Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 19

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 19
ár hvert sem litið var, þessi líka litlu skilirí; sum voru eins stór um sig og bæjardyr á höfðingjasetri. Og þarna var stofa við stofu, suður- stofa og vesturstofa, betrí stofa og bezta stofa og mörg önnur herbergi og þar var kontór, hol og verandi. Hann kunni varla að nefna þetta og því síður húsgögnin, sem hétu fínum útlendum nöfnum, það voru buífetskáp- ar. lenustólar, steilur, tojlettborð, serv- antar og sísalongar. Og á allt þetta var raðað fínu dóti úr silfri, kristalli, postu- líni. Hvílíkt stáss. Það var rétt svo að hann ekki minkaðist sín fyrir að taka upp tóbakspontuna sína í þessu um- hverfi og þó var þetta einhver falleg- asta pontan í sveitinni. Hann hafði ósjálfrátt farið að bera þetta saman við baðstofuna þar sem hún Þóra litla hafði alist upp hjá þeim foreldrum sínum. Þar var ekkert innanstokks nema naglföst rúmstæðin sitt undir hvorri súð, borðkríli undir stafnglugganum og koffort til að sitja á og engir skraut- munir aðrir en tvinnabandssnældan og spónninn hans í sperrukverkinni. En í þessu húsi var búslóð sem nægja mundi heilii sveit. — Eigið þið ailt þetta hús?, hafði hann spurt fyrsta kvöldið, og tengda- sonur hans hafði játað því með viðlíka lítillæti' og maður segist eiga vettling, sem dottið hefur á gólfið. — Og allar þessar mubblur? — Já, já, hafði dóttirin sagt eins og ekkert væri sjálfsagðara. — Og öll þessi skilirí. — Þá höfðu þau brosað hvort til annars hjónin og þótti auðsjáanlega fá- kænskulega spurt. En var mikið þó að honum þætti með ólíkindum að tvær manneskjur hefðu þetta allt til afnota og augnagamans. Hvað áttu til dæmis tvær hræður að gera með alla þessa stóla. Hann hafði talið eitthvað rétt um fjeritíu stóla -—- og ekki einu sinni fjölgunarvon hjá húsfreyju, svo sjáanlegt væri. Jæja, það var tilgangslaust að fara strax að klæða sig; þau voru ekki ár- risul hjónin, enda mundi ekk,i fara illa um þau í bóiinu. Hjónarúmið var rétt eins og tvístæðufjárhús að flatarmáli. Það mátti mikið vera ef þau barasta finndu hvort annað í þessai’i víðáttu. Þá var ekki við góðu að búast. Og Gísli bóndi hlær við með sjálfum sér og seil- ist til poníunnar og fær sér morgun- hressingu. Þessi tengdasonur hans var ekk,i ó- geðiigur piltur þó að hann væri hálf- gerð brengla á vöxl. Og það bar ekki á öðru en að hann væri maður til að sjá íyrir sínu heimili, þó að hægt fæhi. Ekki fór hann til vinnu fyrr en á ellefta tímanum á morgnana, tók sér góða hvíld um hádegið og átti ekkert viðbundið eftir miðaftanskaffið. Hann ætlaði víst ekki að drepa sig á þrældómi fyrir aldur fram, pilturinn. Ekki var að sjá að hann skorti aura- VÍXILLINN SMÁSAGA EFTIR EINAR KRISTJÁNSSON ráð. BílLinn hans mætti sóma konungi og borið saman við hann var fíni bíll- inn kaupfélagsstjórans fyrir austan rétt eins og argasti trogberi. Ekki var fæðið v,ið neglur skorið; jólamatur hvunndags. En það gat nú verið að höfðingsskapur og gestrisni ætti sinn þátt í því þessa dagana. Þetta var reyndar drengilegasti snáði þessi tengdasonur hans og ekki var að sjá að hann væri neinskonar óreglu háður. Hann hafði að vísu veitt gesti sínum konijakstár eitt kvöldið og þeir höfðu orðið rétt svona hreyfir stutta stund og allt farið fram með mestu háttvísi á báða bóga. Og ekki stundaði hann reyk- ingarnar en hafði aðeins dregið tóbaks- korn í nefið úr pontunni