Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 21
manninn, sem stóS í miðjunni. En hann gat ekki komið hon- um niður með líkamsþunganum einum og þess vegna spyrnti hann fótunum í borðbrúnina. En til allrar óheppni voru sokkarnir of hálir, hann rann og þess vegna mistókst honum áhlaupið að nokkru leyti. En hann var enþá með annan skóinn í hendinni. Hann hitti úlnliðinn á byssumanninum, svo að skammbyssan féll úr hendi hans. Dave vildi ekki taka hana upp, — hvað dugði ein skammbyssa á móti tveimur? En ósjálfrátt beygði eig- andinn sig niður eftir byssunni og þá sætti Dave færi og greip í hnakkann á honum og dró hann niður og ofan á sig. Þá hættu hinir við að skjóta. Blaðaljósmyndarinn fann að skammbyssan var undir bak- inu á honum. Hann verkjaði undan henni, en hins vegar var honum huggun að því að vita, að andstæðingarnir væru nú ekki nema tveir. En nú hafði Indverjinn staðið upp. Hann strauk varlega rykið af fallegu fötunum sínum. Svo skipaði hann mönnun- um að standa sinn hvoru megin við Dave Dott. „Sleppið þér, Spoke, og standið upp!“ sagði hann. Það var varfærni og sáttfýsihreimur í röddinni. „Það fer ágætlega um mig hérna,“ sagði ljósmyndarinn. „Og svo vil ég ekki láta yður fá skammbyssuna, sem ég ligg á.“ „Þér getið tekið skammbyssuna og stungið henni í vas- ann, eins og þér ættuð hana sjálfur. Ég er ekkert hræddur við að gefa huguðum manni tækifæri.“ Dave hugsaði tilboðið. Það var grunsamlega fallegt. Og ekki gat hann legið þarna á bakinu til eilífðar nóns. Hann varð að láta undan áður en lyki. Eða þá að Indverjinn sendi mann í herbergið fyrir neðan og léti hann skjóta hann gegn um gólfið. „Jæja, .... eins og þér viljið,“ sagði hann við kynblend- inginn. Hann sleppti manninum sem þeir kölluðu Spoke, tók hend- inni undir hægra herðablaðið og dró fram skammbyssuna. Svo stóð hann upp og strauk af sér rykið. „Réttið mér skóna mína,“ sagði hann. „Það er svoddan bölvaður gólfkuldi hérna.“ Indverjinn kreisti saman varirnar. „Þér eruð kaldlyndur, herra minn.“ „Ég er fæddur í kæliskáp,“ sagði Dave. Hann settist á stól og fór að setja á sig skóna með annarri hendinni, en í hinni hélt hann á skammbyssunni. Honum var um að gera að láta þá ekki taka eftir að hann hefði augun á blaðahrúg- unni, sem lá fyrir framan hann á borðinu. Það var auglýs- ing í einu blaðinu, sem hafði vakið athygli hans. Einhver hafði strikað við hana með rauðu. Hvað átti það að þýða? „Það er skrambi smellin bifreið, sem þér eigið, herra, sagði hann hugsandi.“ „Kallið þér hann „Eldflugu“,“ gall Jessica við utan úr horninu. „Hann verður upp með sér af því. Hann þykist vera skolli mikill maður.“ „Eldflugan er gott nafn,“ sagði Dave. „Gott nafn á mann, sem lifir á því að vera brennuvargur.“ „Segið þér þetta aftur, ef þér þorið,“ orgaði kynblend- ingurinn. „Þess þarf víst ekki með. Þér hafið stór eyru.“ Eldflugan fitjaði upp á efri vörina, eins og hann ætlaði að brosa. „Það er gaman að heyra dauðadæmdan mann tala svona. Er það fleira, sem þér óskið að segja áður----en — úti er um yður.“ „Úti um hvað?