Fálkinn - 29.03.1961, Page 16
UM JÓHANNES ÚR KÖTL
UM OG FLEIRA FÓLK
MEÐAN JÓHANNES skáld úr Kötlum
var búsettur í Hveragerði, kom hann
dag nokkurn að séra Helga Sveinssyni,
þar sem hann var að mála þakið á húsi
sínu rautt. Jóhannes stanzaði fyrir ut-
an húsið og kallaði upp til séra Helga:
Hvítfága mun hjarta mitt
hirðirinn okkar góði,
fyrst hann þannig þakið sitt
þvær úr lambsins blóði.
Helgi þagði andartak, en svaraði síðan:
Þig að fága þýðir lítt,
þú ert ljóti kallinn.
Nú er orðið ekkert hvítt
eftir nema skallinn.
★
ÞA±) ER NÚ orðið algeng sjón á sumr-
in hér á landi að sjá risastór ferða-
mannaskip úti fyrir Reykjavíkurhöfn.
Þetta er engan veginn nýtt af nálinni.
Ferðamannaskip komu hingað alltítt
síðustu árin fyrir stríðið, og frá þeim
tíma er sagan, sem hér fer á eftir:
Einu sinni var hér á ferð brezkt skip,
og með því var aðalsmaður, sem bað
að utvega sér góðan enskumann sem
túlk, því að hann hefði hug á að kynna
sér Reykjavík og umhverfi hennar sem
bezt.
Þetta var í miðjum sumarönnunum
og því hörgull á góðum túlkum.
Loks fékkst þó piltur úr Menntaskól-
anum, sem talinn var góður enskumað-
ur, aðalsmanninum til leiðsagnar og
aðstoðar.
Ekki er annað vitað en allt hafi
gengið að óskum hjá túlkinum, þar til
Englendingurinn biður hann seinni
hluta dags að vísa sér á „lavatory“,
en það þýðir salerni.
S'vo illa vill til að túlkurinn misskil-
ur þetta og heldur að hinn muni eiga
við efnarannsóknarstofu (laboratory).
Hann fer því þangað með hann og
hittír fyrir Bjarna Jósefsson efnafræð-
ing.
Bjarni vill ekkert skipta sér af Eng-
lendingnum, en skilur þó að hann vill
kasta af sér vatni.
Nú eiga menn aðeins það eina erindi
til Bjarna 1 þeim tilgangi að láta rann-
saka þvagið.
Bjarni fær því Englendingnum þvag-
flösku.
Englendingurinn verður dálítið
skrítinn á svipinn, en kannast þó sýni-
lega: við flöskuna og fer út í horn og
lýkur sér þar af.
Bjarni var vanur að taka tvær krón-
ur fyrir rannsókn á þvagi og lét menn
greiða það fyrirfram og biður því túlk-
16 FALKINN
inn að segja Englendingnum, að hann
eigi að borga tvær krónur. Þetta gerir
túlkurinn.
En nú kemur fyrst alvarlega hik á
Englendinginn. Hann verður skrítnari
á svipinn.
Bjarni veit það, að Englendingar
geta oft verið sýtingssamir um smá-
muni, og hyggur, að komumanni þyki
rannsóknarstofan dýr á rannsókn
þvagsins.
Hann þrífur því flöskuna í fússi og
segir við túlkinn:
— Segðu honum, að ef hann borgi
ekki þessar tvær krónur strax, þá bara
helli ég því niður!
★
EFTIRFARANDI skopsaga er höfð eft-
ir Englendingi og er að sögn talsvert
kunn þar í landi:
írar, Skotar og íslendingar eiga það
sameiginlegt að skvetta duglega í sig
á stundum, og sleppa þá gjarnan fram
af sér böndunum og láta Bakkus kon-
ung leika lausum hala.
Einhverju sinni voru íri, Skoti og
íslendingur að skemmta sér saman í
Edinborg. Það var komin mið nótt og
þeir voru á rangli um borgina allir
vel hífaðir.
Islendingurinn og Skotinn studdu sig
hvor við annan, en dugði ekki til, svo
að þeir leituðu sér frekari stuðnings
hjá ljósastaur, sem þeir rákust á. Allt
í einu leit íslendingurinn upp, benti á
ljósið í ljósastaurnum og sagði:
— Nei, sjáðu, hikk! Þarna er ljós í
glugga á fimmtu hæð.
— Bravó, sagði Skotinn. — Við
þangað!
í þessum svifum kom írinn slagandi
í áttina til þeirra og sagði:
— Déskoti eruð þið fullir, hikk!
Þekkið ekki einu sinni tunglið! , ,
★ ;1
VIÐ MINNTUMST á Jóhannes skáld "
úr Kötlum hér að framan, og þá rifj-, ,
ast upp önnur lítil saga í sambandi við
hann: !
Fyrir nokkrum árum var Jóhannes
úr Kötlum kallaður Pálsson í útvarps-
fréttum, en hann er Jónsson eins og
kunnugt er.
Þulurinn, sem las fréttirnar að þessu
sinni, tók eftir því, að hér var rangt
með farið. Hann vildi sem vonlegt var
benda á mistökin, en tókst ekki sem
bezt að orða eftirfarandi athugasemd,
sem hann skaut inn í lesturinn:
— Eftir því sem bezt er vitað, mun
hér vera rangt farið með föðurnafn
Jóhannesar!
Nú er verðlaunagetraunin okkar rúm-
lega hálfnuð, og væntanlega eru hinir
fjölmörgu þátttakendur búnir að „hita
sig upp“, eins og íþróttamennirnir
mundu orða það, og því ekki úr vegi
að hafa getraunina að þessu sinni ör-
lítið þyngri en þær þrjár, sem á und-
an eru komnar.
☆
Þorpið, sem myndin er af, stendur
við breiðan og grunnan fjörð á Vestur-
landi, Fyrir örfáum árum stóðu þarna
aðeins fá hús og dauft var yfir atvinnu-
lífinu, en á síðari árum hefur útgerð
stórra vélbáta aukizt hröðum skrefum
og jafnframt hefur íbúum staðarins
fjölgað ört og næg atvinna er fyrir
alla. Á vertíðum vill jafnan brenna
við, að fólk vanti til að anna verkun
aflans, sem á land berst.
☆
Til skamms tíma voru samgöngur til
þorpsins fremur erfiðar nema af sjó,
en nýlega hefur verið byggð brú yfir
nálægan smáfjörð og er nú kominn góð-
ur vegur til staðarins.
Fyrir fimm árum var lögð raflína til
þorpsins frá Rafmagnsveitum ríkisins
og bætti það aðstöðu manna mjög til
framfara og aukningar atvinnulífsins.
Umhverfi kauptúnsins þykir fagurt og
þá einkum hið sérkennilega fjall, sem
sést í baksýn á myndinni.
☆
Þess má geta til gamans að skammt
frá kauptúninu er rekið eitt af vinnu-
hælum ríkisins og hefur það orðið mjög
umtalað fyrir margra hluta sakir hin
síðari ár.
☆
Þótt nú sé kominn góður bílvegur til
staðarins, þá heldur Skipaútgerð ríkis-
ins uppi reglubundnum siglingum þang-
að með skipum sínum Herðubreið og
Skjaldbreið og alls ekki er útilokað að
hinn heppni vinnandi í þessari verð-
launagetraun FÁLKANS komi þarna
við ásamt gesti sínum, þegar hinn glæsi-
legi farkostur ESJAN flytur hann á
milli staða í hringferðinni umhverfis
landið á komandi sumri.