Fálkinn - 29.03.1961, Qupperneq 24
LITLA
SAGAN
AÐVÖRUN
Þegar hinn álitsvaxandi sænski Norr-
lands-málari hafði opnað í Stokkhólmi
sýningu sem vakti athygli, kynntist
hann blóðríkri konu, og skemmtunin
nóttina eftir varð taumlaus. Þetta
var kringum 1945. Norrlandsmálarinn
varð á svipstundu gagnhrifinn af hinni
nýju vinkonu sinni, sem kynnti sig
undir nafninu „Katja“. Hún talaði svo
skemmtilega með einhverjum útlend-
um málhreim, en úr hvaða máli hann
var, þótti flestum erfitt að gera sér
grein fyrir. Hann hafði gaman af öllu
þessu fáránlega, sem henni datt í hug.
í stuttu máli: hún hafði glensið í
augnakrókunum.
Morguninn eftir vaknaði Norrlands-
listamaðurinn með hræðilegan höfuð-
verk. Enda var það ekkert smáræði,
sem hann hafði belgt í sig af viskíi
um nóttina, ásamt vinkonu sinni, gest-
inum hans. Hvar skyldi hún vera
núna, hugsaði hann með sér. Þeim
hafði þótt svo einstaklega unaðslegt
að vera saman. — En svo fór hann
að hugsa um ýmislegt annað, sem hafði
gerzt í gær.
Þetta hafði að flestu leyti verið ein-
stakur gæfudagur. Hann hafði selt Þó
nokkur málverk á kynningaropuninni,
sum þeirra fyrir peninga út í hönd,
aðrir höfðu borgað ákveðinn hlut, til
þess að tryggja sér listaverkið. Hann
mátti til með að líta í veskið. Þar
hlaut hann að eiga 30 þúsund krónur,
að minnsta kosti.
Hann opnaði veskið sitt, og nú var
líkast og klakadröngull væri að hrynja
niður eftir hrygglengjunni á honum.
Ekki nokkur seðill í vasabókinni! Hann
leitaði eins og óður maður um alla
íbúðina og á öllum felustöðum, ef ske
kynni að hann hefði viljað fela veskið
einhversstaðar. Árangurslaust. Pening-
arnir voru horfnir. Og nú sá hann
allt í einu sannleikann. Það hafði ver-
ið stolið af honum. Og hver gat þjóf-
urinn verið, nema hinn fagri nætur-
gestur hans? Hann hringdi niður í
gistihússkrifstofuna.
Því er ekki að neita, að fólkið þar
varð dálítið gramt yfir þessu, en alls
Hér birtist lausnin á 10. verðlaunakross-
gátunni. Verðlaunin hlýtur: Rósa Jens-
dóttir, Laugarnesvegi 102, Reykjavik.
X X X Þ J ó F A R X Á X L X X
X X X X X X X F Y L L R P X G
X X X X X X X S K R A F S E I
X X X X X X X X U X X X T I N
X X X X X X X A G N A R S K X
X s K R Æ L I R X •u R Á Y X H
X A R A B I X F X T I N N A N
X G A U L X G U S I S E I G A
X N U P E X K R A M I N N X L
H I P X S Á R X L A G X G A L
K R 0 S S G Á T U M A Ð U R X
X X X X X X X A T A X X X I N
X X X X X X X K X N Á M I N U
ekki hissa. Um nokkur skeið hafði oft
verið kært yfir þjófnaði, svo að þarna
var auðsjáanlega ,,hótelrotta“ að verki.
En aldrei hafði hún látið eftir sig
verksummerki, sem nokkuð var á að
græða. Gistihúsið taldist í flokki al-
þjóðlegra gistihúsa — þarna gisti fólk
af margs konar þjóðerni, og af því að
gistihússtjórnin vildi ekki láta neitt
misjafnt verða að þjóðsögu eða kjafta-
kerlingamat, hafði hún bitið í súra
eplið og kosið að borga bætur fyrir
stuldina í kyrrþey. Þetta hafði oftast
verið smáhnupl. En 30 þúsund krónur
voru alvarlegra atriði.
Ekki gat Norrlandslistamaðurinn gef-
ið neina lýsingu á þeim, sem hann
hefði ástæðu til að gruna. Hann bar
því við, að hann væri nærsýnn, og
svo hefði áfengisneyzlan vitanlega
sljóvgað minnið. Hann vissi ekki ann-
að en að hún væri útlendingur, en
það voru margir útlendingar í gistihús-
inu. Hvern dirfðist maður að gruna?
Lögreglan var beðin um að taka mál-
ið að sér. Hún hafði aðeins ógreinilega
slóð að rekja. Fagra dísin kunni sína
iðn vel, en svo uppgötvaðist vísbend-
ing. Á pappaspöldunum undir tómu
flöskunum á borðinu hans fannst alls
konar krot, og sumt af því var ekki
listamannsins verk.
