Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 26
Aldinmaukskökur V2 kg hveiti 250 g smjörlíki 200 g sykur 2 egg Venjulegt hnoðað deig, sem skipt er í þrennt. Flatt í þunna, aflanga lengju. Aldinmauki smurt á annan helming- inn, hinn brotinn yfir_ Lengjurnar látn- ar á smurða plötu, smurðar með eggi, grófum sykri stráð yfir. Bakaðar ljósbrúnar við 250° í nál. 15 mínútur. Þegar lengjurnar eru orðnar kaldar, eru þær skornar niður eins og myndin sýnir. Geymdar í loftþéttu íláti. Súkkulaðikökur 200 g smjörlíki 125 g flórsykur 1 eggjahvíta 75 g gróft saxað suðusúkkulaði nál. V4 kg hveiti - Smjörlíkið hrært lint ásamt flór- sykrinum Eggjahvítunni hrært saman við, einnig súkkulaðinu. Að síðustu er hveitinu blandað saman við. Mótaðar valhnetur — stórar kúlur úr deiginu. Látnar á smurða plötu og þrýst á kúl- urnar með breiðum hníf. Bakaðar við 225° í nál. 5 mínútur. Súkkulaðið bráðnar dálítið við bakst- urinn Súkkulaðikökur Dýrar spesíur Aldinsmauks kökur Dýrar spesíur 250 g hveiti 250 g smjörlíki 200 g flórsykur 2 eggjarauður Venjulegt hnoðað deig, sem úr er mótuð nál. 5 cm breið rúlla, sem látin er bíða til næsta dags. Skorin í þunnar sneiðar með beittum hníf. Kökurnar settar á smurða plötu, smurðar með eggi og á þær er stráð blöndu af: 50 g sykur 50 g fínt, hakkað súkkat 50 g fínt hakkaðar rúsínur 50 g fínt hakkaðar möndlur Kökurnar bakaðar ljósbrúnar við 200°. Það eru nál. 100 kökur, sem fást úr þessari uppskrift. Þegar farið er í ferðalag, verðum við að vera hagsýnar með rýmið í ferða- töskunni. Morgunskór er eitt af því, sem við getum helzt ekki verið án. Efni: Þunnt skinn í sóla, t.d. vaska- skinn; 30 x 90 cm sterkt bómullarefni; 15 cm fóður og oliselín; flónel eða vatt í skólann; 2Vz m skáband og svo tvinni. Aðferð: Klippið papírs'mynstur fyrir sólana eftir sóla af réttri stærð, klippið skinnsólana, millileggssólann úr flónel eða vatti og sóla úr bómullarefninu (at- hugið mun á vinstri og hægri). Þræðið þessi 3 lög saman. Klippið yfirleðrið og Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.