Fálkinn - 29.03.1961, Qupperneq 10
Hún þurfti ekki að líta til dyranna
til þess að fá vissu sína fyrir því, að
hann var kominn. Enda þótt hurðin opn-
aðist í sífellu fyrir þeim, sem komu
og fóru, fann hún gegn vilja sínum
blóðið streyma örar í æðum sér og allt
fá annan blæ við komu hans. Inga sendi
honum bros, sem hún hélt að væri töfr-
andi, um leið og hún renndi mjólkur-
hristing í hátt glas og stakk ofan í það
strái. Erna reiddist þessu stórlega, því
að hún var farin að líta á hann sem
sína einkaeign. Hún setti fyrir hann
kaffibollann og tók eftir því um leið,
að búið var að gera við rifuna, sem
hafði verið á jakkanum hans daginn
áður. Eftir handbragðinu að dæma hafði
hann gert Það sjálfur. Augu þeirra mætt-
ust. Hann virtist ekki taka nærri sér
athugun hennar, því að brosi brá fyrir
í augum hans, og hún fann hita læsast
um sig undir augnaráði hans.
— Háspenna, lífshætta, sönglaði Inga
og sveiflaði mjöðmunum lokkandi um
leið og hún gekk fram hjá þeim. Augna-
ráðið, sem hún sendi honum, gaf mörg
og stór fyrirheit, en hann sá það ekki.
Erna hafði hann á tilfinningunni með-
an hú afgreiddi aðra gesti, sem settust
við barinn. Hvert smáatriði í útliti hans
var henni kunnugt. Sterklegar hendur
hans og mikið, brúnt hárið, ásamt þess-
um hræðilega jakka og buxum, sem
eflaust höfðu ekki komizt í kynni við
pressujárn síðasta mannsaldurinn, kom
fólki til að gruna, að hann væri lista-
maður. Erna andvarpaði þegar hún hug-
leiddi þann leiða sannleika, að það væru
smámunir þó svo væri, ef hann mál-
aði myndir, sem einhver vildi kaupa.
En þessir óskapnaðir! Hún andvarpaði
aftur, því að henni kom það ekki vit-
und við, þótt hann yrði fátækur fram-
vegis. Hún ætti að láta sér á sama
standa, því að hennar líf yrði á annarri
bylgjulengd. Hún var fyrir löngu búin
að gera áætlun um framtíðina, og þeg-
ar kona gerir áætlun, er það venjulega
í sambandi við giftingu. Hún var stað-
ráðin í að ná sér í ríkan mann, og þar
sem allir karlmenn, sem voru sæmilega
laglegir, voru jafngóðir í hennar aug-
um, sá hún enga ástæðu til að láta
ekki hagsýnina ráða. Og með ákveðn-
um vilja, dálitlum yndisþokka og sak-
lausum smábrögðum, sem venjulega
fylgja slíku, var hún á góðum vegi með
að láta drauminn rætast. Draumurinn
var Þórir. Hún var alltaf hreykin af
honum, þegar hann kom inn á barinn,
því að klæðnaður hans var vandaður
og laus við spjátrungshátt, og hún hafði
gaman af forstjórasvip hans og yfirlæti.
★
Hún veiddi bollana upp úr vaskin-
um og horfði áhyggjufull á hendur sín-
ar og nýlakkaðar neglur. Þórir hafði
minnt hana á það, að rauðar vinnu-
konuhendur færu ekki vel við sam-
kvæmiskjól, og hún fann að Það var
rétt athugað.
Inga skellti bakka með vínarbrauð-
um á borðið innan við barinn:
— Ertu ekki alveg í öngum þínum
út af aumingja stráknum? Jeminn, ég
dræpist af hræðslu, ef ætti að fara
að skera mig upp.
Erna gerði smell með tyggigúmmíinu:
-—■ O, ég hef nú aldrei heyrt að botn-
langaskurður væri lífshætta.
— Guð hvað þú ert kaldlynd! Ég
gæti bezt trúað þér til að fara á séns
meðan hann liggur á spítalanum.
Inga gaf glaðlegum svip Ernu gremju-
legt augnatillit.
Hún beið þess í ofvæni, að Viðar
kæmi. Hann virtist skynja þessa eftir-
væntingu hennar, þegar hann kom, og
enn einu sinni furðaði hún sig á því
orðlausa sambandi, sem tengdi þau sam-
an. Inga gaf þeim strengilegt augna-
skot og vanþóknunin var uppmáluð í
svipnum. Viðar virti hana fyrir sér og
leit síðan á Ernu og skellti upp úr:
— Á hún að gæta dyggða þinna fyr-
ir grósserann?
Hann hallaði sér að henni og leit
djúpt í augu henni.
— Það verður erfitt. Ég hef ákveð-
ið að leiða þig afvega meðan tími
vinnst til.
Erna leit á hann með vanþóknun, en
fann um leið til ánægju, því að þetta
var einmitt í samræmi við hennar eig-
in ráðagerðir. Hún sannfærði sjálfa sig
um, að þetta væri hið eina rétta. Hún
gæti ekki gifzt Þóri meðan hún hugs-
aði ekki um annað en Viðar, og eina
leiðin til að hún hætti því, væri auð-
vitað sú, að hún fengi leiða á honum
og sæi með eigin augum, hvað hann
væri lítils virði í samanburði við Þóri.
Hún andaði djúpt og þandi út brjóstið
og fann léttan skjálfta fara um sig við
tilhugsunina um þessa ánægjulegu að-
ferð til að koma málum sínum á fast-
an grundvöll.
Þau gengu hægt um mannfáar göt-
urnar og nutu návistar hvors annars.
Léttar snjóflygsur svifu rólega til jarð-
ar og settu hreinleikasvip á umhverfið
og Erna hugleiddi, hvort það væri
ástæða ánægju hennar, sem minnti hana
einna helzt á jólatilhlökkun. Hún tók
upp lykilinn eftir óvenju litla leit og
benti Viðari að hafa ekki hátt. Konan,
sem hún leigði hjá, hafði margoft látið
hana vita hverslags álit hún hefði á
kvenfólki, sem kom heim með karl-
menn um miðjar nætur. Slíkar mann-
eskjur fengju ekki leigt hjá sér, og
Erna tók álit hennar til greina á þann
hátt, sem henni hentaði bezt. Viðar
tók hana í fangið, bar hana upp stig-
ann og reyndi eftir beztu getu að vera
léttstígur. Hún kveikti á gólflampa, sem
stóð við lítinn hægindastól, eina stól-
inn í herberginu, og benti Viðari á að
fá sér sæti, meðan hún hengdi upp
kápuna sína og fór úr vinnufötunum.
Hún stóð bak við skáphurðina meðan
hún hafði fataskipti og klæddi sig í
slopp, sem sannarlega var engin tízku-
flík. Hún hefði fyrr látið lífið en láta
Þóri sjá sig í honum. En hún vissi, að
Viðar mundi ekki finna að þessu við
hana.
Hann reykti í ákafa og virti fyrir
sér hreyfingar hennar og dáðist að hvít-
um og fallegum fótum hennar með
ljósrauðum tánöglunum, þegar hún
smeygði þeim ofan í inniskó, sem virt-
ust ekki alveg nýir af nálinni. Hún
lét fallast ofan í sófann.
Ný smásaga eftir nýjan íslenzkan höfund,
sem kallar sig Mögnu Lú&víksdóttur.
10 FÁLKINN