“ spurði Dott. Eldflugan yppti öxlunum. „Úti um yður í þessum eymda- dal, sem kallaður er lífið. Ég hef ekki efni á að láta yður lifa, herra .... “ „Dave Dott,“ muldraði ljósmyndarinn. Hann kunni alltaf illa við að þurfa að segja til nafns síns. Nafnið er einskis vert í samanburði við manninn, sem heitir því. Eldflugan var ágætt nafn á þennan ískyggilega kynblending. Það var eldflugan, sem hann hafði brennimerkt Jessicu með á öxl- inni, til þess að geta sýnt þeim, sem vera vildi, að hún væri hans eign. Annars virtist Indverjinn ekki vera eins þungbúinn núna og áður. Hann virtist vera í léttu skapi og aðstoðarmenn hans líka. „Ég geri ráð fyrir að það sé ábatavænlegt fyrirtæki, sem þér rekið,“ sagði Dave hugsandi og horfði á skammbyssuna, eins og úti á þekju. Þetta var sterk Smith & Wesson-skamm- byssa, hlaupvídd 39. „Þér getið bölvað yður upp á það. En ég vil enga meðeig- endur í fyrirtækið.“ Þjónar Eldflugunnar hlógu, eins og allir þjónar gera þeg- ar húsbóndinn segir fyndni. „100.000 dollara!“ sagði Dave og hallaði undir flatt. Eldflugan hló svo að skein í hvítar tennurnar. „250.000 dollara." „Og þetta plokkið þér af vátryggingarfélögunum og þá um leið af heiðarlegum, iðnum borgurum. Þetta er eiginlega svindl.“ „Það er ekkert svindl, heldur ótvírætt lagabrot samfara mikilli áhættu. Þess vegna verður maður að fá það vel borgað.“ „Öllum þykir gaman að tala um viðskipti sín, hvort held- ur þau eru glæpsamleg eða þola dagsbirtuna.“ Dave lyfti ekki skammbyssunni. Hann sat kyrr og var að handleika hana. En samt reið skotið af henni, með ein- hverju óskiljanlegu móti — og svo „óheppilega“, að skotið fór í höndina á einum þjóni Eldflugunnar, svo að hann missti skammbyssuna og öskraði af sársauka. Dave spratt upp af stólnum eins og pardusdýr. Hann stóð augliti til auglitis við síðasta vopnaða manninn og þrýsti skammbyssuhlaupinu að bringunni á honum. „Fáðu mér skammbyssuna þína, góði vinur,“ sagði hann skipandi. Bófinn rétti honum skammbyssuna tafarlaust, og hræðslan skein úr augunum á honum. Dave teygði sig og tók upp byssuna, sem lá á gólfinu. Nú stóð hann með pálmann í höndunum. Það var ekki að sjá, að Eldflugan væri vopnaður sjálfur. Til vonar og vara þuklaði Dave á vösum hans. Svo tók hann skotin úr skammbyssunum, sem hann hafði náð og kastaði þeim út um gluggann, nema þeirri einu, sem hann hélt á í hendinni. Það small í, þegar þær duttu niður á sements- gólfið í garðinum. Hann hafði ekki augun af mönnunum fjórum og stúlkunni. Honum fannst að eitt eða annað hefði gengið of vel. „Gerið svo vel og verið kyrr þar sem þið eruð, þangað til ég skipa öðruvísi fyrir,“ sagði hann brosandi og fór í sím- ann. Hann hringdi á númer lögreglunnar og bað, eins og hann var vanur, um samband við Paul Saunders. Hann sagði þessum kunninga sínum númrið á húsinu. Hann þurfti engar frekari skýringar að gefa. „Marga menn?“ spurði Paul Saunders í símanum. „Hvað þarf marga til að gera út af við eina eldflugu,“ sagði Dave Dott og lagði heyrnartólið á gaffalinn. Hann var ánægður með sjálfan sig. Og hann hafði ástæðu til þess. Hann hafði gert það aleinn, sem lögreglan hafði ekki getað gert á mörgum vikum. Hann horfði á fangana sína. Honum leizt bráðvel á Jessicu, hún var eins og prins- Kvenfólkið er ístöðulítið gagn- vart þess konar mönnum. Þegar ungar stúikur uppgötva innræti þessara þorpara — þá er það of seint FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.