Fálkinn - 29.03.1961, Side 11
— Ég er satt að segja alveg dauð-
uppgefin, sagði hún og' nuddaði á sér
fótlegginn. — Guð, ég er svo hrædd
um að ég fái æðahnúta af öllu þessu
t rölti allan daginn.
-— Fyrirgefðu annars. Þetta er víst
nokkuð, sem maður talar ekki um við
herra og þar að auki um miðja nótt.
Hann tók fót hennar í hönd sína og
strauk upp fótlegg hennar föstum tök-
um. Hún furðaði sig á, að það var
ekkert áleitið við snertingu hans, að-
eins blíða, og hún fann þreytuna hverfa
fyrir þessum sterklegu og þó mjúklegu
handtökum.
Hann sleppti fót hennar allt í einu:
— Ég hafði nú ekki hugsað mér að
svæfa þig svona. Þér er alveg óhætt
að þvo af þér sminkið, þótt ég horfi
á þig. Ég er öllu vanur.
— Jæja, sagði hún og sendi honum
reiðilegt augnaráð. — Hvar er ég þá
í röðinni?
Hann hló lágt:
— Þér fer ekki vel að vera með af-
brýðisemi, góða. Þú veizt að ég er mál-
ari, og málarar eru oft neyddir til að
hafa kvenfólk sér til aðstoðar.
Hún þreif andlitsþurrkuna reiðilega:
— Þú ætlar kannski að telja mér trú
um að þú málir abstraktmyndir af beru
kvenfólki.
Hann varð kíminn á svip:
— Ég talaði ekkert um bert kven-
fólk, en ég á margar systur og þær eru
alltaf með þetta snyrtidót á lofti. Ég
hélt kannski að þú værir eins. Á Þórir
engar systur?
Hún leit á hann tortryggnisaugum,
en hann var ekkert nema sakleysið á
svipinn, og allt í einu sá hún hvað
þetta var kjánalegt.
— Svei mér, ef við rífumst ekki eins
og við værum búin að vera gift í
mörg ár.
Hann var skyndilega búinn að íá
nóg af þessu dundi hennar og tók þurrk-
una úr höndum henni:
— Þú segir nokkuð, En þegar við
verðum búin að vera gift í mörg ár,
verðum við alveg hætt að rífast.
Hún fann heitar varir hans á hálsi
sér og berum öxlum og sloppurinn datt
eins og af sjálfu sér á gólfið. Hún fann
líkama sinn sveigjast eftir hans, án
þess hún réði við gerðir sínar, og henni
fannst hann sýna óþolandi seinlæti,
Framh. á bls. 30.