einar Jónsson og Jóhannes Jónsson, sem voru alkunnir jafnt að hag- sýni og áreiðanleik, en auk þess voru þeir vel efnaðir, eða jafnvel máttu telj- ast ríkir á þann mælikvarða, sem þá var mælt og því óhætt að gera samning við þá,'og loks voru þeir þekktir að „öt- ulleik og trúmennsku“. Það þótti engin afsökun fyrir stjórnina að hér var um ,,múrhús“ að ræða, en ekki timburhús, því að ,,meistari“ Klein var aðeins tré- smiður eins og þeir og engu síður múr- arameistari en þeir snikkararnir Einar og Jóhannes. Þessir tveir menn voru um langt skeið aðaltrésmiðir bæjarins. Einar var ættaður frá Brúarhrauni og byggði árið 1856 húsið Skólastræti 5, sem Erlendur snikkari Árnason bjó lengi í og byggði ofan á. Einar var listfengur „AHt í tugthúsið! Alit í tugthúsið! Lands- yfirrétturinn, lögreglustjórn og bæjar- stjorn. Allt skal það í tugthús..." FRÁSÖGN EFTIR OSCAR CLAUSEN maður og spilaði á fiðlu og var því kall- aður „Spillemand“, en Jóhannes Jóns- son var aðaltrésmiður bæjarins um ára- tugi, síðast ásamt Jakob Sveinssyni. En þó að mönnum þætti það afleitt hjá dönsku stjórninni að bjóða ekki þess- um hæfu innlendu snikkurum forstöðu byggingar Hegningarhússins, þótti þó enn ófyrirgefanlegra að bjóða ekki eina lærða innlenda múrara og steinhöggvar- anum, sem til var í Reykjavík, herra Sverri Runólfssyni, að taka að sér þetta byggingarverk. Það tilheyrði þó hans iðn og Sverrir hafði sýnt, að hann var fær um að byggja slík „múrhús“. Hann hafði þá sumarið áður byggt steinhús hlaðið úr íslenzku hraungrýti fyrir Jón Waage í Stóru-Vogum, sem var hið prýðilegasta íbúðarhús og kostaði þó að- eins 1602 rd, eða 2 rd meira en hinn danski „meistari" Klein tók fyrir um- sjón sína á bókhlöðubyggingunni, sem hann þó aldrei sá. Vogahúsinu hafði Sverrir sannarlega komið upp fyrir svona lágt verð, en hitt töldu menn líka víst, að Klein og aðrir Kaupmannahafn- armeistarar hefðu orðið að gefast upp við slíkt og það var einróma álit allra, sem vit höfðu á, að húsið í Vogunum eftir Sverri væri betra og vandaðri 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.