Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 26
PASKA- LEIFTUR Hún er svo lánssöm þessi litla stúlka að eiga heima á stórum bæ uppi í sveit. Faðir hennar á stórt og myndarlegt hænsnabú og stundum, þegar ungarnir eru að koma úr eggjunum, fær hún að vera viðstödd, og fátt þykir henni skemmtilegra. En henni geðjast ekki að því, þegar ungarnir eru teknir og settir í litla kassa með loftgötum á. Hún vatnar jafnvel músum, þegar hún heyrir hræðslulegt tístið í þeim, litlu greyunum. En brátt er allt gleymt, og hún færnýja ungatil að leikasérmeð. Ofurlág hljóð innan úr egginu eru vísbending þess, að eitt- hvað sé í vændum. Og mikið rétt: Nú þeytast brot úr eggja- skurninni í allar áttir og ofurlítill fótur kemur í ljós. (Fyrsta mynd). Nú gerist margt í einni svipan. Eftir örfáar sekúndur sjáum við ofurlítinn hnoðra, sem tístir ámát- lega. Fátt er aumkunarverðara en ungar, sem eru nýkomnir úr eggj- unum eins og raunar allt annað ungviði, jafnt dýra og manna. (önnur mynd). — Og þá er þetta allt um garð gengið. Unginn hvíl- ir sig andartak, unz hann tekur að svipast um í þessari stóru og undarlegu veröld. (Þriðja mynd). Frú Viola Ross í Stokkhólmi settist til borðs og ætlaði að gæða sér á soðnu eggi. Hún sló egg- inu við og þá kom dálítið óvenjulegt í ljós: Það var annað lítið egg innan í því. Hún sendi þegar eftir ljós- myndara og hér er ein af myndunum. Frændur okkar Norðmenn njóta páskasólarinnar með því að fara á skíði upp um f jöll og firnindi, á sama hátt og við hér heima gerum í stórum stíl. Að öðrum íþróttagreinum ólöstuðum er fátt hressilegra og heilnæmara en vel heppnuð skíðaferð. »***

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.