Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 12
Það var liðið fast að hádegi, þegar Jóef
kom heim úr þessari fyrstu ferð sinni
í bæinn. Hann hafði fengið miðana og
bakpokana og obbann af nestinu...
GAMANSAGA FRÁ AKUREYRI EFTIR RÓSBERG SNÆDAL
Jóel skipstjóri vaknaði í rúmi sínu
heima í Fróðasundi 40, og þá var hin
árrisula síðvetrarsól farin að skína inn
um gluggann til hans. Hann lét sér ekki
bregða við það, því komið var fram á
einmánuð og runninn miðvikudagur
næstur fyrir páska, svo hann sneri sér
bara undan mestu birtunni og ætlaði
að sofa meira. En þá var það sem hann,
fór allt í einu að heyra háan og glað-
hlakkalegan söng úr námunda. Honum
datt fyrst í hug englasöngur, eða svona
yndislegir timburmenn, en með því að
hvorttveggja var heldur ótrúlegt fór
hann að leggja við hlustirnar og hyggja
betur að. Nei, þessi söngur kom framan
úr eldhúsi og röddin var Petrínu, kon-
unnar hans. Hún bara söng si svona
yfir kaffivatninu:
Þú bláfjalla geimur með heiðjöklahring
um hávetur flý eg þér að hjarta.
Bölv . .. vitleysa er þetta, tautaði
bóndi. Hann mundi ekki betur en sér
hefði verið kennt að segja um hásumar.
Var nú Petrína hans farin að skálda
líka? Nú hlaut henni að segjast fyrir,
blessaðri, eða þá að hún var búin að
fá einhverja nýja og áður óþekkta flugu
í kollinn, flugu, sem ætti eftir að syngja
sinn söng við eyru hans sjálfs næstu
dægrin eða vikurnar.
Og Jóel þurfti ekki lengi að bíða
ráðningar þessarar lífsgátu. Petrína
kom inn til hans rjóð og móð eftir
sönginn.
Góðan daginn, Jóel minn. Ja, sá sem
getur sofið á svona morgni! Þvílíkt dá-
semdar veður — og fjöllin allt í kring,
sagði hún rómantísk að öllu nema út-
liti.
Jóel geispaði og reyndi að vakna bet-
ur. -—- Jæja, eru þau öll hérna kyrr á
sama stað, Vaðlaheiðin og Súlur og öll
hin? Mér þykir þú færa mér fréttirnar
á sængina. Hefurðu ekki kaffisopa með
þessu, gcða mín?' sagði hann.
Æ, hvað þú ert alltaf hryllilega ver-
aldlegur, andvarpaði konan og var strax
farin að fölna.
Einhvern tíma verðum við öll andar,
Peta mín. Ég líka og þú líka. Ætli það
sé ekki nógur tíminn að fljúga þá yfir
fjöllin blá.
Þessu anzaði konan hans ekki, heldur
kom að honum óvörum á ný:
Veiztu, að ég er búin ða ákveða að
við förum í fjallgöngu á morgun, upp
á Vaðlaheiði með Ferðafélaginu?
Nei, hvernig ætti ég að vita þínar
ráðagerðir og anstaltir?
Ég var að sjá auglýsingu um þetta i
Degi. Það verður gengið upp á heiðina
þar fem hún er hæst, það er að segja
það verður ekki gengið alla leið, heldur
farið í bíl upp á sjálfa heiðina, og
svo . . .
So so. Og hvað er hægt að komast
lengra? Ætlið þið að reisa upp himna-
stigann þar og byrja að fika ykkur upp-
eftir?
Enga útúrsnúninga, Jóel, — og farðu
nú að tína á þig leppana í snatri. Það
er svo ótalmargt sem við þurfum að
útrétta fyrir morgundaginn. Þú verður
að fara strax upp á Dag og kaupa far-
miðana.
Hvað er þetta, kona? Dagurinn er nú
ekki búinn, varla byrjaður. Ég ætti svo
sem að geta rölt eftir miða-skömmunum
fyrir kvöldið.
