Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.07.1961, Blaðsíða 8
— Það veit ég ekki, þetta er Indíánamál. — Hvenær datt þér í hug að fara til íslands? — Ég var ákveðin í að kom- ast til Evrópu, og því þá ekki að byrja á íslandi. Ég ætla að ferðast hérna um og mig lang- ar til að sjá hverina. —■ Þú hefur auðvitað hald- ið að við byggjum hér í snjó húsum og kirkjan, sem þú ætl- aðir að vinna við, væri úr ís? — Nei, svo slæmt var það ekki, sagði Sally og hló við. Rétt í þessu kom piltur hlaupandi ofan frá samkomu- húsinu, og mér datt í hug, að hann hefði sofnað eftir mat- inn og orðið of seinn. Það kom hins vegar í ljós, að Bob hafði verið í uppvaskinu. — Er gaman að vinna í eld- húsinu? — Nei, miklu betra að vinna úti. — Verður þú lengi hér á landi? — Nei, ekki mjög lengi. Ég er í skóla og verð að fara heim og nota síðari hluta skólafrísins til að vinna fyrir peningum til vetrarins. Bob hafði, eins og fleiri, heyrt um Mývatn og um heitu gjána, þar sem maður getur farið niður í jörðina og synt í volgu vatninu. Hann sagðist iðka sund og knattleik í frí- stundunum og að sér þætti mjög gaman að vera hér í þessum vinnuflokki. Séra Bragi Friðriksson, sem stjórnar framkvæmdum við Garðakirkju, sagði frá tildrög- um þess, að þessi útlendu ung- menni komu hingað til upp- byggingarstarfsins. * Bragi sagðist hafa kynnzt starfsemi æskulýðsráða r.estan hafs og hafa kynnzt nokkrum framámönnum mótmælenda- safnaða í Bandaríkjunum og Kanada. Nú væri hafið marg- háttað samstarf í þessum efn- um milli stofnana beggja meg- in hafsins og koma Banda- ríkjamannanna og eins Bret- anna, væri einn þáttur þess. Séra Bragi sagði, að vmnan við kirkjuna gengi mjög vel og þetta væri úrvalsfólk. Myrna: — múra frítt á Islandi — Ragna: — kirkjan verður fín á eftir — Jane: — ekkert lofthrædd —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.