Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 33
En þá brá heldur skugga á ásjónu
engilsins:
Hann er ekki hér, kona góð.
Er blessað barnið mitt ekki hérna?
spurði gamla móðirin öldungis forviða.
Hvar er hann þá?
Engillinn benti í gagnstæða átt, þar
sem myrkur grúfði yfir.
Ó, voldugi andi, kveinaði Tobba
gamla, og hörfaði upp brúna: Hvernig
á ég að una mér í himnaríki meðan
barnið mitt er í kolsvartri formyrkvan!
Hún fór að háhljóða.
Látið huggast, kona góð. —
Æ, greip Tobba fram í, leyfið hon-
um vist hérna í ljósinu, en lofið mér
að koma í hans stað. —
Kona góð, þér vitið ekki hvers þér
beiðist. —
Ójú, því þótt ég verði svo um alla
eilífð að ráfa um í myrkrinu, vil ég
svo fúslega vinna það til sáluhjálpar
drengnum mínum.
Bjarma sló á ásjónu engilsins:
Móðir góð, hinn fórnfúsi kærleikur
þinn skal ekki ólaunaður verða. Máski
þú getir líka bætt það með móðurást
þinni, sem okkur hérna hefur ekki tek-
ist!
Og samstundis stóð pilturinn hjá
Tobbu gömlu.
Ég er nú hreint gáttaður, tautaði Jón
og hristi kollinn, alveg dolfallinn. Hvers
konar lýður er þetta eiginlega, sem á
hér inni —?
Leysið festar! kallaði nú skipherrann.
Skal gert, skipstjóri!
Landgöngubrúin var hífð upp og skip-
ið lagði frá landi.
Smátt og smátt, eftir því sem á leið
ferðina og viðkomustöðum fjölgaði,
týndu farþegarnir tölunni, unz svo var
komið, að ekki voru eftir nema tveir
farþegar um borð, Jón gamli ríki og
fjárhættuspilarinn. Og tvímenningarnir
horfðu nú á það í kvíðavænlegri skelf-
ingu, hvernig smám saman syrti í álinn
fram undan. Jafnhliða rökkrinu varð
einkennileg litabreyting í lofti. Allt um-
hverfið byrjaði að taka á sig gulan lit-
blæ, andstyggilegan, sterkgulan lit, að
Jóni finnst, og hann verður gripinn þó
nokkrum skelk. Hann hefur aldrei verið
gefinn fyrir gulan litinn og allra sízt
núna, hvað sem því nú veldur. Og skelk-
urinn læsti sig um hann með eldingar-
hraða, þegar eitthvað í líkingu við
klettagjótu kom í ljós fram undan, og
upp úr þessari svörtu holu steig reykjar-
bræla, og þessi reykjarbræla gerir Jón
tortrygginn.
Landgöngubrúin seig niður og bryt-
inn kom í átt til þeirra fóstbræðranna.
Jón skimaði í flýti eftir felustað, en
varð hughægra við þegar brytinn drap
á öxl félaga hans:
Vertu ekki kvíðinn, kunningi, sagði
brytinn og klappaði hinum myrkfælna
farþega sáttfús á herðarnar. Líttu á —
þarna inni á milli kiettanna. —
Og allt í eiu kviknaði rauð glóð og
mörg spilaborð komu í ljós.
Óttinn hvarf fjárhættuspilaranum á
augabragði.
Nú, á betra verður ekki kosið, sagði
hann hinn ánægðasti, hérna mun ég una
mér. Og hann tók til fótanna.
Ætli þú verðir nú samt ekki búinn
að fá nóg að mannsaldri liðnum, kall-
aði brytinn á eftir honum og hló góð-
látlega.
Farþeginn herti á sér við orð bryt-
ans.
Og aftur lagði skipið af stað út í
sortann. Tók nú heldur betur að hitna
í veðri, er nær dró hinum síðasta áfanga-
stað. Að minnsta kosti fær Jón gamli
alveg nægju sina af kyndingunni.
Ætli við séum að nálgast Afríku?
tautaði hann, því að nú klauf skipið
hitabeltisgróðurinn beggja vegna og
stanzaði loks alveg mitt í myrkviðnum.
Hrikalegur skógur blasti við, hvert sem
auga leit, og að því er virtist botnlaus
fen, sem gáfu frá sér hræðilega fýlu.