Ég meinti Dag, árétti Petrína.
Já, það er það sem ég var að segja,
— í dag, sagði maðurinn þrár.
Nei, miðarnir eru hjá Degi, skilurðu
það ekki? Það stendur í blaðinu.
Hjá Degi? Ég þekki engan mann með
þvi nafni hérr.a í bænum.
Þöngulhaus ertu að verða, Jóel! Ertu
virkilega farinn að kalka svona hastar-
lega? Þeir eru hjá blaðinu Degi, ef þú
hefur heyrt þess getið.
No no no no. Nú er heima! Því selja
þeir ekki miðana heldur hjá íslendingi?
Er þetta eitthvert bölvað ekki sens
framsóknarfélag? Ég hef alltaf verið
Sjálfstæðismaður, eins og þú ættir að
vita.
Hvað um það? Ég held þú getir látið
það liggja á milli hluta þessa tvo daga.
Náttúran spyr ekki um pólitík. En
mundu eftir að spyrja þá hvernig mað-
ur eigi að vera búinn á morgun, sér-
staklega að neðanverðu.
Petrína vék nú út að glugganum og
skimaði út, en Jóel skipstjóri fór að
klæða sig með hægð.
Það lítur út fyrir sama blessað veðrið
á morgun, sagði hún.
Einmitt, tautaði eiginmaðurinn. Þeir
þyrftu að fá þig á Veðurstofunni Peta
mín, til að líta út um glugga að morgni
og segja: Sama blessað veðrið á morg-
un. Já, þeir þyrftu að fá þig, þeir hafa
áreiðanlega ekki slík séní. Hitt er svo
annað mál, að ég vildi kannske ekki róa
eftir þeim veðurskeytum skilyrðislaust.
Æi hættu nú þessu þrögli. Þú ert allt-
af eins og þorskur á þurru landi, —
setur mann æfinlega úr öllu stuði.
„Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst
hann oft á heiðum“, stendur í kvæðinu.
Heyrirðu það, Peta? Hann finnst uppi
á heiðum og syngur: Þú bláfjalla geim-
ur, húrra! Það er ekki skömm að því,
Peta.
Þessari fyndni kunni konan ekki að
taka. Hún strunsaði til eldhúss og lét
Jóel einan við að klæða sig. En eftir
góða stund heyrði hann ennþá söng að
framan og hann ekki á lægri nótunum:
Frjálst er í fjallasal, fagurt í skógardai,
heilnæmt er heiðloftið tæra.
Þegar Jóel hafði fengið að sötra kaffi-
kvölina sína, var honum ekki til lengri
setu boðið. Hann var sendur eftir mið-
um — og hann átti einnig að kaupa
bakpoka í bakaleiðinni, og heldur tvo
en einn, til ferðalagsins. Jóel sagðist
geta notað sjópokann sinn, en Petrína
sagði að hann færi ekki að svívirða ís-
lenzka náttúru með slíku ótæti, allra
sízt blessuð fjöllin, . . en hann átti
líka að kaupa bita í nestið, hangikjöt,
gott læri, en tvö ef þau væru mjög rýr,
svið, hval, hákarl, rúllupylsu, flatbrauð,
soðið brauð, rúgbrauð, rjóma og egg, já,
og endilega eina Sanasól og snjóbirtu-
gleraugu á bæði.
Það var liðið fast að hádegi þegar
Jóel kom heim úr þessari fyrstu ferð
sinni í bæinn. Hann hafði fengið mið-
ana og bakpokana — og obbann af því,
sem hann átti að kaupa í nestið, m.a.
tvö dávæn hangikjötslæri. En á einum
hlut flaskaði hann herfilega, það vai'
Sanasólin. Hann hafði keypt háfjalla-
sól fyrir 5 hundruð krónur. Petrínu
þóttu þessi mistök ekki góð, en lét þó
kyrrt liggja, því hún sá fram á að há-
fjallasólin mundi koma í góðar þarfir
FJALLGANGA
12 FÁLKINN