Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 18
SOLINAUTHOLSVIK
Sól, sól, sól. Ekki er hún fyrr búin að smeygja geislunijínum milli
skýhnoðranna, en þúsundir andlita vita mót henni og brosa til hennar í
sælukenndri lotningu. Og fyrr en varir er fólkið farið að tínast í Naut-
hólsvíkina, baðstað höfuðstaðarins, ef notað er fínt og ævintýralegt orð.
Það er einhver ólýsanleg gleði, sem fyllir hjartað um leið og sólskinið bað-
ar höfuðstaðinn. Allir, sem því geta við komið, hraða sér út undir bert
loft, því að sólksin er hálfgerður happdrættisvinningur hér á norðurhjara
veraldar.
Það var talsvert fólk í Nauthólsvíkinni fyrsta verulega sólskinsdag
sumarsins, og hér og þar hittum við ýmsa, sem hefðu eftir öllum sólar-
merkjum að dæma átt að vera á öðrum stað á þessum tíma dagsins! Er-
indi okkar var einungis það að beina myndavélinni að fallegu fólki, sem
væri í fyrsta sólbaði sumarsins og liti björtum augum á tilveruna, að
minnsta kosti meðan sólarinnar nyti við. Og hér birtist árangurinn.