Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Page 19

Fálkinn - 29.03.1961, Page 19
t t \; j sveitina frá samgöngum á landi, og Þangað austur verður ekki komizt á bifreiðum nema stuttan tíma vor og haust og þá því aðeins að bifreiðarnar séu byggðar til að svamla yfir straumhörð vötn og skrönglast á stundum eftir óvissum og þungfærum götuslóðum. Sérkennilegu landslagi og náttúrufegurð er við brugðið á þessari leið og áreiðanlega þess vert, að nokkuð sé á sig lagt til að sjá það. Og í fjölmennri hópferð kemur líka margt skrítið og skemmtilegt fyrir. Þegar áð er á sérkennilegum eða þekktum stöðum, er gjarnan farið í leiki, t. d. er fótboltinn tekinn fram og leika þá allir knattspyrnu af miklum ákafa og má oft sjá þar margt glæsilegra tilþrifa og er skaði að yfir- leitt ekki skuli vera til staðar fulltrúi frá landsliðsnefnd, þegar þannig stendur á. Á kvöldin er svo gjarnan slegið upp ,,balli“, þar sem áð er, því alltaf er einhver svo forsjáll að hafa tekið með sér hljóðfæri, gítar eða harmoníku. Og þannig líður páskahelgin hjá þessum ferðalöngum í glaumi og gleði. FÁLKANUM fannst tilvalið að birta nokkrar þessara mynda einmitt nú í páskablaðinu, þegar fjölmennur hópur ferða- fólks leggur enn af stað í páskaheimsókn til hins fámenna byggðarlags í Öræfum. Samkomuhúsið að Kirkjubæjarklaustri er stórt og rúm- gott og um páskana í fyrra sváfu um 100 manns í svefn- pokum á góifinu (neðri mynd). Forvitinn ferðalangur handlangar sig upp á Systrastapa (efri mynd). spjall um páskaferð í fyrra með Úlfari

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.