Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 25
LITLA 5AGAN : Húsið brann til kalldra kola og í rústuniun fannst lík Goos efna- fræðings. TVÍDAUDI MAÐURINN Við Steeles Lane, utanvert við Balti- more brann hús til kaldra kola 2. febr- úar 1872. Þegar farið var að grafa í rústunum fann lögreglan lík efnafræð- ingsins W. S. Goss. Goss hafði fengist við tilraunir til að framleiða gerfi- gúmmí. Þótti auðséð að sprenging í til- raunastofu hans hefði valdið brunan- um. Vinur hins látna, Udderzook að nafni, hafði komið til hans skömmu fyrir brunann og skroppið í annan bæj- arhluta til þess að ná í steinolíulampa, sem Goss þurfti að nota. Þegar Udder- zook kom aftur stóð húsið í björtu báli. Lögreglan sá ekkert grunsamlegt við þennan bruna. Allt benti til þess að hann hefði orðið fyrir slysi. En vá- tryggingafélögin áttu upptökin að því að farið var að grennslast nánar um þetta brunamál. Eftir að útför Goss hafði farið fram gerði ekkja han,s sem sé kröfu til 25.000 dollara líftrygging- arfjár. Líftryggingarnar höfðu verið keyptar hjá ýmsum félögum — þá síð- ustu hafði Goss keypt viku áður en hann dó. Þetta vakti grun hjá trygg- ingarfélögunum. Málaferli urðu útaf dánarbótunum. Tryggingafélögin héldu því fram að ekki væri sannað að líkið sem fannst í brunarústunum væri lík Goss, þó Udd- erzook vinur hans og ekkjan ynnu eið að því. Félögin kröfðust að líkið væri grafið upp. Það var gert — og niður- staða rannsóknarinnar vakti athygli. Framtennurnar í líkinu voru skemmd- ar — en Goss hafð,i haft ágætar tenn- ur .... En af því að líkið var mikið brunnið þótti þetta ekki einhlít sönn- un, og tryggingafélögin voru dæmd til að greiða ekkjunni dánarbæturnar. En þrátt fyrir þetta gáfust trygginga- félögin ekki upp. Sérfræðingar þeirra héldu rannsókn áfram, því að þeir töldu skemmdu tennurnar svo mikilsvert gagn, að vert væri að gefast ekki upp. — 0 — En líkskoðunin staðfesti grun trygg- ingarerindrekanna. Hinn látni var eng- inn annar en Goss. Og nú var ekkja hans handtekin og flett ofan af öllu svikamálinu. Goss hafði verið í fjárhagsvandræð- um og afráðið tryggingasvikin sjálfur í samráði við konu sína og Udderzook. Daginn fyrir brunann höfðu þeir sótt stóran kassa á járnbrautarstöðina. En í þessum kassa var líkið, sem þeir þurftu að nota í brunann. Það hafði verið flutt í tilraunastofuna og síðan kveiktu þeir í húsinu, Goss og Udderzook. Síðan hafði Goss haft sig á burt úr bænum og látið líkið leika hlutverk sitt. „Ekkjan" fékk tryggingarféð og sendi manni sín- um mikið af því, en hann fór nú huldu nöfði, undir nafninu Wilson. Hann átti í sífelldu taugastríði og lagðist í drykkju og leitaði til Udderzook í raunum sín- um og varð honum háður. Loks afréð Udderzook að myrða „vandræðagrip- inn“ Goss. Enginn mundi sakna hans, því að hann var dauður áður! Hann var ekki til! Einn heitan júlídag hafði Goss — eða Wilson. sem hann kallaði sig — komið í gistihúsið í Jennersville. Hann drakk sig fullan. Svo kom Udderzook þangað, fékk léðan hestvagn og ók eitt- hvað burt með Goss. Og „vandræða- gripurinn“ Goss kom aldrei til baka úr þeirri ferð. Ef þeim kumpánum hefði ekki yfir- sést, að því er snerti tennurnar í líkinu, mundu tryggingarsvikin aldrei hafa orðið uppvís. Hin nýja myndasögu- persóna Fálkans nýtur stöðugt vax- andi vinsælda. Hún heitir Rosita og margvísleg og spaugileg atvik henda hana. Höf- undur Rositu er hinn kunni danski teiknari CHRIS. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.