Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 31
vitað þungt áfall fyrir vesalings Fraser,
en hann átti kannski ekki betra skilið.
Sallý grunað í rauninni Georg um
að hafa rótað eitthvað í bílskrjóðnum
og hún sagði honum frá því.
— Ég mundi aldrei leggjast svo lágt,
svaraði hann.
Og Johnson var auðvitað kominn á
þann aldur, að engan grunaði hann um
neitt þess háttar.
DRAUGUR -
Frh. af bls. 11
Þær lýsa hreinlyndum og heilsteypt-
um manni, sem var misskilinn af sam-
tíðinni, og lifði í samfélagi, þar sem
hann var hálf framandi og utangarna.
3.
Oddur Hjaltalín sat í Nesi við Sel-
tjörn, sem sumir nefndu Læknisnes á
þeim árum. Hann gegndi landlæknis-
embætti til ársins 1820, en þá tók hann
við embættinu, sem hann var fyrr skip-
aður til.
Það hafa verið mikil viðbrigði fyrir
menntaðan mann að hverfa heim til
íslands og setjast þar að eftir fjölbreytt
líf í fjölmennu landi, þar sem nægt
var úrval skemmtana og margs konar
dægradvala.Reykjavík og nágrenni voru
langt frá því að geta boðið upp á fjöl-
breytt líf á þeim tíma. Kaupmaðurinn
var leiðinlegur, mótaður mest af hálf-
dönskum og dönskum verzlunarmönn-
um og fólki, rótlausu og sundurskildu
í skoðunum, fasi og háttum, víðsvegar
að af landinu. Bæjarbragur var fá-
breytilegur og losaralegur. Skemmtana-
lífið bæjarins stórhnignaði við siglinga-
teppu Napóleonsstyrjaldanna. Menn
urðu að fitja upp á einhverju nýju
til þess að finna sér dægradvöl í tóm-
stundum.
Oddur landlæknir hefur eflaust reynt
að finna sér ýmislegt til yndisauka í
tómstundum. Hann gerði sér far um
að kynnast fólkinu á Seltjarnarnesi og
spyrja og finna út sérkenni þess og ein-
kennilega hætti í ýmsum greinum. Með-
al fólksins kenndi margra grasa, enda
var það runnið úr margvíslegum jarð-
vegi. Þar var fólk, sem trúði á alls kon-
ar gamlar venjur og notaði hjátrú og
fj ölbreytileg tákn og heillamerki við
störf sín. Hann komst brátt á snoðir
um, að einn eldri maður bar af öllum
í þessum efnum á Seltjarnarnesi. Marg-
ir trúðu því, að hann kynni meira en
lítið fyrir sér, væri göldróttur, og kynni
að vekja upp draug.
Landlæknir kom sér í kunningsskap
við mann þennan með hægð og lægni.
Hann hóf máls á því við hann, að hann
hefði mikinn áhuga fyrir göldrum og
ýmsum andlegum íþróttum, fornum.
Maðurinn var hálfhikandi í fyrstu að
ræða þessi mál við landlækni, en gerði
það samt. Galdramaðurinn fann brátt,
að landlæknir kunni ýmislegt í þessum
efnum og hafði mikinn áhuga á þeim.
Þeir urðu hinir mestu mátar, og þótti
galdramanni mikil upphefð að því að
hafa sálufélag við jafnmenntaðan og
tíginn mann sem landlækni. Honum
fannst auðvitað álit sitt og fræða sinna
stóraukast við slíkt.
Landlæknir fór oft á fund galdra-
mannsins og var hjá honum mörgum
stundum til viðræðna um fræði hans.
Þar kom máli þeirra, að landlækni
kvaðst langa til að vekja upp draug,
en kvaðst ekki vera nógu mikill kunn-
áttumaður til þess, og auk þess skorti
alla æfingu. Galdramaður kvað vanda-
laust að bæta úr því. Hann kvaðst kunna
mjög vel að vekja upp draug og vera
algjörlega fullnuma í þeirri kúnst. Land-
læknir varð mjög hrifinn af þessu og
hrósaði mjög kunnáttu og þekkingu
mannsins í þessum fræðum. Galdramað-
urinn gekkst mjög upp við hól læknis
og varð hinn bíræfnasti að segja hon-
um það, sem hann kaus um hin fornu
fræði. Þeir í’æddu oft og mörgum sinn-
um um allar aðferðir við draugsupp-
vakningu og báru saman fræði sín í
þeim efnum. Galdramaðurinn vissi langt
um meira um þetta en landlæknir, en
með þeim fór ágætlega. Þar kom tali
þeirra, að þeir ákváðu að fara í Reykja-
víkurkirkjugarð, sem þá var við Aðal-
stræti, framan við innréttingarhús
Skúla fógeta og hina gömlu bæjarrönd
Ingólfs landnámsmanns Arnarsonar, og
vekja þar upp draug að kvöldlagi.
