Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 35
ÁSTARSÖGUR
SKEMMTILEGAR OG
ÓDÝRAR
Nokkur eintök eru enn óseld af hin-
um geysivinsælu sögum Laugardags-
ritsins og Vikuritsins og fást nú fyrir
helming verös og minna gegn póst-
kröfu. Höfum fengið meira af nýj-
um, ódýrum bókum. Sögur þær, sem
nú fást eru:
□ Heitt blóö .... nú aðeins kr. 16
□ Vilji örlaganna — — — 20
□ Ögift eiginkona — — — 18
□ Ólgublóð......— — — 16
□ Barátta læknisins— — — 18
□ Ambáttin ....... — — — 20
□ Dægradvöl (kpl. 14 tbl.) kr. 30.00
□ Skemmtisög. (kpl. 9 tbl.) — 25.00
□ Fönix-Coctail (2 bl.) . . — 10.00
□ Sjóræningjakonan Fu (i
bandi) .............. — 50.00
Vinsamlegast sendið mér undirrituð-
um i póstkröfu bækur þær, sem ég
hef merkt við hér að ofan.
NAFN
HEIMILISFANG
BÓKAMIÐSTÖÐIN
GRENIMEL 16, REYKJAVlK.
ÖDÝRAR
SKÁLDSÖGUR
Við bjóðum yður nú þessar vin-
sælu sögur á ótrúlega lágu verði:
Babs hin ósigrandi .... kr. 18.00
Morðið í skóginum .— 18.00
Skrifið okkur, og við sendum yð-
ur sögurnar burðargjaldsfritt hvert
á land sem er.
Kjörbækur s.f.
Box 1411 - Reykjavík
STJÖRN USPÁIN
Hrútsjnerkið.
Útlit er fyrir, að þér getið framkvæmt áform yðar í vik—
unni, ef þér getið haldið þeim leyndum. Stjörnurnar segja,
að þér munuð lenda í rómantísku ástarævintýri, en farið
samt að engu óðslega heldur takið tillit til annarra og hlýðið
því, sem þeir kunna að ráðieggja yður.
Nautsmerkið.
Þessi vika virðist svo að segja gleðisnauð fyrir yður, var-
ist því að treysta á hverskonar happdrætti eða taka þátt í
fjárhættuspili, því að heppnin er fallvölt. Þér skuluð ekki
treysta á, að þér getið leyst úr öllum vanda sjálfir bæði í
einkalífi yðar og vinnu, af því að margt, sem sýnist vand-
ræðalaust, er ekki vandalaust.
Tvíburamerkið.
Þér hafið óvenju góð tromp á hendinni í þessari viku, og
það ríður á því, að þér spiiið þeim rétt út við hentugt, tæki-
færi og það er um að gera, að þér látið ekki aðra notfæra
sér þessi tromp. Ef þér hafið vanækt góða vini, er kominn
t.ími til að þér endurnýið gömul kynni.
Krabbamerkið.
Þér munuð verða fyrir ófyrirsjáanlegu atviki, sem kemur
til með að breyta fyrirætlunum yðar, þegar fram líða stund-
ir. Þér skuluð forðast að fella dóm yfir öðrum, svo að þér
verðið ekki dæmdir sjálfir, þótt stundum þyki kostur góður
að vera hreinskilinn.
Ljóiismerkið.
Umfram allt látið ekki bugast, þótt þér kunniö að lenda í
óvæntum erfiðleikum. Ný tillaga, viðvíkjandi starfi yðar
kemur frá yfirmanni yðar og mun gefa yður tækifæri til
þess að sýna hvað í yður býr. I fjárhagsmálúm er mikil
þörf á, að þér séuð varkár.
Jóm f rúarmerkið.
í ástamálum verður þessi vika mjög góð, en þér skuluð
varast öll smáskot og gæta þess vel að binda yður ekki við
neina ákveðna persónu. I fjármálunum skuluð þér gæta
yður vel og leggja ekki peninga í óvíst. fyrirtæki, það gæti
rúið yður inn að skyrtur.ni.
V ogars kálarmerkið.
Þessi deyfð og drungi, sem hefur þjakað yður i langan
tíma, mun nú hverfa í þessari viku og þér munuð leika
við hvern fingur og allt mun vera í Ijúfasta lyndi. Þér skul-
uð gæta þess að strjúka ætíð um frjálst höfuð og láta ekki
hvern, sem er binda yður í báða skó.
Sporðdrekamerkið.
Þér eruð of tortrygginn út í allt og alla, og þér eigið að
lát.a af því nú þegar, því að um er að ræða bæði atvinnu
yðar og einkalíf. Þér skuluð ekki vera hræddur við að segja
nei, ef svo stendur á, einkum ef vinur á í hlut. Happatala
yðar er 9.
Bogmannsmerkið.
Forn tryggð og vinskapur verða endurvakin í þessari viku
og verða yður til mikillar gleði. Fjárhagur yðar mun verða
framúrskarandi góður og allar framtíðaráætíanir yðar munu
rætast, annars mun gamalt vandamál skjóta upp kollinum
og nú þýðir ekkert að hrista það fram úr erminni.
Steingeitarmerkið.
Þeir, sem fæddir eru milli 3. og 11. janúar mega búast við
miklum breytingum á lífi sínu. Gamlir draumar um fram-
tíðina munu ef til vill rætast og fornar hugsjónir munu
komast í framkvæmd. Þér eruð vinsæll og yðar mun bíða
gleðistundir í kátum vinahóp.
Vatns b erainerkið.
Ef þér sýnið vinnugleði og komið fram með nýjar hug-
myndir í sambandi við vinnu yðar, munuð þér ef til vill
hækka í tign eða minnsta kosti í áliti. Yfirleit.t segja stjörn-
urnar, að vinnan sé yður fyrir öllu þessa dagana. Ákveðin
uppljóstrun um hagi yðar mun í fyrstu baka yður tjón, en
síðar verða yður til happs.
Fiskamerkið.
Þér eigið að sýna náunganum umburðarlyndi, því að þér
hafið verið of tillitslaus um langan tíma. Þér skuluð ekki
vera hræddur við að taka djarflegar ákvaröanir, þótt. þær
krefjist mikillar vinnu. Vissulega munuð þér mæta erfið-
leikum, en þér munuð sigrast á þeim innan tíðar.
21. MAHZ —
20. APRlL
21. APRlL —
21. MAl
22. MAl -
21. itTNi
22. rÚNl —
22. IÚLI
23. JÚLl -
23. AGÚST
24. AGÚSl -
23. SEPT.
24. SEPT. -
23. OKT.
24. OKT. —
22. NÓV.
©20. FEBR -
20 MARZ