Fálkinn - 29.03.1961, Síða 22
Tvær glæstar páskakonur
Auðvelt er að útbúa þessar tvær kerl-
ingar. Málið hár, augu, munn og nef á
tvær tómar eggjaskurnir. Látið litina
þorna óg klippið bolinn á meðan, notið
gylltan pappa. Teiknið hring 30 sm í
þvermál, klippið hann út og skiptið
honum í tvennt, þannig að nú hafið þið
tvo hálfmána, sem brjóta á sem keilur.
Límið samskeytin eða festið þau saman
með glærum límpappír. Klippið af
mjórri endanum, svo að eggjaskurnirnar
geti setið.
Skreytið svo konurnar eins og mynd-
in sýnir. Notið til þess millileggsserví-
ettur úr pappír (fást í ritfangaverzlun-
um). Límið höfuðskrautið, kragann og
leggingarnar á bolinn. Til þess að festa
höfuðið skulið þið reka trépinna upp í
skurnina, og festið síðan neðri enda pinn-
ans með límpappír innan á bolinn að
neðanverðu.
Til að festa páskaliljunum er skorin
rifa á bolinn og þeim stungið þar í. Hafi
páskakonurnar nokkuð öryggan sama-
stað, er hægt að koma litlu vatnglasi
fyrir undir bolnum og þá fölna blómin
síður.
Ungar í hreiðrum
Límið tvö mjó silkibönd innan á hvorn
eggjahelming, hnýtið slaufu úr endun-
um og hengið skurnirnar á útsprungnar
hríslur. Setjið gula unga í hreiðrin. —
Ef vill er hægt að byrja á því að mála
hreiðrin alla vega lit í fölum litum eða
röndótt og doppótt í skærum litum.
Eplaábætir
50 g. rúsínur,
8 epli,
Sykurlögur, % sítróna,
8 stórar makkarónur,
Vanillubráð: 5 dl. mjólk,
% tsk. vanilla,
3 egg,
1 msk. sykur,
2 blöð matarlím
Hnetur.
Rúsínurnar lagðar í bleyti yfir nótt
(helzt í madeira). Eplin flysjuð, nudd-
uð með sítrónu, kjarnhúsið tekið úr.
Soðin í sæt-súrum legi, þar til þau eru
meyr en heit. Kæld. Eplin fyllt með rús-
ínum, makkarónum raðað í djúpt fat,
eplin sett ofan á. — Mjólkin hituð,
eggin þeytt með sykrinum, hellið
sjóðandi mjólkinni saman við, hrærið
vel í um leið. Sett í pottinn á ný á lægsta
straum, þeytið stöðugt í, annars getur
bráðin meirnað. Þegar bráðin byrjar að
þykkna, er potturinn tekinn af og út-
bleytt matarlímið og vanillunni hrært
saman við. Hrærið í, þar til bráðin hef-
ur kólnað dálítið. Brúnið_ 150 g. af sykri
á pönnu, hellið IV2 dl. af vatni á pönn-
una og sjóðið saman. Þegar karamellan
er orðin köld, er henni hrært saman við
vanillubráðina. Hellt í fatið, ekki yfir
eplin, söxuðum hnetum stráð yfir. Af-
gangurinn af vanillubráðinni borin með
í könnu.