Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 16
*■ ý (jagAÍHA CHH AÐALFUNDUR SSNEMSH Þið hafið eflaust veitt því athygli nú í sumar, eins og undanfarin sumur, að það færist sífellt í aukana, að hér á landi séu haldnar hinar og þessar ráð- stefnur og fundir alls konar alþjóðlegra og norrænna samtaka og bandalaga. Flestar greinar atvinnulífsins eiga full- trúa á fundum og þingum stéttarbræðra sinna í öðrum löndum, og svo kemur að því, að þingið eða fundurinn er hald- inn í Reykjavík. Og þá er nú aldeilis tekið vel á móti útlendingunum. Ég veit ekki, hvort þið hafið tekið eftir því, að nýlokið er ársþingi Sam- bands sam-norrænna eftirlitsmanna á snyrtiherbergjum, sem hér á eftir verð- ur skammstafað SSNEMSH til þess að spara rúm og svertu. SSNEMSH á sér langa og viðburðaríka sögu að baki, en það var stofnað 1952, að undirlagi að- stoðarformanns varanefndar hreinlætis- málastofnunar norrænu samvinnunefnd- arinnar, en hún er ein af undirnefnd- um allsherjarnefndar Norðurlandaráðs- ins. Meðlimir innan SSNEMSH munu nú vera hátt á þriðja þúsund í öllum Norð- urlöndum (einn frá Færeyjum), og er farmaður samtakanna hinn þekkti Svend Klosettquist frá Grand Hotel í Stokkhólmi, en varaformaðurinn er frá Hótel Suomi í Finnlandi, Vaski Saalerni að nafni. Markmið SSNEMSH er að stuðla að auknu hreinlæti á snyrtiher- bergjum þjóðanna, og svo auðvitað að bættum kjörum meðlima samtakanna. Ráðstefnan hér í Reykjavík fór fram dagana 25. til 29. júní, en hinir erlendu þátttakendur komu hingað með flugvél þann 24. Voru þeir um 50 að tölu, en einnig sátu 10 íslendingar fundinn. Voru flutt erindi og ræður alla dagana með- an ráðstefnan stóð, en umræður voru mjög fjörugar. í hádegi þann 25. sátu fundarmenn veizlu hjá bæjaryfirvöld- unum, en um kvöldið hafði hreinlætis- málaráðherra boð inni í ráðherrabú- staðnum. Var mjög glatt á hjalla í bú- staðnum, því ráðherra þekkti nokkra af hinum erlendu gestum persónulega, þar sem hann er tíður gestur á snyrtiher- bergjum fínni hótela á Norðurlöndum. Hélt ráðherrann snjalla ræðu undirborð- um og sagði meðal annars, að það væri hínum norrænu bræðraþjóðum lífsnauð- syn að hlúa að og efla snyrtihúsamenn- ingu sína og myndlist þá, sem þróast í skjóli hennar. Hann harmaði, að á íslandi ætti eftir að reisa fjölda snyrti- húsa, áður en hægt væri að segja að þessum málum væri komið í viðunandi horf, en sagðist vona, að ekki yrði allt of mikið þvag runnið til sjávar áður en bót fengist þar á. Alþjóðabankinn hefði lofað fyrirgreiðslu um útvegun á láni til byggingar á 5 nýjum og glæsi- legum snyrtihúsum í Reykjavík, sagði ráðherra að lokum. Aðalmál ráðstefnu SSNEMSH var, „Mikilvægi snyrtiherbergisins í menn- ingarlífi nútímaþjóðar“, en einnig voru haldnir margir aðrir fyrirlestrar, og má þar nefna til dæmis, „Ráð til að fyrir- byggja uppsölur gesta í þvagskálarnar“ og „Notkun hárburstans“. Einn norski fulltrúinn kom með mjög nýstárlega kenningu um það, að það gæti haft trufl- andi áhrif á sálarlíf bersköllóttra manna, ef eftirlitsmenn burstuðu herðar þeirra eins og annarra viðskiptamanna. Var skipuð nefnd til að rannsaka það mál. Erlendu fulltrúarnir vottuðu heima- mönnum samúð sína yfir því, að bjór- frumvarpið skyldi ekki ná fram að ganga. Framganga frumvarpsins myndi hafa mikil og góð áhrif á afkomu ís- lenzkra eftirlitsmanna á snyrtiherbergj- um, þar sem það hefur sýnt sig, að bjórdrykkja gestanna eykur mjög að- sókn þeirra að snyrtiherbergjum. Erlendu þátttakendunum voru sýndir ýmsir merkisstaðir í bænum og ná- grenni hans. Þeir skoðuðu snyrtiherbergi nýjustu veitingastaðanna og dáðust mest að Þjóðleikhúsinu, þ. e. snyrtiherbergj- unum. Einnig var farið með þá að baki Útvegsbanka íslands og þeim sýndur staðurinn, þar sem komið var upp á sínum tíma járnplötu þeirri, sem hug- vitssamlega var tengd rafmagni, og kenndi stórum hóp bæjarbúa að sækja snyrtihúsin í stað þess að kasta af sér vatni í húsasundum. Var þessi röggsemi og framkvæmd stjórnarvaldanna mjög rómuð af útlendingunum, og túlkuð sem mjög þakkarverð aðstoð við stétt- ina. Var síðan farið í ferðalag til Gull- foss, Geysis og Þingvalla. Mest dáðust útlendingarnir að Gullfossi, því flestir þeirra eru mjög hugfangnir af alls kyns vatnsrennsli. Á Þingvöllum skoðuðu gestirnir hið forna Lögberg undir leið- sögn kunnugra. Lék þeim mjög hugur á að vita, hvar staðið hefðu snyrtihús fornmanna á Þingvöllum. Ekki reynd- ist þó unnt að leysa úr þeim spurning- um, þar sem ekki er þessa sérstaklega getið í fornbókmenntum þjóðarinnar. Síðasta daginn voru fulltrúar boðnir að Bessastöðum og þáðu þar veitingar. Var það einróma álit allra, að ráðstefna þessi hefði tekizt hið bezta og orðið íslenzkum eftirlitsmönnum í snyrtihús- um, og reyndar allri þjóðinni, til hins mesta sóma. mesta sóma. Dagur Anns. 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.