Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 5
Jlr/- ■ Nokkru seinna, þegar Maria Callas átti afmæli, gaf eiginmaður hennar henni safn af’ innbundnum skjölum. Við nánari athug- un kom í ljós að skjölin voru eignarskírteini yfir bygg- ingarnar í kringum torgið í Verona. — Nú átt þú þetta, sagði eiginmaðurinn, og nú geta hundarnir þínir gert hvað sem þeir vilja, hvar, hvenær og eins oft og þeir vilja. skjálftana sjálfa, en með tækri samvdnnu allra þeirra athugunarstöðva, sem rann- saka tíðni jarðskjálfta með þar til gerðum mælum, er unnt að aðvara menn í tíma og bjarga með því fjölda mannslífa og auk þess jarð- neskum auðævum, sem ann- ars hefðu glatazt. Það er vegna hinna miklu jarðskjálfta í Chile, sem menn hafa nú þegar hafist handa um að koma þessari samvinnu á. ★ að menn hafa fundið upp vélar til þess að þjálfa sig á sjóskíðum. Vélar þessar er að nú er hafin barátta fyr- ir því að reyna að minnka tjón það, sem jarðskjálftar valda. Að vísu geta menn ekki komið í veg fyrir jarð- að finna í Ástralíu og eru byggðar upp af einu hjóli á- samt bjálka og er þetta dregið yfir tilbúna laug af vörubíl. ÁTTA skíðamenn er unnt að draga í einu yfir pollinn ,auk þess getur kenn ari staðið á bjálkanum og leiðbeint hverjum og ein- um. MARIA CALLAS: Dag einn, þegar Maria Callas, hin heimsfræga söng kona, var á gangi um Ver- ona, þar sem hún bjó. varð hún fyr,ir því að einn af hundunum hennar, sem hún var að viðra, lyfti öðrum fætinum upp að ljósastaur, sem var á vegi þeirra. ítölsk lög taka mjög strangt á slíkum athæfum, og lögregluþjónn, sem tók eftir þessu, var ekki seinn á sér að skrifa söngkonuna niður og hóta henni sekt. En Maria Callas er of skapstór til að þola slíkt. Hún skundaði heim í mikilli bræði og klagaði framkomu lögregluþjónsins fyrir eigin- manni sínum. — Ég skal koma þessu í lag, sagði hann. Á árinu 1905 særðist Theodore Roosevelt, forseti Bandaríkjanna af kúluskoti, er hann var að halda póli- tíska ræðu í bænum Mil- waukee. Roosevelt var for- seti á árunum 1901—1909. Fyrirrennari hans á forseta- stóli, Mc Kinley að nafni var myrtur af anarkista. Roosevelt barðist af hedft gegn hverskonar spillingu í þjóðfélaginu, einkum þó embættismannaspillingunni sem herjaði hvað eftir ann- að við hver stjórnarskipti. Á meðan Rússar og Japan- ir áttu í styrjöld 1905, var hann einn helzti málsvari friðarins í heiminum, enda uppskar hann sín laun fyrir þá baráttu, hann fékk friðar verðlaun Nobels. Roosevelt var mikill endurbóta- og hugsjónamaður og fyrir því klauf hann Republikana- flokkinn vdð kosningarnar 1912, og leiddi það til þess að Demokratar unnu stór- sigur í þeim kosningum. Á árinu 1814 varð stór- slys í London. Bruggari nokkur, Meur að nafni rak eitt stærsta brugghús þar á þeim tíma, hafði hann 90 svedna og fjöida kvinna í vinnu, auk þess drifu 270 hestar krafthjólin. Ker eitt var þarna mjög stórt, var það 4—5 metra hátt og ann- að eins á breidd. Einn góð- an veðurdag sprakk kerið og fengu nú margir fylli sína sem höfðu verið þurr- brjósta áður. En sá böggull fylgdi skammrifi, að átta þorstlátir menn drukknuðu í flóðinu. Til þess að bæta gráu ofan á svart, þá sprungu öll kerin í húsdnu, eftir að þetta eina hafði sprungið, en Meur stóð uppi slyppur og snauður. Tjón hans var metið á 23000 £, sem var offjár um þær mundir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.