Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 6
Garðakirkja. Fyrir gafli kirkjunnar var hópur að grafa fyrir turni. r FÁLKINN heimsækir hóp ertendra sjáifboðaliða sem vinna í sumar við að byggja upp Garðakirkju á ÁEftanesi Nútíma krossfarar á Alftanesi Þeir, sem að undanförnu hafa átt leið fram Garðaholt- ið, hafa vafalaust tekið eftir framkvæmdum, sem nú eru hafnar við hina gömlu Garða- kirkju. Þarna vinnur flokkur fólks frá fjórum löndum, og flest er fólkið komið langt að. Og þau sem þarna vinna, gera það ekki vegna vonar- innar um jarðneskan auð. Allt eru þetta sjálfboðaliðar, en fá húsaskjól og mat í sam- komuhúsinu á Garðaholti. Þegar við fórum þarna suð- ureftir fyrir nokkrum dögurn, var heldur kalt í veðri, en vinnufólkið stóð snöggklætt við mokstur og akstur og það ríkti áhugi og starfsgleði. Stúlkurnar voru í meiri- hluta. Þær kepptust við að moka möl í hjólbörur, sem piltamir óku, og í því að okk- ur bar að,kom Hermann Ragn- ars danskennari, með fullar hjólbörur á fleygiferð, ók upp mjóan planka inn í kirkjuna og kom að vörmu spori með tómar börurnar út aftur. Meðan mokað var í börurnar hans, notuðum við tímann til spjalls. ★ ■—■ Hér vinnum við tuttugu og níu að viðgerð á kirkjunni, sagði Hermann, og þetta er fólk úr ýmsum áttum, fimmt- án Bandaríkjamenn, sex Eng- lendingar, einn frá Kanada, og svo erum við sjö íslending- ar. — Hver kostar ferðir fólks- ins hingað? — Hver og einn kostar sig sjálfur og margir eru komnir langt að. Bandaríkjafólkið hafði t. d. ekki sézt fyrr en í New York. Sama er að segja um Bretana. Þeir þekkt- ust ekki fyrr en í ferðinni. Við, sem hér erum, búum öll í samkomuhúsinu hér á Garðaholti meðan á þessu stendur. Dagurinn er skipu- lagður, vinna og hvíldarstund- ir og alls vinnum við sjö tíma á dag. Fólkið, sem hér vinnur, er allt mótmælendatrúar, og ekki í neinum sértrúarflokki þar utan. Mér virðist það gera sér far um að fara eítir boð- skap kristinnar trúar og hafa mjög heilbrigðar skoðanir. Það er glatt og kátt, eins og æskufólki er lagið, og syng- ur og dansar á kvöldvökun- um, sem við höfum öðru hverju. Þetta sagði Hermann, og þá voru hjólbörurnar orðnar full- ar og ekki til setu boðið. Ein stúlkanna, sem mokaði í hjá honum, er kona prests, sem gegnir líku starfi hjá æsku- lýðsráði kirkjusamtaka vest- an hafs, og séra Bragi Frið- riksson hér. Þetta var broshýr ung kona, frú Bash að nafni. Þau hjónin búa í Minneapolis. Þau ferðast mikið, sagði hún, og í fyrrasumar var maðurinn hennar lengst af í Noregi með vinnuflokk. Hún sagðist hafa mjög gaman af að dvelja hér og vinna við gömlu kirkjuna, Séra Bragi: — margháttað samstarf og svo hafði hún farið niður í Hafnarfjörð 17. júní, á þjóð- hátíðina. — Ég hélt, að landið væri allt hraun og grjót, því þegar við komum af flugvellinum, fórum við yfir svo hrjóstrugt land. En svo er þetta allt öðru vísi, og ég er hrifin af landinu. ★ Lengra varð samtalið við prestsfrúna ekki, því að hár og grannur Breti, Richard að nafni, kom með sínar hjólbör- ur tómar, og stúlkurnar tóku til við moksturinn. — Hvernig komuð þið Bret- arnir hingað til lands? — Við komum með skipi, Gullfossi. Uss, það var Ijóta ferðalagið, Maður gubbaði all- an tímann. — Þú ert kannske ekki laus við sjóriðuna ennþá? — Ég var alveg voðalega veikur. Hugsaðu þér það, að þegar við sáum ísland rísa úr sæ, þá ruggaði það, —'eða svo fannst mér. —■ Eru nokkrar svona kirkjur í þínu heimalandi? — Það held ég ekki, sagði Richard og varð hugsi. Það er annars skrítið hvernig þið byggið hús hérna á íslandi, allt úr steinsteypu. Hvers yegna gerið þið það? — Úr hverju ættum við annars að byggja?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.