Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 34
Byggingarvöruverzlun Akureyrar h.f. PÍTIR & VALDIMAR H.F.
AKUREYRI
PÚSTHDLF S5 SÍMAR: 15B3 - Z6BB SÍMNEFNI: „TIMBUR” • Sehir allskonar byggingarefni og harðvið fyrir verkstæði Algjör nýjung vöruflutninga á milli Akureyrar og Reykjavíkur •
Krossvið af ýmsum þykktum Kvöldferðir annan hvern dag
Skrár, lamir og flestar smávörur fyrir verkstæði-Verkfæri margskonar frá hvorum staðnum um sig, svo og dagferðir
Höfum fullkomna glerslípun og speglagerð Afgreiðsla í Reykjavík hjá:
Afgreiðum rúðugler og bílagler gegn pöst- kröfu hvert á land sem er, einiiig spegla VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐINNI H.F. Borgartúni 21 — Símar 15113 og 12678
VÍXILLINN -
Frh. af bls. 19.
en nú var hvort tveggja hangandi á
bláþræSi, að honum fannst.
Hann hefur engar vöflur á en tekur
fram tösku sína og fer að ganga frá
föggum sínum, sem ekki eru fyrirferð-
armiklar og klæðast ferðabúningi.
Hann heyrir umgang í húsinu. Dóttir
hans er komin á fætur og fram í eld-
húsið.
Hann snarast fram til hennar, hljóð-
lega þó og býður góðan dag.
— Láttu þér ekki bregða, elskan þó
að ég sé ferðbúinn, segir hann.
— Eg er að hugsa um að snara mér
heimleiðis með áætlunarbílnum. Mig
dreymdi stórhríðarlega í nótt og ég veit
að ég hefi engan frið í mínum beinum
fyrr en ég er búinn að ná fénu úr heið-
inni.
— En pabbi, segir stúlkan, þú verður
þó að fá þér hressingu áður og svo vek
ég hann Rafn og hann ekur þér á Ferða-
skrifstofuna.
— Jæja, góða mín, gefðu mér bara
eitt mjólkurglas. En fyrir alla muni —
ekki að vekja hann Rafn. Ég veit hon-
um þykir gptt að lúra á morgnana og
ég hefi bara gott af að liðka mig á því
að ganga þennan spöl.
34 FÁLKINN
Dóttirin veit að hér tjóir ekki á móti
að mæla. Faðir hennar er vanur að fara
sínu fram þegar þessi gállinn er á hon-
um.
Síðan þiggur Gísli bóndi hressingu í
mesta flýti, tekur síðan tösku sína og
kveður dótturina í forstofunni.
— Jæja, vertu blessuð elskan og
berðu manni þínum beztu kveðju mína.
Þú veizt að þú ert alltaf velkomin
heim í kotið og þið bæði tvö, ef eitt-
hvað skyldi koma upp á. Maður veit
aldrei hvað kann að bera að höndum.
Þar með snarast hann af stað og læt-
ur dótturinni eftir að leita eftir dýpri
merkingu þessara orða. Hann er harð-
stígur og léttur í spori og ber fljótt yfir
og nær áætlunarbílnum í tæka tíð.
Fyrst þegar hann er seztur inn í bíl-
inn saknar hann pontu sinnar og vasa-
klúts. Hvort tveggja hefur orðið eftir í
vinnukonuherberginu á Seljaveginum.
Þetta var í svoddan flýti sem hann fór.
Það var nú verri sagan. En það varð
að hafa það. Ekki færi hann að snúa
aftur úr því sem komið var. Jæja. —
Hann Rafn tengdasonur hans hefði þá
kannski gaman af að hressa sig á inni-
haldi pontunar. Æ — honum var það
þá sannarlega ekki of gott, piltkvölinni.
Ekki mundi honum af veita.
Það var ekki svo skemmtilegt sem í
vændum var.
Og nú minnist hann þess, að hann
hafði hálfvegiis verið að ráðgera að taka
heim með sér gamla koffortið hennar
Þóru. Hann hafði komið auga á það
þar sem það stóð í skoti upp á háalofti,
rykfallið og einmanalegt og virtist ekki
kunna við sig meira en í meðallagi.
Þetta koffort hafði hann eignast ung-
ur. Hann hafði verið næstum heilt ár að
þræla fyrir því, svo hann var vel að
því kominn. Það hafði ekki verið borg-
að með víxM — onei.
Jæja, það varð að bíða betri tíma að
nálgast það og svo var kannski ekki
hægt að fortaka það, að hún Þóra litla
kynni að þurfa á því að halda einhvern
tíma síðar meir.
En það var víst, að á meðan það stóð
þarna, var þó til húsa á Seljaveginum
ein mubbla, sem í alla staði mátti kall-
ast heiðarleg og virðingarverð.
Matthíasarsafn —
Frh. af bls. 10
lega, að ef margir af þeim, sem fóru
vestur, hefðu vitað, hversu möguleik-
arnir voru miklir hér heima, þá hefðu
þeir óskað, að þeir hefðu aldrei farið.
Þeir hefðu heldur v.iljað svelta hér í
nokkur ár ....