Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 13
sem enginn íslendingur botnar neitt í. Einu sinni tók leigubílstjóri að bölva í sand og ösku og virtist alveg vera að sleppa sér. Hann sagði: „Það eru hel- vítis nýlenduvörukaupmennirnir, sem fylla göturnar í dag. Það er frí hjá þeim og enginn þeirra kann að aka bíl. Það ætti að taka af þeim ökuskírteinin, öll- um upp til hópa!“ Annar leigubílstjóri sagðist eiga bílinn sinn og þetta væri þolanleg atvinna, þegar öllu væri á botninn hvolft. „Ég get étið kjúklinga einu sinni á dag,“ sagði hann hróðugur. ,,Ertu giftur?“ „NEI — giftur! Ertu vit- laus — þá gæti ég nú ekki étið kjúk- linga einu sinni á dag, — varla einu sinni í viku!“ Þetta er ósköp einföld lífsskoðun — ef maður vill éta kjúkling einu sinni á dag, þá sleppir maður öll- um giftingarhugleiðingum. húsið í loft upp, ef hann hefði jafn mikla ánægju af að drekka kaffi og við íslendingar og fengi svo þetta ramma, svarta sull, sem borið er fram á matstofum hér heima. .... Maðurinn, sem situr við næsta borð í litla veit- ingahúsinu í París er auðsjáanlega ánægður með matinn, og þegar hann hefur drukkið tvö — þrjú rauðvínsglös að auki, virðist hann alsæll. ★ Frakkar hafa mjög takmarkaða ánægju af útlendingum, nema þá til þess eins að féfletta þá. Ef þeir hafa haldið að maður sé Ameríkumaður og hegða sér samkvæmt því, en komizt að raun um að maður er frá íslandi (sem er einhvers staðar langt í burtu) biðj- ast Þeir auðmjúklega afsökunar. ★ ■ .. ■:■:■'■■■'■'■■'•■ ' ■' :A; ■'■'■: '"■■v ■ " ' ; ★ Það er gott og gaman að borða í París. Þú gengur inn í lítið veitingahús, — þar eru 6—7 borð. Þú færð heljarmik- inn matseðil og pantar (út í loftið!). Stúlkan kallar pöntunina fram í eld- húsið og þar stendur eigandi veitinga- stofunnar og kokkar. Eftir örskot færðu mat og drykk. Skammturinn er ekki stór, en maturinn er góður og heitur, ef hann á að vera það. Þá verður manni hugsað heim og gerir sér í hugarlund að Frakki komi í veitingahús hér og panti mat. Hann fær fisk, súrar og kald- ar kartöflur og viðbjóðslegt viðbit, sem blandast soðinu á diskinum, sem ekki var hirt um að hella af. Ef Frakkinn ætti að vera sjálfum sér samkvæmur, ætti hann að draga upp skammbyssu, vaða fram í eldhúsið og skjóta .... Þannig fynndist manni a.m.k. að Frakki ætti að haga sér á hinum svokölluðu matstofum hér. Hann myndi sprengja Þú ferð inn til rakarans í litlu hlið- argötunni, sem þú býrð í, — þú þarft raunar aldrei að fara úr þeirri götu, því þar eru allar venjulegar verzlanir, barir, bíó, næturbúla o. s. frv. — og biður um hársnyrtingu. Það er allt miklu meira en sjálfsagt. Og þú ert þveginn um höfuðið, skolaður og síðan er skellt í hárið hreinum spíritus. „Verí gúdd“, segir litli rakarinn, og það er alveg rétt, þetta er verí gúdd, því að spíritusinn gengur langt inn í æðarnar, að manni finnst, og það er eins og höf- uðið sé laust við kroppinn. Litli rakar- inn skreppur alltaf við og við frá til að tala við stóra rakarann, sem hefur engan kúnna, en talar þess í stað við- stöðulaust við þann litla. Þegar sá lit.li þarf að leggja sérstaka áherzlu á eitt- hvað, hleypur hann að þeim stóra með greiðu og skæri í báðum höndum og kemur svo hlaupandi aftur að kúnnan- Frh. á bls. 26

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.