Galdramaður kvað bezt að vekja upp
drauginn með nýbyrjuðu tungli, þegar
drungalegt væri veður og dimmt yfir.
Fór svo að lokum, að þeir ákváðu stund
og stað, þar sem þeir áttu að hittast
og halda til kirkjugarðs og vekja upp
drauginn. Leið svo og beið til stefnu-
dags.
Þegar stefnudagurinn rann upp og
stundin var komin, að þeir skyldu hitt-
ast og halda til garðsins, voru báðir til
staðar. Þeir höfðu allan útbúnað, sem
að vísu var ekki margbrotinn, og héldu
hinir gunnreifustu til kirkjugarðsins.
Þeir komust inn um sáluhliðið, svo eng-
inn varð var við, enda voru fáir á ferli,
veður drungalegt og ekki skin tungls.
Þegar í garðinn kom, sveipuðust þeir
hvítum rekkjuvoðum, að venju drauga-
uppvekjenda. Landlæknir fór með
galdramanni að leiði einu, heldur litlu,
og bað hann hefja uppvakninguna. Það
stóð ekki á honum. Hann byrjaði að
þylja særingartöfra og róla öfugur og
rangsælis kringum leiðið, þyljandi alls-
konar áhríning, vers og sálma, sem öllu
var snúið upp á Djöfulinn. Gekk svo
lengi, en enginn árangur varð. Galdra-
maðurinn herti ætíð meira á áhríningi
sínum, og varð sem allra innilegastur í
tjáningu sinni allri. En sá framliðni lét
ekkert bæra á sér og engin vegsummerki
sáust til hreyfingar í eða á leiðinu.
Þar kom, að landlæknir fór að leið-
ast yfirsöngur mannsins og fór að verða
órór. Hann ávarpaði hann heldur bitur-
lega og gaf honum fyllilega í skyn, að
lítil reyndist kunnátta hans, þegar á
hólminn kæmi. Galdramaðurinn varð
hnugginn við og hætti særingunum.
Að því búnu kvaðst iandlæknir ætia
að reyna, hvernig sér gengi við upp-
vakninguna. Hann bað manninn vera
viðbúinn að takast á við drauginn, þeg-
ar hann kæmi upp. Síðan fór hann
þangað í garðinn, sem leiðaþyrpingin
var þéttust, og sló bylmingshögg með
stafnum á eitt leiðið og mælti:
„Komdu hér upp, djöfull, ég skipa
þér.“
Óðara en hann sleppti orðinu, kom
þar upp draugur hjúpaður hvítum lík-
hjúp, mjög stór og ferlegur að allri
sýn. Landlæknir var ekki seinn til að
ávarpa hann á nýjan leik:
„Þarna er maður. Dreptu hann.“
Draugurinn fór óðara í áttina til
galdramannsins, en sá síðarnefndi, sem
var orðinn allskelkaður, greip til fót-
anna og í áttina til sáluhliðs. Þegar
hann var að sleppa út úr sáluhliðinu,
var draugsi alveg á hælum hans. Hann
herti sprettinn enn þá meira og hljóp
vestur Landakotstún, vestur Mela og
heim til sín suður á Seltjarnarnes. Hann
þóttist eiga fótum fjör að launa, þegar
hann náði heim, án þess að draugur-
inn næði sér.
En það er af landlækni að segja, að
hann skemmti sér mjög vel við við-
brögð galdramannsins, og sá, að ekki
stóð þekking hans eins föstum rótum
eins og hann hafði vera látið. Hann
hafði mjög gaman af, hve hræddur hann
varð og viðbrögðum hans og flótta.
En það er af draugsa að segja, að
hann sneri sér að landlækni og ávarp-
aði hann kunnuglega, því að hann var
í raun ekki kirkjugarðsbúi, þó líkhjúp-
aður væri, heldur mennskur maður, sem
landlæknir hafði fengið til að leynast
milli leiða í garðinum, þar til hann gæfi
honum merki um að standa upp og
leika draug, og snúa gegn galdramann-
inum. Þetta bragð heppnaðist mjög vel
og var þeim báðum mikil skemmtun að,
en sérstaklega landiækni. Sagði hann
oft frá þessum leik sínum síðar og skop-
aðist mikið að.
Ekkj er mér kunnugt um, hvort
galdramaður hafi síðar reynt að vekja
upp draug, þó að svona tækist til hjá
honum í þetta skipti. En fremur tel
ég líklegt, að hann hafi styrkzt í trúnni
en hitt, þegar hann sá, að landlækni
varð þetta svona auðvelt. Því líklegt
má telja, að hann hafi aldrei orðið þess
vís, að brögð voru í tafli.
Heimildir: Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar, Annáll nítjándu aldar og
Læknar á íslandi og fieira.
FÁLKINN 31