Frh. á bls. 28
Kæri Astró!
Mig langar til að skyggnast
inn í framtíðina. Ég er fædd
17. október 1942 klukkan 1,15
eftir miðnætti í Reykjavík.
Ég vinn núna á skrifstofu.
Á ég eftir að eyða ævinni á
skrifstofu eða á ég eftir að
giftast og eiga börn. Eg er
kunnug þrem mönnum en er
ekki viss hvort ég ætti að
vera að hugsa nokkuð alvar-
lega um þá. Getur þú sagt
mér hvern ég ætti þá helzt
að hugsa um. í>eir eru fædd-
ir 29. október 1942, 15. októ-
ber 1939 og 19. nóvember
1936.
Um hvaða leyti ætli gift-
ing muni eiga sér stað og
hvernig um peningamál? Á
ég eftir að ferðast mikið um
landið eða til útlanda?
Með fyrirfram þökk.
D. S. B.
tug merkisins. Þú ert fædd
undir hinu svo nefnda þriðja
gráðutug merkisins og þeir
sem hér eru fæddir eru ekki
síður félagslyndir heldur en
þeir sem fæddir eru undir
fyrsta og öðrum gráðutug
merkisins. Ekki er hugvitið
að heldur óskarpara. Það er
í rauninni oft mikið skarp-
ara, sérstaklega viðvíkjandi
bókmenntum og listum. En
þar sem um er að ræða
gráðutug félagsskaparins
næst merki dauðans, Sporð-
drekamerkinu, er stundum
einkennileg ólánssemi, tengd
því.
Merki gráðutugsins er Úlf-
urinn eða Lupus. Úlfurinn
íklæðist ullarreifi en Boga-
maðurinn rekur hann í gegn
með spjóti sínu. Þetta á að
tákna óhjákvæmileg örlög
þeirra, sem hér eru fæddir
og brjóta í bág við lögmál
til að hneppa aðra í fangelsi
fávizku og fátæktar, svo þeir
geti auðgast á því. En þegar
þeir lifa hreinu líferni og
falla ekki fyrir spillingunni,
rísa þeir í háar stöður og
hagnýtar, þannig verða þeir
ekki leiksoppar illra örlaga.
Með tilliti til spurningar
þinnar um skrifstofustarfið,
álít ég að þú sért mjög vel
til þess fallin og haldirðu þig
við þá braut, er öruggt að
þér verða falin mannaforráð
síðar á lífsbrautinni. Þú eign-
ast nóg af góðum vinum og
þeir munu jafnan reynast
þér vel, þetta er sérstaklega
áberandi í sambandi við
heimili þitt. Afstöðunnar í
tíunda húsi benda til að þú haf
ir einhverntíma verið viðrið-
in opinbert hneykslismál þar
sem Satúrn og Úranus eru
báðir staðsettir þar. Það
verður í sambandi við bar-
piltinn, sem er fæddur 15.
október 1939. Annars er
bezta makaval þitt frá Vog-
armerkinu fyrst og fremst,
einnig er ágætt samræmi við
þá sem fæddir eru undir
Vatnsberamerkinu og Tvi-
buramerkinu.
Um fjármál þin vildi ég
segja þetta: Afstöðurnar
benda til að þig muni ekki
skorta peninga, þó þú verðir
ekki neinn auðkýfingur, en
þú munt hafa nóg fyrir þig
og vel það. Um utanlands-
ferðir held ég að þú ættir
ekki að hugsa í bili, en þeirra
tími kemur síðar, t. d. þegar
þú ert á þrítugasta og fyrsta
aldursárinu, er margt sem
bendir til iangrar sjóferðar.
Horfur eru á að þú giftist
snemma og að mannsefnj þitt
verði þér til mikiilar ánægju.
Hann mun starfa mikið á
Svar til D S B guðs og manna. Sakir snilli-
Þú ert fædd undir merki Safn hugsunar þeirra nota
Vogarinnar í þriðja gráðu- þeir stundum hæfileika sína
áttu tveggja valdahringa um
völd.
Þú ættir helzt að hugsa um
vegum hins opinbera. Tutt-
ugu og tveggja ára muntu
hitta hann fyrst.
33
FALKINN