Það var sams konar krot og margir
óþolnir menn gera sér til dundurs þeg-
ar þeir eru að bíða eftir að fá samband
í síma. Ýmsir sálfræðingar halda því
fram, að þetta séu skilaboð frá undir-
meðvitundinni, og á þeirri kenningu
gat lögreglan byrjað leitina.
Krotið og párið gat túlkazt sem
frumdrættir að flöggum eða einhvers
konar táknum. Lögreglan veitti einni
gerðinni sérstaka athygli, því að hún
kom aftur og aftur: þetta var tvískipt-
ur rétthyrningur með jafnhliða þrí-
hyrningi í annan enda myndarinnar.
Tékkneska flaggið er þannig gert.
Kona af þessu Þjóðerni var þarna í
gistihúsinu, en aldrei hafði hún verið
grunuð um neitt misjafnt. Hún hagaði
sér jafnan hæversklega, bjó í einu af
ódýru herbergjunum og borgaði alltaf
stundvíslega í lok hverrar viku.
Þegar leit var gerð í herbergi henn-
ar fundust þar 30 þúsund krónur í
óhreinum sokkbol. Og á minnisblokk-
inni hennar sáust margar myndir sömu
tegundar og verið höfðu á pappahlíf-
inni undir flöskum listmálarans. Nú
var hægt að byrja að draga saman
nótina.
Konan var handtekin og bar það, að
hún hefði fengið peningana að gjöf
áður en glaumnóttinni lauk. Norr-
landsmálarinn varð að biðja um að
hætta málarekstrinum. En það bjarg-
aði ekki konunni. — Öryggislögreglan
hafði skorizt í leikinn og von bráðar
höfðu fengizt sannanir til að dæma
hana fyrir „ólöglega fréttasöfnunar-
starfsemi“. Hún var njósnari og var
síðan gerð landræk, en andstæðingar
hennar skutu hana í styrjaldarlokin.
í lok síðustu styrjaldar hitti ég ungan
bandarískan fallhlífarhermann í Eng-
landi. Eins og margir fallhlífarhermenn
var hann fremur grannvaxinn, en stælt-
ur og herðabreiður. Þó að hann væri
varla tvítugur hafði hann þegar fengið
margar orður. Ég gaf mig á tal við
hann, og spurði hvort hann hefði ekki
frá neinu óvenjulegu að segja. Hann
var ofurlítið feiminn til að byrja með,
en það leið ekki á löngu áður en við
töluðumst við eins frjálslega og gamlir
vinir. Og síðan sagði hann mér óvenju-
lega sögu, þar sem hann fór með eitt að-
alhlutverkið.
Sólarhring fyrir „innrásina“ var
flokkur valdra manna sendur niður í
fallhlíf yfir Normandí. Þessi ungi
Bandaríkjamaður var einn þeirra.
Hann var óheppinn og bar af leið
marga kílómetra frá staðnum þar sem
þeir áttu að safnast saman á. Þetta var
rétt fyrir dögun. Hann fann ekkert
þeirra kennileita, sem hafði verið lýst
nákvæmlega fyrir honum áður en ferð-
in hófst. Enginn félaga hans var sjáan-
legur. Hann blés í flautu, sem átti að
kalla saman flokkinn í slíku tilfelli.
Hann hlustaði eftir svari. Það kom ekki.
Hann beið taugaóstyrkur í nokkrar mín-
útur og flautaði síðan aftur. Ekkert
svar. Nú vissi hann að áætlunin hafði
mistekizt. Hann var einn, aleinn í landi
hersetnu af óvinum. Hann vissi að hann
yrði að leita skjóls. Hann hafði komið
niður við vegg í fallegum velhirtum á-
vaxtagarði. í grárri morgunskímunni
sá hann lítið sveitabýli rétt hjá. Rautt
þakið stóð upp fyrir trén. Hann hafði
ekki hugmynd um hvort heimilisfólkið
var á bandi Þjóðverja eða bandamanna,
en hann varð að freista gæfunnar. Hann
hljóp í áttina að húsinu, og æfði sig á
þeim frönsku setningum sem hann hafði
lært, og myndu koma að haldi í neyðar-
tilfelli sem þessu.
Hann barði að dyrum, og kona um
það bil þrítug opnaði dyrnar. Hún var
engin fegurðardís og hún var ekki bros-
leit, en augu hennar báru vott um ró-
lyndi og vináttu. Fjölskyldan sat við
morgunverðarborðið, og minnsta barn-
ið sat í háum stól og starði undrandi og
hissa á ókunna manninn.
„Ég er bandarískur hermaður," sagði
fallhlífarhermaðurinn. „Viljið þér fela
mig?“
„Já, auðvitað," svaraði konan og dró
hann innfyrir.
„Fljót, við verðum að flýta okkur,
sagði maður hennar. Hann tróð her-
manninum inn í stóran skáp við hliðina á
eldavélinni. og lokaði hurðinni á eftir
honum.
Fáeinum mínútum síðar komu Þjóð-