hjá honum við og við, virtist hafa gaman af þessu en auðsjáanlega viðvaningur í listinni, hnerraði og tárfelldi eins og krakki. Æijæja. Hann var barasta farið að dauðlanga í morgunkaffið, enda farið að grána á glugga og umferð byrjuð útifyrjr. Honum heyrðist eitthvað rjálað við útidyrahurðina, finnst jafnframt hreyf- ing á einhverju í forstofunni. Innbrots- þjófur, kemur honum í hug, það var víst nóg um þesskonar pilta í borginni. Hann bregður sér í buxurnar og snar- ast fram á ganginn og út í forstofuna. Þar er allt með kyrrð og spekt, en hann sér að bréfum og blaðapósti hef- ur verið fleygt inn um bréflokuna. Honum verður að taka upp eitt bréf- ið, a'ímarghugar af rælni. Það er til tengdasonar hans og sent af Þjóðbank- anum, Aður en hann veit af hefur hann náð bréfinu úr umslaginu, sem er illa opið eða illa lokað og les í flýti efni „Yður tilkynnist hér með að víxill yðar að upphæð 18.500,00 fellur í gjald- daga þann 21. þ.m. — Víxillinn verður ekki tilkynntur frekar o.s.frv." Víxill. Ja, svei og aftur svei. Gísli bóndi er handfljótur við að pota skekklinum aftur í umslagið og lætur allt með sömu ummerkjum og áður var og flýtir sér síðan aftur til her- berg.is síns. Víxill. Þokkaleg uppákoma eða hitt þó heldur. Það var þá svona komið fyrir honum Rafni tengdasyni hans og henni Þóru. Þau voru þá flækt í víxil- brask. Hann. Gísli í Hjallakoti var nú kominn á þennan aldur og hafði þó aldrei -verið j/iðriðinn víxil af nokkru tæi. Önéi — hann hafði alla daga reynt að vera heiðarlegur í viðskiptum og borgað allt sem honum bar í innskrift i kaupfélaginu ellegar þá í peningum eða með eigin vinnu. Honum hafði alltaf skilist að víxill væri hámark óheiðarleika í viðskiptum. Það voru- aðeins bíræfnir fjárglæfra- menn ,sem fengust v,ið víxilútgáfu og leið þeirra lá víst venjulega beint í tukthúsið að lokum. Víxlar voru notaðir til að svíkja út peninga og þeir voru hérumbil ævin- lega falsaðir. Hugsa sér annað eins og það, að tengdasonur hans, þessi góðlegi og reyndar geðþekki piltur, sem honum var farið að verða hlýtt til, skyldi hafa leiðst út í að fremja þvílíkt athæfi. Aumingja telpan hún Þóra litla, lík- lega mundi hana ekki gruna neitt hvernig komið var. Hverjum skyldi líka hafa komið til hugar að svona ung- ur og meinleysislegur piltur væri út- farin fjársvikari og víxilfalsari, einn af þeim mönnum sem einskis svífast. Og nú minnist Gísli þess, að hann hafði einhverntíma heyrt um bónda í næstu sveit, sem hafði verið narraður til að skrifa upp á víxil í Reykjavík og það hafði legið við að hann tapaði bæði búi og jörð og að minnsta kosti hafði hann orðið af með stórfé. Og nú lýstur því niður í huga Gísla bónda, að ekkert væri líklegra en tengdasonur hans færi nú fram á það við hann að hann skrifaði upp á víxil- inn fyrir sig, fyrst svona fjandalega hittist á að hann skyldi vera staddur í húsinu þegar bréfið barst, Hann var sannarlega að lenda í dálaglegri klípu. Það væri líklega hyggilegast að fara að koma sér burt héðan, frekar fyrr en seinna. Hann ætlaði ekki að láta Leiða sig út í neitt glapræði, það var af og frá. Og nú minnist hann þess að áætlun- arbíllinn austur fer af stað eftir liðlega þrjá stundarfjórðunga. Hann gat hæg- lega komist með honum ef brigði sam- stundis við. Og það skyldi hann líka gera. Eignum og mannorði skyldi hann sannarlega reyna að halda í lengstu lög Frh. á bis. 34 FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.