Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 25
Þið hafið hvorugur minnst á það! — Við höfum ekki fengið tækifærí til þess, sagði Johnson og talaði einnig fyrir munn Georgs. — Já, við höfum hitzt áður. Georg hefur ef til vill bjargað lífi þínu, Sallý, en hann hefði á hinn bóginn vel getað drepið mig. Munið þið eftir útblásturspípunni, sem var í ólagi . það kom kolsýrdngur inn í bílinn? Ég ók á verkstæðið til að fá þetta viðgert. Þegar ég fór þangað aftur um hádegisbilið, sagði verkstjór- inn: „Nú er 'það í lagi“. „Gott*1, sagði ég og ók af stað, en það kom alveg jafnmikill kolsýringur og áður, þá ók ég aftur á verkstæðið og verkstjór- inn sendi boð eftir „viðgerðamannin- um“ — og það var Georg! Frú Johnson greip fyrir munninn og sagði: — Ó, hvað ertu að segja? En Sallý var ekki fisjað saman. Hún sagði djarflega: —• Allir geta gert skyssur, pabbi. Þú hefur sjálfur sagt, að sá maður, sem ekki geti gert skyss- ur, geti yfirleitt ekki gert neitt. Og við höfum alls ekki hugsað okkur að flana að neinu. — Ef þú bara vilt lofa mér að út- skýra---------, byrjaði Georg, en Sallý greip fram í fyrir honum. — Þú þarft hreint ekki að útskýra neitt. Eins og ég sagði, þá höfum við ekki hugsað okkur að giftast strax. Ég held áfram hjúkrunarnámánu og tek próf. Og þeg- ar þar að kemur, verð ég orðin tuttugu og eins....... Þetta var alls ekki útrætt mál, en foreldrar Sallýar höfðu kennt henni, að stundum var betra að þegja, og þau höfðu líka gert henni Ijóst, að stöku sinnum þurfti að segja allt, sem manni bjó í brjósti. — Jæja, við sjáum nú til, sagði frú Johnson. — Það er að minnsta kosti gott til þess að vita, að ykkur liggur ekki svo mikið á. En hvað ætlið þið að gera núna? Horfa á sjónvarpið? Eða fara í gönguferð? Eða hefur ykkur dottið eitthvað annað í hug? Georg fannst það góð hugmynd að fara út að ganga, og Sallý hafði ekkert á móti því. Þá gafst þeim tóm til að ræða um sig og framtíðina, og foreldrarnir gátu í ró og næði spjallað um sama vanda- málið, .... en frá öðrum sjónarhól. Þar sem þau áttu dóttur á giftingar- aldri, höfðu þau vitanlega oft hugsað um tilvonandi tengdason sinn. Þeim var orðið býsna ljóst, hvernig hann ætti að vera, og Georg var alls ekki eftir þeirra höfði. Það var eins og Johnson sagði: — Ég hef ekkert á móti því, að hann sé vélvirki, bara að hann væri góður vélvirki. En það er Frh. á bls, 30 snlly ^tdulál •51» <1 > í nnpþvot i 'tv:>tnib Þetta var alls ekki útrætt mál, en foreld- rar Sallýar höfðu kennt henni, að stundum var betra að þegja .... SKEMMTISAGA EFTIR W.R. ATKINSON FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.